Pálmi Haraldsson þarf ekki að endurgreiða 4,2 milljarða króna

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Pálmi Har­alds­son, Jóhannes Krist­ins­son og félag þeirra Matt­hews Hold­ing S.A., sem er skráð í Lúx­em­borg, voru í gær sýkn­aðir í Hæsta­rétti að kröfu þrota­bús Fons um end­ur­greiðslu á 4.180 millj­ónum króna með drátt­ar­vöxtum frá 14. sept­em­ber 2007. Þrota­búið taldi ann­marka hafa verið á fram­kvæmd arð­greiðslu upp á þessa upp­hæð út úr Fons á árinu 2007, sem byggði á upp­lýs­ingum úr árs­reikn­ingi um 28,9 millj­arða króna hagn­aði félags­ins árið áður, þar sem fjár­hags­staða Fons hefði ekki boðið upp á slíka arð­greiðslu.  Arð­ur­inn var greiddur með því að Fons dró á lána­línu sína hjá Lands­bank­an­um. Því var tekið lán fyrir henni og við það juk­ust skuldir Fons um þessa upp­hæð.

Pálmi Haraldsson Pálmi Har­alds­son

Hæsti­réttur hafn­aði því og sagði að ekki verði talið „að slíkir ann­markar hafi verið á árs­reikn­ingnum 2006, sem sam­þykktur var á aðal­fund­inum 21. ágúst 2007, að hann hafi ekki getað verið við­hlít­andi grund­völlur undir arðsút­hlutun úr félag­inu. Að fram­an­greindu virtu verður heldur ekki talið að aðal­á­frýj­andi hafi leitt í ljós að svo miklum arði hafi verið úthlutað úr félag­inu að and­stætt hafi verið góðum rekstr­ar­venjum með til­liti til fjár­hags­stöðu sam­stæð­unn­ar“. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur komst að sömu nið­ur­stöðu í fyrra­sum­ar.

Auglýsing

Fons varð gjald­þrota snemma árs 2009. Kröfur í búið námu um 40 millj­örðum króna, þótt þær hafi ekki allar verið sam­þykkt­ar. Skiptum á búinu er ekki lokið og því ekki ljóst hvað fæst upp í lýstar kröfur í búið.

Máttu greiða arð­innÍ dómi Hæsta­réttar seg­ir, um ákvörð­un­ina um veit­ingu arð­greiðsl­una, að „Sam­kvæmt fund­ar­gerð frá aðal­fund­inum 21. ágúst 2007 sátu fund­inn stjórn félags­ins auk end­ur­skoð­anda þess og mun gagn­á­frýj­and­inn Pálmi hafa farið með atkvæði fyrir alla hluti í félag­inu. Á fund­inum var fært til bókar að ákveðið hefði verið að greiða arð að fjár­hæð 4.400.000.000 krón­ur. Ákvörð­unin var háð því skil­yrði að Lands­banki Íslands hf. sam­þykkti ráð­stöf­un­ina, en hann mun hafa verið helsti lán­ar­drott­inn félags­ins og við­skipta­banki þess. Í kjöl­farið féllst bank­inn á arð­greiðsl­una og fjár­magn­aði hana með láni til­ ­Fons hf. Var arð­greiðslan innt af hendi með fimm milli­færslum 14. sept­em­ber 2007 frá bank­anum inn á reikn­ing í Kaupt­hing ­Bank Lux­em­bo­ur­g S.A.“

Hæsti­réttur kemst að þeirri nið­ur­stöðu að þótt ekki hafi komið fram með berum orðum í fund­ar­gerð fund­ar­ins þar sem arð­greiðslan var sam­þykkt „að til­laga þess efnis hafi verið gerð af stjórn félags­ins eða með sam­þykki hennar verður að leggja það til grund­vall­ar, enda sátu aðeins stjórn­ar­menn fund­inn að frá­töldum end­ur­skoð­anda félags­ins. Fór ákvörð­unin því ekki í bága við 1. mgr. 101. gr. laga nr. 2/1995. Þá gat engu breytt um lög­mæti ákvörð­unar um arðsút­hlutun þótt til­laga þar að lút­andi kæmi ekki fram í skýrslu stjórnar með árs­reikn­ingi 2006, sem lagður var fyrir fund­inn, eða að hún hafi ekki legið frammi á skrif­stofu félags­ins viku fyrir hann. Helg­ast það af því að þær form­reglur eru settar til að vernda hags­muni minni­hluta hlut­hafa en fyrir liggur að allt hlutafé í félag­inu var í eigu gagn­á­frýj­and­ans Matt­hews Hold­ing S.A. Var því engum til að dreifa sem þessir ann­markar gátu bitnað á.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None