Pálmi Haraldsson þarf ekki að endurgreiða 4,2 milljarða króna

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Pálmi Har­alds­son, Jóhannes Krist­ins­son og félag þeirra Matt­hews Hold­ing S.A., sem er skráð í Lúx­em­borg, voru í gær sýkn­aðir í Hæsta­rétti að kröfu þrota­bús Fons um end­ur­greiðslu á 4.180 millj­ónum króna með drátt­ar­vöxtum frá 14. sept­em­ber 2007. Þrota­búið taldi ann­marka hafa verið á fram­kvæmd arð­greiðslu upp á þessa upp­hæð út úr Fons á árinu 2007, sem byggði á upp­lýs­ingum úr árs­reikn­ingi um 28,9 millj­arða króna hagn­aði félags­ins árið áður, þar sem fjár­hags­staða Fons hefði ekki boðið upp á slíka arð­greiðslu.  Arð­ur­inn var greiddur með því að Fons dró á lána­línu sína hjá Lands­bank­an­um. Því var tekið lán fyrir henni og við það juk­ust skuldir Fons um þessa upp­hæð.

Pálmi Haraldsson Pálmi Har­alds­son

Hæsti­réttur hafn­aði því og sagði að ekki verði talið „að slíkir ann­markar hafi verið á árs­reikn­ingnum 2006, sem sam­þykktur var á aðal­fund­inum 21. ágúst 2007, að hann hafi ekki getað verið við­hlít­andi grund­völlur undir arðsút­hlutun úr félag­inu. Að fram­an­greindu virtu verður heldur ekki talið að aðal­á­frýj­andi hafi leitt í ljós að svo miklum arði hafi verið úthlutað úr félag­inu að and­stætt hafi verið góðum rekstr­ar­venjum með til­liti til fjár­hags­stöðu sam­stæð­unn­ar“. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur komst að sömu nið­ur­stöðu í fyrra­sum­ar.

Auglýsing

Fons varð gjald­þrota snemma árs 2009. Kröfur í búið námu um 40 millj­örðum króna, þótt þær hafi ekki allar verið sam­þykkt­ar. Skiptum á búinu er ekki lokið og því ekki ljóst hvað fæst upp í lýstar kröfur í búið.

Máttu greiða arð­innÍ dómi Hæsta­réttar seg­ir, um ákvörð­un­ina um veit­ingu arð­greiðsl­una, að „Sam­kvæmt fund­ar­gerð frá aðal­fund­inum 21. ágúst 2007 sátu fund­inn stjórn félags­ins auk end­ur­skoð­anda þess og mun gagn­á­frýj­and­inn Pálmi hafa farið með atkvæði fyrir alla hluti í félag­inu. Á fund­inum var fært til bókar að ákveðið hefði verið að greiða arð að fjár­hæð 4.400.000.000 krón­ur. Ákvörð­unin var háð því skil­yrði að Lands­banki Íslands hf. sam­þykkti ráð­stöf­un­ina, en hann mun hafa verið helsti lán­ar­drott­inn félags­ins og við­skipta­banki þess. Í kjöl­farið féllst bank­inn á arð­greiðsl­una og fjár­magn­aði hana með láni til­ ­Fons hf. Var arð­greiðslan innt af hendi með fimm milli­færslum 14. sept­em­ber 2007 frá bank­anum inn á reikn­ing í Kaupt­hing ­Bank Lux­em­bo­ur­g S.A.“

Hæsti­réttur kemst að þeirri nið­ur­stöðu að þótt ekki hafi komið fram með berum orðum í fund­ar­gerð fund­ar­ins þar sem arð­greiðslan var sam­þykkt „að til­laga þess efnis hafi verið gerð af stjórn félags­ins eða með sam­þykki hennar verður að leggja það til grund­vall­ar, enda sátu aðeins stjórn­ar­menn fund­inn að frá­töldum end­ur­skoð­anda félags­ins. Fór ákvörð­unin því ekki í bága við 1. mgr. 101. gr. laga nr. 2/1995. Þá gat engu breytt um lög­mæti ákvörð­unar um arðsút­hlutun þótt til­laga þar að lút­andi kæmi ekki fram í skýrslu stjórnar með árs­reikn­ingi 2006, sem lagður var fyrir fund­inn, eða að hún hafi ekki legið frammi á skrif­stofu félags­ins viku fyrir hann. Helg­ast það af því að þær form­reglur eru settar til að vernda hags­muni minni­hluta hlut­hafa en fyrir liggur að allt hlutafé í félag­inu var í eigu gagn­á­frýj­and­ans Matt­hews Hold­ing S.A. Var því engum til að dreifa sem þessir ann­markar gátu bitnað á.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None