Grikkir ræða nýtt tilboð á síðustu stundu - Reynt að hópfjármagna neyðarlánið

h_51768255-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórn­völd fara í dag yfir til­boð frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, einum lán­veit­anda Grikk­lands, þar sem reynt er til þrautar að koma í veg fyrir yfir­vof­andi greiðslu­fall gríska rík­is­ins. Hluti láns Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins til Grikk­lands fellur á gjald­daga síðar í dag en með sam­komu­lagi á síð­ustu stundu yrði Grikkjum kleift að greiða fjár­hæð­ina. Upp­hæðin sem er á gjald­daga í dag nemur 1,6 millj­örðum evra, eða jafn­virði um 235 millj­arða íslenskra króna. Sam­kvæmt erlendum fjöl­miðl­um, meðal ann­ars Guar­dian sem fylgist grannt með stöðu mála, þykir mögu­legt að Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, ferð­ist til Brus­sel í kvöld og fundi um mögu­lega lausn á síð­ustu stundu.

Eins og kunn­ugt er hafn­aði Alexis Tsipras fyrra til­boði kröfu­hafa Grikk­lands og sendi ákvörð­un­ina um sam­þykkt samn­inga í þjóð­ar­at­kvæð­is­greiðslu þann 5. júlí næst­kom­andi. Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna gerði grískum stjórn­völdum það ljóst í gær að atkvæða­greiðslan snérist í raun um áfram­hald­andi aðild Grikkja að evru­sam­starf­inu. Grískir bankar opn­uðu ekki í gær og eru enn lok­aðir almenn­ingi. Ein­ungis er hægt að taka út 60 evrur á dag úr hrað­bönkum og hafa mynd­ast langar biðraðir við hrað­banka.

Auglýsing

Hóp­fjár­magna neyð­ar­lán til Grikk­lands

Á meðan ráða­menn í Evr­ópu reyna að leysa úr flók­inni stöðu sem gæti haft í för með sér ófyr­ir­séðar afleið­ing­ar, þá hefur Breti einn hafið hóp­fjár­mögnun á neyð­ar­láni til Grikk­lands á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Indi­egogo. Hann stefnir að því að safna 1,6 millj­örðum evra. Huffington Post fjallar meðal ann­ars um söfn­un­ina undir fyr­ir­sögn­inni „Gríski neyð­ar­sjóð­ur­inn á Indi­egogo er jafn nið­ur­drep­andi og hann hljóm­ar“. Fyrir þriggja evra fram­lag fæst póst­kort frá for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, prentuð í Grikk­landi, grísku efna­hags­kerfi til góðs. Fyrir sex evrur fæst grískt salat með feta-osti og olív­um, fyrir tíu evrur fæst lítil flaska af drykknum Ouzu og fyrir 25 evru fram­lag fæst flaska af grísku víni.Á hádegi í dag, þriðju­dag, höfðu safn­ast um 103 þús­und evrur sem er ein­ungis brot af upp­hæð­inni sem þarf. Miðað við þann skamma tíma sem er til stefna þykir ólík­legt að lána­greiðsla gríska rík­is­ins verði hóp­fjár­mögnuð af ein­stak­ling­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None