Persónuupplýsingar um helstu leiðtoga heimsins birtar fyrir mistök

h_51665251-1.jpg
Auglýsing

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um helstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins voru fyrir mis­tök birt af útlend­inga­yf­ir­völdum í Ástr­alíu í tengslum við G20 fund sem var hald­inn í Bris­bane í Ástr­alíu í nóv­em­ber í fyrra. Áströlsk yfir­völd greindu þjóð­ar­leið­tog­unum ekki frá þessu. Guar­dian segir frá mál­inu í morg­un.

Vega­bréfs­núm­er, vega­bréfs­á­rit­anir og ýmsar aðrar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um alla leið­tog­ana voru sendar fyrir mis­tök til skipu­leggj­enda Asíu­bik­ars­ins í knatt­spyrnu. Það var starfs­maður í útlend­inga­eft­ir­liti sem það gerði.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti, Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti, Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari og David Camer­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, voru á meðal þeirra sem lentu í þessu ásamt Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, og Joko Widodo, for­seta Indónesíu, svo dæmi séu tek­in.

Auglýsing

Guar­dian hefur undir höndum tölvu­póst sem sendur var til að láta vita af upp­lýs­inga­lek­an­um. Þar kemur fram að um mann­leg mis­tök hafi verið að ræða, ekki hafi verið gætt að því að Microsoft Out­look póst­forritið fylli sjálf­krafa út póst­föng þegar byrjað er að skrifa hvert tölvu­póstur eigi að fara. Þess vegna hafi tölvu­póst­ur­inn farið annað en hann átti að fara. Þá kemur fram að við­tak­endur pósts­ins hjá Asíu­bik­arnum hafi eytt honum og ekki áfram­sent neitt, og ekki sé talið að upp­lýs­ing­arnar hafi kom­ist í hendur ann­arra.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ástr­al­íu, ekki síst vegna þess að það voru útlend­inga­yf­ir­völd í Ástr­alíu sem báru ábyrgð á stærsta upp­lýs­inga­leka frá stjórn­valdi í sögu lands­ins. Það var í febr­úar í fyrra, þegar per­sónu­upp­lýs­ingar um tæp­lega tíu þús­und manns voru settar á vef­síðu útlend­inga­eft­ir­lits­ins. Fólkið var allt í haldi yfir­valda, margir voru hæl­is­leit­end­ur.

Stjórn­ar­and­staðan í Ástr­alíu hefur krafið Tony Abbot for­sæt­is­ráð­herra svara um það hvers vegna þjóð­ar­leið­tog­arnir voru ekki látnir vita af mál­inu. Þá þykir málið vand­ræða­legt fyrir stjórn­völd þar sem í síð­ustu viku voru umdeild lög um gagna­geymslu sam­þykkt, en lögin skylda síma­fyr­ir­tæki til að geyma ákveðnar síma- og net­upp­lýs­ingar í tvö ár. „Það var aðeins í síð­ustu viku sem rík­is­stjórnin kall­aði eftir því að almenn­ingur í Ástr­alíu treysti þeim fyrir net­gögn­um, og nú komumst við að því að hún greindi frá upp­lýs­ingum um leið­toga heims­ins,“ sagði þing­mað­ur­inn Sarah Han­son-Young.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None