Þúsundir manna hafa komið saman í Moskvu í dag til að minnast stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov en hann var skotinn til bana á föstudaginn. Samherjar Nemtsov segja að hann hafi fengið morðhótanir undir nafnleysi dagana áður en hann var skotinn, og hann hafi sagt sínum nánustu að Vladímir Pútín, forseti Rússlands, vildi sig feigan.
Nemtsov hefur haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld í Rússlandi, ekki síst vegna átakanna í Úkraínu. Stjórnarandstæðingar í Rússlandi hafa skipulagt skrúðgöngu í dag, og er búist við miklum fjölda fólks, þar sem minningu Nemtsov verður haldi á lofti, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Pútín sjálfur hefur brugðist við morðinu með opinberum yfirlýsingum um að hann sjálfur ætli sér að stýra morðrannsókninni. Þessu hafa stjórnarandstæðingar mótmælt kröftuglega og sagt aðkomu hans að rannsókninni fráleita og draga úr trúverðugleika hennar.
https://www.youtube.com/watch?v=_PAoa7c9m_4