Persónuupplýsingar um helstu leiðtoga heimsins birtar fyrir mistök

h_51665251-1.jpg
Auglýsing

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um helstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins voru fyrir mis­tök birt af útlend­inga­yf­ir­völdum í Ástr­alíu í tengslum við G20 fund sem var hald­inn í Bris­bane í Ástr­alíu í nóv­em­ber í fyrra. Áströlsk yfir­völd greindu þjóð­ar­leið­tog­unum ekki frá þessu. Guar­dian segir frá mál­inu í morg­un.

Vega­bréfs­núm­er, vega­bréfs­á­rit­anir og ýmsar aðrar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um alla leið­tog­ana voru sendar fyrir mis­tök til skipu­leggj­enda Asíu­bik­ars­ins í knatt­spyrnu. Það var starfs­maður í útlend­inga­eft­ir­liti sem það gerði.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti, Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti, Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari og David Camer­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, voru á meðal þeirra sem lentu í þessu ásamt Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, og Joko Widodo, for­seta Indónesíu, svo dæmi séu tek­in.

Auglýsing

Guar­dian hefur undir höndum tölvu­póst sem sendur var til að láta vita af upp­lýs­inga­lek­an­um. Þar kemur fram að um mann­leg mis­tök hafi verið að ræða, ekki hafi verið gætt að því að Microsoft Out­look póst­forritið fylli sjálf­krafa út póst­föng þegar byrjað er að skrifa hvert tölvu­póstur eigi að fara. Þess vegna hafi tölvu­póst­ur­inn farið annað en hann átti að fara. Þá kemur fram að við­tak­endur pósts­ins hjá Asíu­bik­arnum hafi eytt honum og ekki áfram­sent neitt, og ekki sé talið að upp­lýs­ing­arnar hafi kom­ist í hendur ann­arra.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ástr­al­íu, ekki síst vegna þess að það voru útlend­inga­yf­ir­völd í Ástr­alíu sem báru ábyrgð á stærsta upp­lýs­inga­leka frá stjórn­valdi í sögu lands­ins. Það var í febr­úar í fyrra, þegar per­sónu­upp­lýs­ingar um tæp­lega tíu þús­und manns voru settar á vef­síðu útlend­inga­eft­ir­lits­ins. Fólkið var allt í haldi yfir­valda, margir voru hæl­is­leit­end­ur.

Stjórn­ar­and­staðan í Ástr­alíu hefur krafið Tony Abbot for­sæt­is­ráð­herra svara um það hvers vegna þjóð­ar­leið­tog­arnir voru ekki látnir vita af mál­inu. Þá þykir málið vand­ræða­legt fyrir stjórn­völd þar sem í síð­ustu viku voru umdeild lög um gagna­geymslu sam­þykkt, en lögin skylda síma­fyr­ir­tæki til að geyma ákveðnar síma- og net­upp­lýs­ingar í tvö ár. „Það var aðeins í síð­ustu viku sem rík­is­stjórnin kall­aði eftir því að almenn­ingur í Ástr­alíu treysti þeim fyrir net­gögn­um, og nú komumst við að því að hún greindi frá upp­lýs­ingum um leið­toga heims­ins,“ sagði þing­mað­ur­inn Sarah Han­son-Young.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None