QuizUp setur á markað nýja vöru fyrir fyrirtæki

--orsteinn-El--sabet-og-Hafsteinn.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Plain Vanilla, ­sem rekur spurn­inga­leik­inn QuizUp, hefur samið við Íslands­banka um að bank­inn taki nýja vöru QuizUp í gagn­ið, „QuizUp at work“ að nafni. Varan er sér­stak­lega ætluð fyr­ir­tækjum og er Íslands­banki fyrsta fyr­ir­tækið til þess að nota inn­leiða hana. Þessu nýja tóli er ætlað að vera tól til að fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda, segir í til­kynn­ingu frá QuizUp.

Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað um QuizUp at Work á síð­ustu dög­um, meðal ann­ars TechChrunch og The Next Web. Í til­kynn­ing­unni segir að í kjöl­far umfjöll­unar erlendis hafi nokkur hund­ruð beiðnir frá fyr­ir­tækjum borist um að fá kynn­ingu á mögu­leikum QuizUp at Work.

„QuizUp at Work verður alger­lega til hliðar við QuizUp sam­fé­lagið sjálft og munu starfs­menn við­kom­andi fyr­ir­tækja fá aðgang að lok­uðu sam­fé­lagi þar sem þeir geta kynnst hver öðrum, spreytt sig á sér­sniðnum spurn­ingum er varða starf sitt eða vinnu­stað­inn og komið ábend­ingum á fram­færi. Sam­fé­lags­hluti býður upp á margar leiðir til að efla menn­ingu og starfsanda fyr­ir­tækja. Þar er hægt að setja í gang litla leiki í kringum við­burði innan fyr­ir­tækj­anna og byggja upp stemmn­ingu hjá starfs­fólki fyrir þeim. Þá er hægt að nota appið til að kynna og upp­lýsa starfs­menn um mark­aðs­her­ferðir sem eru að fara í gang eða  kynna þeim nýjar vörur og þjón­ustu fyr­ir­tækj­anna. Einnig getur þetta verið góð leið til að kynna nýja starfs­menn, þjálfa þá og hjálpa þeim að kynn­ast vinnu­fé­lögum sín­um,“ segir um nýja vöru QuizUp.

Auglýsing

Þor­steinn B. Frið­riks­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri QuizUp, seg­ir að það hafi ekki beint verið fyr­ir­séð að þróuð yrði sér­stök vara fyrir fyr­ir­tæki. „Það er samt stundum þannig að óvæntir mark­aðir opn­ast þar sem að eig­in­leikar nýrrar tækni nýt­ast mjög vel. Símenntun og þjálfun er orð­inn mjög stór þáttur í starf­semi fyr­ir­tækja, en um leið þá eru aðferð­irnar sem er beitt frekar gam­al­dags. Þess er kraf­ist að fólk sitji og hlusti á fyr­ir­lestra heilu og hálfu dag­ana eða setj­ist niður og lesi langar hand­bæk­ur. Fólk hefur minni þol­in­mæði gagn­vart slíku í dag og þarna eru kostir QuizUp at Work aug­ljós­ir. Í raun gætum við þróað QuizUp í fleiri slíkar áttir t.d. sem kennslu­stól fyrir skóla en við ætlum samt að byrja á stórum fyr­ir­tækj­um. Við sjáum að þörfin er mjög mikil fyrir tól sem hjálpa til við þjálfun starfs­fólks.“

Haf­steinn Braga­son, mannauðs­stjóri Íslands­banka, segir að hag­ræði felist í vöru QuizUp. „Við leggjum mikla áherslu á að vera stöðugt að efla starfs­fólk Íslands­banka með því að bjóða upp á ýmis konar fræðslu og þjálf­un. Tækn­inni fleygir fram og í nútímaum­hverfi þarf fólk ein­fald­lega sífellt að vera að mennta sig. Við sjáum hins vegar á rann­sóknum að mik­il­vægt er að nýta fjöl­breytt­ari kennslu­að­ferðir nú en áður og við teljum QuizUp at Work henta vel í okkar fræðslu­starf. Alls konar hag­ræði fylgir QuizUp at work. Það þarf t.d. engin nám­skeiðs­gögn og fólk spilar QuizUp á sínum síma, í sínu umhverfi og á þeim tíma sem hent­ar. Þar fyrir utan er þetta mjög fersk nálgun í fræðslu með mikið skemmt­ana­gild­i.  Starfs­fólk bank­ans mun án efa taka þess­ari nýj­ung fagn­andi sem mun nýt­ast okkur vel.“

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar stóð að fyr­ir­tækið Plain Vanilla héti í dag QuizUp, eins og leik­ur­inn. Það er ekki rétt, félagið heitir Plain Vanilla.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None