QuizUp setur á markað nýja vöru fyrir fyrirtæki

--orsteinn-El--sabet-og-Hafsteinn.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Plain Vanilla, ­sem rekur spurn­inga­leik­inn QuizUp, hefur samið við Íslands­banka um að bank­inn taki nýja vöru QuizUp í gagn­ið, „QuizUp at work“ að nafni. Varan er sér­stak­lega ætluð fyr­ir­tækjum og er Íslands­banki fyrsta fyr­ir­tækið til þess að nota inn­leiða hana. Þessu nýja tóli er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda, segir í til­kynn­ingu frá QuizUp.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um QuizUp at Work á síð­ustu dög­um, meðal ann­ars TechChrunch og The Next Web. Í til­kynn­ing­unni segir að í kjöl­far umfjöll­unar erlendis hafi nokkur hund­ruð beiðnir frá fyr­ir­tækjum borist um að fá kynn­ingu á mögu­leikum QuizUp at Work.

„QuizUp at Work verður alger­lega til hliðar við QuizUp sam­fé­lagið sjálft og munu starfs­menn við­kom­andi fyr­ir­tækja fá aðgang að lok­uðu sam­fé­lagi þar sem þeir geta kynnst hver öðrum, spreytt sig á sér­sniðnum spurn­ingum er varða starf sitt eða vinnu­stað­inn og komið ábend­ingum á fram­færi. Sam­fé­lags­hluti býður upp á margar leiðir til að efla menn­ingu og starfsanda fyr­ir­tækja. Þar er hægt að setja í gang litla leiki í kringum við­burði innan fyr­ir­tækj­anna og byggja upp stemmn­ingu hjá starfs­fólki fyrir þeim. Þá er hægt að nota appið til að kynna og upp­lýsa starfs­menn um mark­aðs­her­ferðir sem eru að fara í gang eða  kynna þeim nýjar vörur og þjón­ustu fyr­ir­tækj­anna. Einnig getur þetta verið góð leið til að kynna nýja starfs­menn, þjálfa þá og hjálpa þeim að kynn­ast vinnu­fé­lögum sín­um,“ segir um nýja vöru QuizUp.

Auglýsing

Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri QuizUp, seg­ir að það hafi ekki beint verið fyr­ir­séð að þróuð yrði sér­stök vara fyrir fyr­ir­tæki. „Það er samt stundum þannig að óvæntir mark­aðir opn­ast þar sem að eig­in­leikar nýrrar tækni nýt­ast mjög vel. Símenntun og þjálfun er orð­inn mjög stór þáttur í starf­semi fyr­ir­tækja, en um leið þá eru aðferð­irnar sem er beitt frekar gam­al­dags. Þess er kraf­ist að fólk sitji og hlusti á fyr­ir­lestra heilu og hálfu dag­ana eða setj­ist niður og lesi langar hand­bæk­ur. Fólk hefur minni þol­in­mæði gagn­vart slíku í dag og þarna eru kostir QuizUp at Work aug­ljós­ir. Í raun gætum við þróað QuizUp í fleiri slíkar áttir t.d. sem kennslu­stól fyrir skóla en við ætlum samt að byrja á stórum fyr­ir­tækj­um. Við sjáum að þörfin er mjög mikil fyrir tól sem hjálpa til við þjálfun starfs­fólks.“

Haf­steinn Braga­son, mannauðs­stjóri Íslands­banka, segir að hag­ræði felist í vöru QuizUp. „Við leggjum mikla áherslu á að vera stöðugt að efla starfs­fólk Íslands­banka með því að bjóða upp á ýmis konar fræðslu og þjálf­un. Tækn­inni fleygir fram og í nútímaum­hverfi þarf fólk ein­fald­lega sífellt að vera að mennta sig. Við sjáum hins vegar á rann­sóknum að mik­il­vægt er að nýta fjöl­breytt­ari kennslu­að­ferðir nú en áður og við teljum QuizUp at Work henta vel í okkar fræðslu­starf. Alls konar hag­ræði fylgir QuizUp at work. Það þarf t.d. engin nám­skeiðs­gögn og fólk spilar QuizUp á sínum síma, í sínu umhverfi og á þeim tíma sem hent­ar. Þar fyrir utan er þetta mjög fersk nálgun í fræðslu með mikið skemmt­ana­gild­i.  Starfs­fólk bank­ans mun án efa taka þess­ari nýj­ung fagn­andi sem mun nýt­ast okkur vel.“

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar stóð að fyr­ir­tækið Plain Vanilla héti í dag QuizUp, eins og leik­ur­inn. Það er ekki rétt, félagið heitir Plain Vanilla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None