Persónuupplýsingar um helstu leiðtoga heimsins birtar fyrir mistök

h_51665251-1.jpg
Auglýsing

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar um helstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins voru fyrir mis­tök birt af útlend­inga­yf­ir­völdum í Ástr­alíu í tengslum við G20 fund sem var hald­inn í Bris­bane í Ástr­alíu í nóv­em­ber í fyrra. Áströlsk yfir­völd greindu þjóð­ar­leið­tog­unum ekki frá þessu. Guar­dian segir frá mál­inu í morg­un.

Vega­bréfs­núm­er, vega­bréfs­á­rit­anir og ýmsar aðrar per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar um alla leið­tog­ana voru sendar fyrir mis­tök til skipu­leggj­enda Asíu­bik­ars­ins í knatt­spyrnu. Það var starfs­maður í útlend­inga­eft­ir­liti sem það gerði.

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti, Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti, Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari og David Camer­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, voru á meðal þeirra sem lentu í þessu ásamt Xi Jin­p­ing, for­seta Kína, Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra Ind­lands, Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, og Joko Widodo, for­seta Indónesíu, svo dæmi séu tek­in.

Auglýsing

Guar­dian hefur undir höndum tölvu­póst sem sendur var til að láta vita af upp­lýs­inga­lek­an­um. Þar kemur fram að um mann­leg mis­tök hafi verið að ræða, ekki hafi verið gætt að því að Microsoft Out­look póst­forritið fylli sjálf­krafa út póst­föng þegar byrjað er að skrifa hvert tölvu­póstur eigi að fara. Þess vegna hafi tölvu­póst­ur­inn farið annað en hann átti að fara. Þá kemur fram að við­tak­endur pósts­ins hjá Asíu­bik­arnum hafi eytt honum og ekki áfram­sent neitt, og ekki sé talið að upp­lýs­ing­arnar hafi kom­ist í hendur ann­arra.

Málið hefur vakið mikla athygli í Ástr­al­íu, ekki síst vegna þess að það voru útlend­inga­yf­ir­völd í Ástr­alíu sem báru ábyrgð á stærsta upp­lýs­inga­leka frá stjórn­valdi í sögu lands­ins. Það var í febr­úar í fyrra, þegar per­sónu­upp­lýs­ingar um tæp­lega tíu þús­und manns voru settar á vef­síðu útlend­inga­eft­ir­lits­ins. Fólkið var allt í haldi yfir­valda, margir voru hæl­is­leit­end­ur.

Stjórn­ar­and­staðan í Ástr­alíu hefur krafið Tony Abbot for­sæt­is­ráð­herra svara um það hvers vegna þjóð­ar­leið­tog­arnir voru ekki látnir vita af mál­inu. Þá þykir málið vand­ræða­legt fyrir stjórn­völd þar sem í síð­ustu viku voru umdeild lög um gagna­geymslu sam­þykkt, en lögin skylda síma­fyr­ir­tæki til að geyma ákveðnar síma- og net­upp­lýs­ingar í tvö ár. „Það var aðeins í síð­ustu viku sem rík­is­stjórnin kall­aði eftir því að almenn­ingur í Ástr­alíu treysti þeim fyrir net­gögn­um, og nú komumst við að því að hún greindi frá upp­lýs­ingum um leið­toga heims­ins,“ sagði þing­mað­ur­inn Sarah Han­son-Young.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None