Grikkir ræða nýtt tilboð á síðustu stundu - Reynt að hópfjármagna neyðarlánið

h_51768255-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórnvöld fara í dag yfir tilboð frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, einum lánveitanda Grikklands, þar sem reynt er til þrautar að koma í veg fyrir yfirvofandi greiðslufall gríska ríkisins. Hluti láns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Grikklands fellur á gjalddaga síðar í dag en með samkomulagi á síðustu stundu yrði Grikkjum kleift að greiða fjárhæðina. Upphæðin sem er á gjalddaga í dag nemur 1,6 milljörðum evra, eða jafnvirði um 235 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum, meðal annars Guardian sem fylgist grannt með stöðu mála, þykir mögulegt að Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ferðist til Brussel í kvöld og fundi um mögulega lausn á síðustu stundu.

Eins og kunnugt er hafnaði Alexis Tsipras fyrra tilboði kröfuhafa Grikklands og sendi ákvörðunina um samþykkt samninga í þjóðaratkvæðisgreiðslu þann 5. júlí næstkomandi. Leiðtogar stærstu evruríkjanna gerði grískum stjórnvöldum það ljóst í gær að atkvæðagreiðslan snérist í raun um áframhaldandi aðild Grikkja að evrusamstarfinu. Grískir bankar opnuðu ekki í gær og eru enn lokaðir almenningi. Einungis er hægt að taka út 60 evrur á dag úr hraðbönkum og hafa myndast langar biðraðir við hraðbanka.

Auglýsing

Hópfjármagna neyðarlán til Grikklands

Á meðan ráðamenn í Evrópu reyna að leysa úr flókinni stöðu sem gæti haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar, þá hefur Breti einn hafið hópfjármögnun á neyðarláni til Grikklands á hópfjármögnunarsíðunni Indiegogo. Hann stefnir að því að safna 1,6 milljörðum evra. Huffington Post fjallar meðal annars um söfnunina undir fyrirsögninni „Gríski neyðarsjóðurinn á Indiegogo er jafn niðurdrepandi og hann hljómar“. Fyrir þriggja evra framlag fæst póstkort frá forsætisráðherra Grikklands, prentuð í Grikklandi, grísku efnahagskerfi til góðs. Fyrir sex evrur fæst grískt salat með feta-osti og olívum, fyrir tíu evrur fæst lítil flaska af drykknum Ouzu og fyrir 25 evru framlag fæst flaska af grísku víni.


Á hádegi í dag, þriðjudag, höfðu safnast um 103 þúsund evrur sem er einungis brot af upphæðinni sem þarf. Miðað við þann skamma tíma sem er til stefna þykir ólíklegt að lánagreiðsla gríska ríkisins verði hópfjármögnuð af einstaklingum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None