Pútín kom Ólafi Ragnari ekki fyrir sjónir sem kolruglaður öfgamaður eða fantur

Fyrrverandi forseti Íslands telur að leita þurfi nýrra leiða til að halda Pútín í skefjum. Þær aðferðir sem hafa verið reyndar hingað til dugi ekki til.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Auglýsing

„Við erum að búa okkur til ein­hverja mynd af Rúss­landi sem er ein­fald­lega ekki rétt. Og það er hættu­spil að halda áfram að byggja utan­rík­is­stefnu Evr­ópu og Banda­ríkj­anna á ein­hverri mynd af Rúss­land­i.“

Þetta sagði Ólafur Ragnar Gríms­son fyrr­ver­andi for­seti Íslands í sam­tali við Egil Helga­son í Silfr­inu á RÚV í morg­un.

Hann rifj­aði upp umræð­una sem var í kringum Krím­skaga­deil­una árið 2014 og við­skipta­þving­anir ESB og Banda­ríkj­anna gagn­vart Rúss­landi sem Ísland tók þátt í á sínum tíma. „Við fórn­uðum millj­örðum í útflutn­ings­tekj­ur. Við héldum að það myndi hafa áhrif en það hafði bara ekki nokkur áhrif,“ sagði hann.

Auglýsing

Egill sagði að það hefði lík­lega verið leið Íslend­inga til að standa á móti ofbeldi. Ólafur sagði að það hefði verið meira til að rétt­læta okkur sjálf.

„Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri ver­öld. Við búum í ver­öld þar sem ríki eru með hags­muni og þar sem að vald­hafar geta verið vondir og grimmir og svo fram­veg­is. Og alveg eins og á tímum kalda stríðs­ins þegar ógn­ar­jafn­vægið kom í veg fyrir styrj­aldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessa hörm­unga sem við erum að upp­lifa núna.

Þannig að það sem er alveg ljóst, hvort sem okkur líkar betur eða verr, er að þær aðferðir sem við höfum verið að beita á síð­ustu tutt­ugu árum hafa ekki haldið Pútín í skefj­um. Og það sem ég er í raun­inni að segja núna er: „Eigum við ekki að opna umræð­una og finna ein­hverjar nýjar aðferðir til þess að geta haldið honum í skefj­u­m?“,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Er Pútín bil­að­ur?

Egill spurði hvort hann héldi að Pútín væri hrein­lega bil­að­ur. „Nei, það held ég alls ekki,“ sagði hann og spurði hvort til væri sá þjóð­ar­leið­togi sem fynd­ist það í raun­inni.

„Hann er hins vegar að reka mis­kunn­ar­laus og af ótrú­legri hörku það sem hann telur vera geopóli­tíska hags­muni Rúss­lands – þessa stóra mikla lands með þetta gríð­ar­lega vopna­búr. Og það er miklu lík­legra að við náum árangri að horfa á hann þannig heldur en að segja bara: „Já, hann er klikk­að­ur. Hann er bara klikk­að­ur­.““

Ólafur Ragnar greindi frá því í við­tal­inu að hann hefði fyrst hitt Pútín fyrir tutt­ugu árum síðan í opin­berri heim­sókn til Rúss­lands.

Egill sagð­ist muna eftir því að Ólafur Ragnar hefði talað vel um Pútín á þessum tíma.

„Já, hann hefur á öllum þessum fundum sem ég hef átt við hann verið til­tölu­lega hóg­vær, til­tölu­lega skyn­sam­ur, hlustað á öll rök, aldrei reynt að ýta mér eða Íslandi í ein­hverja óþægi­lega stöðu og ég hef nú rætt við marga for­ystu­menn í ver­öld­inni. Og meira segja á fyrstu árunum þá fannst mér margt af því sem hann sagði mjög merki­legt. Hann sagði til dæmis við mig á þessum fyrstu fundum að hann hefði varað Banda­ríkin gagn­vart ísla­mist­un­um, að þeir myndu ráð­ast á Banda­ríkin fyrr eða síðar eins og þeir hefðu ráð­ist inn í Rúss­land. En það hefði eng­inn vilja hlusta á hann.

Og á öllum þessum árum sem ég átti sam­skipti við hann – og ég var líka með honum í opin­berum sam­kvæmum og öðru slíku – þá kom hann mér ekki fyrir sjónir sem kol­rugl­aður öfga­maður eða fant­ur. En hann er nátt­úru­lega í landi sem hefur engar lýð­ræð­is­hefð­ir.“

Ólafur Ragnar sagð­ist þó hafa tekið eftir því fyrir fimm eða sex árum síðan hug­ar­far Rúss­anna væri að taka breyt­ing­um. Þeir væru komnir með „bunker menta­lity“ eins og þeir væru að lok­ast inn í byrði vegna þess að ver­öldin væri á móti þeim. Evr­ópa væri á móti þeim og Banda­ríkin væri á móti þeim – og það skipti þá engu máli því þeir ætl­uðu ein­ungis að hugsa um sjálfa sig.

Hægt er að hlusta á við­talið hér á 45 mín­útu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent