Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á

Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.

Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Auglýsing

Notkun áþreif­an­legra greiðslu­korta á Íslandi hefur dreg­ist nokkuð saman á síð­ustu árum, en að sama skapi hefur notkun greiðslu­korta í snjall­tækjum auk­ist. Árið 2018 not­uðu 89 pró­sent þeirra sem á annað borð sögð­ust nota greiðslu­lausnir viku­lega eða oftar plast­greiðslu­kort til að greiða fyrir vörur eða þjón­ustu, en núna árið 2022 er þetta hlut­fall komið undir 60 pró­sent, sam­kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Seðla­bank­ann.

Að sama skapi eru nú 38,5 pró­sent byrjuð að nota greiðslu­kort í snjall­tækjum til þess að greiða fyrir vörur og þjón­ustu á sölu­stöð­um. Árið 2020 var hlut­fallið 31,8 pró­sent, en snerti­lausar greiðslu­korta­lausnir á borð við Apple Pay, Google Wal­let og sam­svar­andi snjall­lausnir íslensku við­skipta­bank­anna hafa orðið æ aðgengi­legri á und­an­förnum árum.

Notkun reiðu­fjár dregst áfram saman og sögð­ust ein­ungis 1,8 pró­sent svar­enda sem not­uðu greiðslu­lausnir oftar en einu sinni í viku að jafn­aði nota reiðufé til þess að greiða. Þetta kemur fram í umfjöllun um notkun reiðu­fjár á Íslandi í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki, sem Seðla­bank­inn gaf út á mið­viku­dag.

Þrátt fyrir að fáir seg­ist helst nýta reiðufé á sölu­stöðum er velta reiðu­fjár í greiðslu­miðlun á sölu­stöðum áætluð í kringum 30 millj­arða á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem myndi sam­svara rúm­lega 6 pró­sentum af heild­ar­veltu sölu­staða. Þetta hlut­fall hefur dreg­ist saman frá árinu 2020, en þá var reiðufé áætlað um 8 pró­sent af heild­ar­veltu á sölu­stöð­um.

82 millj­arðar af seðlum og mynt í umferð

Í umfjöllun Seðla­bank­ans kemur fram að reiðufé í umferð hér landi sé um 2,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu, sem sé frekar lágt hlut­fall í alþjóð­legum sam­an­burði. Undir lok síð­asta árs voru 82 millj­arðar króna í seðlum og myntum í umferð í sam­fé­lag­inu og hafði upp­hæðin hækkað um hálfan millj­arð frá fyrra ári. Þar af voru um 50 millj­arðar króna í 10.000 króna seðl­um.

Reiðufé helsta svar Íslands við rofi í greiðslu­kerfum

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að þrátt fyrir að notkun reiðu­fjár sé almennt lítil gegni það áfram mik­il­vægu hlut­verki í raf­rænum heimi til að stuðla að virkri og öruggri greiðslu­miðl­un. Bent er á að Seðla­bankar standi nú frammi fyrir áskor­unum í smá­greiðslu­miðl­un, meðal ann­ars vegna auk­innar ógnar af netárásum sem bein­ast að greiðslu­lausnum og greiðslu­kerf­um.

Auglýsing

„Al­var­leg netárás á greiðslu­miðlun getur leitt til þjón­ust­urofs í lengri tíma og raskað miðlun fjár­magns í hag­kerf­inu. Ann­ars konar rof í inn­lendri raf­rænni greiðslu­miðlun getur líka valdið skaða, m.a. ef net­sam­band rofnar við umheim­inn eða alþjóð­legt korta­fyr­ir­tæki ákveður að loka á notkun inn­lendra debet- og kredit­korta. Í dag fara um 99% allra greiðslu­korta­færslna í gegnum korta­inn­viði VISA og Mastercard. Ef kæmi til rösk­unar á raf­rænni greiðslu­miðlun í lengri tíma þarf að gera ráð fyrir því að heim­ilin geti tryggt sér með öðrum leiðum nauð­synja­vörur eins og mat­vör­ur, elds­neyti og lyf,“ segir í umfjöllun Seðla­bank­ans.

Sem stendur væri notkun reiðu­fjár í reynd ein helsta lausnin við rofi í inn­lendri raf­rænni greiðslu­miðlun og Seðla­bank­inn seg­ist eiga „nægar birgðir af seðlum og mynt til að bregð­ast við langvar­andi óvissu­á­stand­i“.

Minnst er á að inn­lendu við­skipta­bank­arnir séu um þessar mundir sömu­leiðis að koma á mark­aði með nýja hrað­banka­lausn þar sem ekki þarf að nota greiðslu­kort til þess að taka út reiðu­fé. „Það getur að ein­hverju leyti leyst vand­ann ef lokað yrði á inn­lend debet- og kredit­kort,“ segir í umfjöllun Seðla­bank­ans.

Þar er líka vikið að því að Seðla­bank­inn sé um þessar mundir að meta leiðir sem komi til greina við inn­leið­ingu á inn­lendri óháðri smá­greiðslu­lausn, en slík lausn myndi virka ef eitt­hvað yrði til þess, t.d. net­sam­bands­leysi við umheim­inn, að ekki væri hægt að nýta alþjóð­lega korta­inn­viði. Í yfir­lýs­ingu fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar frá því á mið­viku­dag­inn sagði að mik­il­vægt væri skref hefðu verið tekin í þessar átt, í ljósi stöð­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent