Radio Iceland, útvarpsstöð í eigu Adolfs Inga Erlingssonar fréttamanns, mun hætta starfsemi eftir daginn í dag. Frá þessu er greint á Facebook-síðu útvarpsstöðvarinnar.
Í tilkynningunni segir að starfsfólk hafi gefið sig allt í að reyna að halda stöðinni gangandi svo að fólk í útlöndum, ferðamenn á Íslandi og fólk sem hér býr en talar ekki íslensku gæti fylgst með því sem gerist á Íslandi. Það hafi ekki gengið, innkoman hafi ekki dugað fyrir útgjöldum og styrktaraðilum hafi fjölgað of hægt. „Þannig að nema kraftaverk gerist í dag mun Radio Iceland hverfa úr fjölmiðlaheiminum á miðnætti.“
Útvarpsstöðin fór í loftið á hádegi þann 16. febrúar síðastliðinn og hleypti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, stöðinni formlega af stokkunum. Allt dagskrárefni hefur verið á ensku frá upphafi.
Ladies and gentlemen. Today is a black day in Icelandic broadcasting. It breaks our hearts to have to inform you that...Posted by Radio Iceland on Tuesday, June 30, 2015