Grikkir ræða nýtt tilboð á síðustu stundu - Reynt að hópfjármagna neyðarlánið

h_51768255-1.jpg
Auglýsing

Grísk stjórn­völd fara í dag yfir til­boð frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, einum lán­veit­anda Grikk­lands, þar sem reynt er til þrautar að koma í veg fyrir yfir­vof­andi greiðslu­fall gríska rík­is­ins. Hluti láns Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins til Grikk­lands fellur á gjald­daga síðar í dag en með sam­komu­lagi á síð­ustu stundu yrði Grikkjum kleift að greiða fjár­hæð­ina. Upp­hæðin sem er á gjald­daga í dag nemur 1,6 millj­örðum evra, eða jafn­virði um 235 millj­arða íslenskra króna. Sam­kvæmt erlendum fjöl­miðl­um, meðal ann­ars Guar­dian sem fylgist grannt með stöðu mála, þykir mögu­legt að Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, ferð­ist til Brus­sel í kvöld og fundi um mögu­lega lausn á síð­ustu stundu.

Eins og kunn­ugt er hafn­aði Alexis Tsipras fyrra til­boði kröfu­hafa Grikk­lands og sendi ákvörð­un­ina um sam­þykkt samn­inga í þjóð­ar­at­kvæð­is­greiðslu þann 5. júlí næst­kom­andi. Leið­togar stærstu evru­ríkj­anna gerði grískum stjórn­völdum það ljóst í gær að atkvæða­greiðslan snérist í raun um áfram­hald­andi aðild Grikkja að evru­sam­starf­inu. Grískir bankar opn­uðu ekki í gær og eru enn lok­aðir almenn­ingi. Ein­ungis er hægt að taka út 60 evrur á dag úr hrað­bönkum og hafa mynd­ast langar biðraðir við hrað­banka.

Auglýsing

Hóp­fjár­magna neyð­ar­lán til Grikk­lands

Á meðan ráða­menn í Evr­ópu reyna að leysa úr flók­inni stöðu sem gæti haft í för með sér ófyr­ir­séðar afleið­ing­ar, þá hefur Breti einn hafið hóp­fjár­mögnun á neyð­ar­láni til Grikk­lands á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Indi­egogo. Hann stefnir að því að safna 1,6 millj­örðum evra. Huffington Post fjallar meðal ann­ars um söfn­un­ina undir fyr­ir­sögn­inni „Gríski neyð­ar­sjóð­ur­inn á Indi­egogo er jafn nið­ur­drep­andi og hann hljóm­ar“. Fyrir þriggja evra fram­lag fæst póst­kort frá for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, prentuð í Grikk­landi, grísku efna­hags­kerfi til góðs. Fyrir sex evrur fæst grískt salat með feta-osti og olív­um, fyrir tíu evrur fæst lítil flaska af drykknum Ouzu og fyrir 25 evru fram­lag fæst flaska af grísku víni.Á hádegi í dag, þriðju­dag, höfðu safn­ast um 103 þús­und evrur sem er ein­ungis brot af upp­hæð­inni sem þarf. Miðað við þann skamma tíma sem er til stefna þykir ólík­legt að lána­greiðsla gríska rík­is­ins verði hóp­fjár­mögnuð af ein­stak­ling­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None