QuizUp setur á markað nýja vöru fyrir fyrirtæki

--orsteinn-El--sabet-og-Hafsteinn.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Plain Vanilla, ­sem rekur spurn­inga­leik­inn QuizUp, hefur samið við Íslands­banka um að bank­inn taki nýja vöru QuizUp í gagn­ið, „QuizUp at work“ að nafni. Varan er sér­stak­lega ætluð fyr­ir­tækjum og er Íslands­banki fyrsta fyr­ir­tækið til þess að nota inn­leiða hana. Þessu nýja tóli er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda, segir í til­kynn­ingu frá QuizUp.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um QuizUp at Work á síð­ustu dög­um, meðal ann­ars TechChrunch og The Next Web. Í til­kynn­ing­unni segir að í kjöl­far umfjöll­unar erlendis hafi nokkur hund­ruð beiðnir frá fyr­ir­tækjum borist um að fá kynn­ingu á mögu­leikum QuizUp at Work.

„QuizUp at Work verður alger­lega til hliðar við QuizUp sam­fé­lagið sjálft og munu starfs­menn við­kom­andi fyr­ir­tækja fá aðgang að lok­uðu sam­fé­lagi þar sem þeir geta kynnst hver öðrum, spreytt sig á sér­sniðnum spurn­ingum er varða starf sitt eða vinnu­stað­inn og komið ábend­ingum á fram­færi. Sam­fé­lags­hluti býður upp á margar leiðir til að efla menn­ingu og starfsanda fyr­ir­tækja. Þar er hægt að setja í gang litla leiki í kringum við­burði innan fyr­ir­tækj­anna og byggja upp stemmn­ingu hjá starfs­fólki fyrir þeim. Þá er hægt að nota appið til að kynna og upp­lýsa starfs­menn um mark­aðs­her­ferðir sem eru að fara í gang eða  kynna þeim nýjar vörur og þjón­ustu fyr­ir­tækj­anna. Einnig getur þetta verið góð leið til að kynna nýja starfs­menn, þjálfa þá og hjálpa þeim að kynn­ast vinnu­fé­lögum sín­um,“ segir um nýja vöru QuizUp.

Auglýsing

Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri QuizUp, seg­ir að það hafi ekki beint verið fyr­ir­séð að þróuð yrði sér­stök vara fyrir fyr­ir­tæki. „Það er samt stundum þannig að óvæntir mark­aðir opn­ast þar sem að eig­in­leikar nýrrar tækni nýt­ast mjög vel. Símenntun og þjálfun er orð­inn mjög stór þáttur í starf­semi fyr­ir­tækja, en um leið þá eru aðferð­irnar sem er beitt frekar gam­al­dags. Þess er kraf­ist að fólk sitji og hlusti á fyr­ir­lestra heilu og hálfu dag­ana eða setj­ist niður og lesi langar hand­bæk­ur. Fólk hefur minni þol­in­mæði gagn­vart slíku í dag og þarna eru kostir QuizUp at Work aug­ljós­ir. Í raun gætum við þróað QuizUp í fleiri slíkar áttir t.d. sem kennslu­stól fyrir skóla en við ætlum samt að byrja á stórum fyr­ir­tækj­um. Við sjáum að þörfin er mjög mikil fyrir tól sem hjálpa til við þjálfun starfs­fólks.“

Haf­steinn Braga­son, mannauðs­stjóri Íslands­banka, segir að hag­ræði felist í vöru QuizUp. „Við leggjum mikla áherslu á að vera stöðugt að efla starfs­fólk Íslands­banka með því að bjóða upp á ýmis konar fræðslu og þjálf­un. Tækn­inni fleygir fram og í nútímaum­hverfi þarf fólk ein­fald­lega sífellt að vera að mennta sig. Við sjáum hins vegar á rann­sóknum að mik­il­vægt er að nýta fjöl­breytt­ari kennslu­að­ferðir nú en áður og við teljum QuizUp at Work henta vel í okkar fræðslu­starf. Alls konar hag­ræði fylgir QuizUp at work. Það þarf t.d. engin nám­skeiðs­gögn og fólk spilar QuizUp á sínum síma, í sínu umhverfi og á þeim tíma sem hent­ar. Þar fyrir utan er þetta mjög fersk nálgun í fræðslu með mikið skemmt­ana­gild­i.  Starfs­fólk bank­ans mun án efa taka þess­ari nýj­ung fagn­andi sem mun nýt­ast okkur vel.“

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar stóð að fyr­ir­tækið Plain Vanilla héti í dag QuizUp, eins og leik­ur­inn. Það er ekki rétt, félagið heitir Plain Vanilla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None