Píratar græða mest stjórnarandstöðuflokka á óánægjunni

Auglýsing

„Fljótt á litið lítur þetta út eins og óánægjufylgi. Þetta er samskonar fyrirbrigði og við höfum séð oft áður, að einhver stjórnarandstöðuflokkurinn rýkur upp og það hefur ekkert endilega með hugmyndafræði flokksins að gera. Ég hef grun um að ansi fáir af þessum 30 prósentum hafi skýra mynd af stefnumálum Pírata, þetta er meira þannig að fólk sé að leita sér að valkostum við ríkjandi ástand,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands í samtali við Kjarnann, aðspurður um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Í Þjóðarpúlsinum mælast Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins, en liðlega 30 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni segjast myndu kjósa flokkinn ef Alþingiskosningar færu fram í dag. Það er sexfallt meira fylgi en Píratar fengu í síðustu kosningum. Flokkurinn eykur fylgi sitt um rösklega átta prósentustig á milli kannanna og hefur tvöfaldað fylgi sitt síðan í febrúar. Fylgi flokksins tók mikið stökk í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að tilkynna Evrópusambandinu um að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu.

Nær allir flokkar tapa fylgi - Björt framtíð í frjálsu falli


Fylgi vinstri grænna mælist 10,6 prósent og hækkar um hálft prósentustig á milli kannanna, en aðrir flokkar á þingi missa fylgi á sama tíma. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með minnsta fylgi á kjörtímabilinu eða 22,9 prósent, og tapar 2,1 prósentustigi, Framsóknarflokkurinn mælist með 10,1 prósent og tapar 0,7 prósentum, Samfylkingin tapar 1,7 prósentum á milli kannanna og mælist með 14,1 prósent. Þá heldur fylgi Bjartar framtíðar áfram að minnka, en flokkurinn mælist nú með 7,8 prósent og tapar 3,1 prósentustigi á milli kannanna. Björt framtíð hefur tapað um tveimur fimmtu af sínu fylgi á tveimur mánuðum og mælist nú með minnsta fylgi sem mælst hefur við flokkinn á kjörtímabilinu.

„Þetta er náttúrulega alvarlegt fyrir ríkisstjórnina, hún kemur gríðarlega veikt út úr þessu og mikil óánægja er með hana. En þetta er ekki síður alvarlegt fyrir hina stjórnarandstöðuflokkana, af því að undir venjulegum kringumstæðum myndi einhver slíkur flokkur rjúka upp. Þetta er eitthvað sem er að gerjast í okkar samfélagi og reyndar í mörgum öðrum, að gömlu flokkarnir eiga erfiðara og erfiðara að laða að sér fólk. Við erum með flokkakerfi sem mótaðist í allt annars konar þjóðfélagi en við búum í núna, og það er ekkert óeðlilegt að fólk sé eitthvað dufla við eitthvað annað núna,“ segir Gunnar Helgi í samtali við Kjarnann.

Auglýsing

Gunnar Helgi vill fara varlega í það að túlka mikla fylgisaukningu við Pírata sem einhvers konar stuðningsyfirlýsingu við stefnumál flokksins. Hins vegar hafi framganga flokksins að undanförnu vafalítið skilað sér í auknu fylgi, en það sama sé ekki upp á teningnum hvað varðar Bjarta framtíð. „Þeir ná betur að tjá óánægju og kannski reiði og eitthvað þvíumlíkt heldur en Björt framtíð sem hefur kannski lagt áherslu á að vera mildari og hafa annan tón í pólitík á meðan Píratarnir eru hvassari, en án þess að hafa misst sig í einhverja vitleysu.“

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None