Rakel Þorbergsdóttir hættir sem fréttastjóri RÚV

Rakel Þorbergsdóttir, sem hefur verið fréttastjóri RÚV frá árinu 2014, hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa.

Rakel Þorbergsdóttir
Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem frétta­stjóri RÚV. Hún til­kynnti starfs­mönnum frétta­stofu þetta á fundi sem hófst í dag klukkan 13.

Í kjöl­farið var sendur póstur frá Stef­áni Eiríks­syni útvarps­stjóra á aðra starfs­menn sem voru ekki við­staddir fund­inn með tíð­ind­un­um. Í honum stóð: „Ra­kel Þor­bergs­dóttir hefur ákveðið að láta af starfi frétta­stjóra RÚV um næstu ára­mót. Rakel hefur gegnt starf­inu frá því í apríl 2014 og í heild starfað í 22 ár á frétta­stofum RÚV. Til­kynn­ing verður sett inn á vef­inn okkar í dag og send öðrum miðl­um.

Rakel hefur leitt frétta­stof­una und­an­farin ár af mik­illi fag­mennsku og öryggi og fest hana í sessi sem þann frétta­miðil sem fólk ber mest traust til. Hún hefur sýnt fram­sýni í störfum sínum og lagt mik­il­vægan grunn undir starf­semi frétta­stof­unnar til næstu ára. Fyrir hönd RÚV færi ég henni hlýjar kveðjur og þakkir fyrir hennar mik­il­væga fram­lag og frá­bæru störf á liðnum árum og óska henni alls hins besta í fram­tíð­inni.

Starf frétta­stjóra verður aug­lýst laust til umsóknar fljót­lega á nýju ári. Heiðar Örn Sig­ur­finns­son vara­f­rétta­stjóri gegnir starfi frétta­stjóra frá því að Rakel lætur af störfum um ára­mótin og þar til nýr frétta­stjóri hefur verið ráð­inn.“

Í til­kynn­ingu sem barst frá RÚV um tutt­ugu mín­útum eftir að starfs­fólki frétta­stof­unnar var til­kynnt um brott­hvarf Rakelar er haft eftir henni að árin á frétta­stofu RÚV og í starfi frétta­stjóra hafi verið afar lær­dóms­rík, krefj­andi og skemmti­leg.

Auglýsing

„Ákvörðun mín var því ekki auð­veld, frétta­stofan er frá­bær vinnu­staður en það er öllum hollt að breyta til og takast á við nýjar áskor­an­ir. Starf­semin er í traustum höndum úrvals sam­starfs­fólks sem hefur staðið sig frá­bær­lega á mjög krefj­andi tím­um. Allar mæl­ingar stað­festa að frétta­stofa RÚV er sá mið­ill sem þjóðin reiðir sig á, treystir og leitar til, sér­stak­lega þegar mikið liggur við. Ég er gríð­ar­lega stolt af frammi­stöðu okkar fólks og það hefur verið heiður að fá að stýra þess­ari öfl­ugu og rót­grónu frétta­stofu síð­ustu ár. Ég kveð með sökn­uði og hlýju í garð minna góðu félaga á RÚV,“ er haft eftir Rakel.

Frétta­stjóri er æðsti yfir­maður frétta­stofu RÚV, sem er stærsta frétta­stofa lands­ins. 

Rakel var ráðin frétta­­stjóri á RÚV í apríl 2014. Hún hafði þá gegnt stöðu vara­f­rétta­­stjóra á frétta­­stofu RÚV um hríð, en hún tók við frétta­­stjóra­­stöð­unni af Óðni Jóns­­syni.

Alls sóttu tólf um frétta­­stjóra­­stöð­una síð­ast þegar hún var aug­lýst, en þeirra á meðal var Heiðar Örn Sig­­ur­finns­­son, Jóhann Hlíðar Harð­­ar­­son og Pálmi Jón­a­s­­son frétta­­menn á RÚV og Jóhann Hauks­­son blaða­­mað­­ur.

Eftir að umsækj­enda­hóp­ur­inn var skor­inn nið­­ur, stóðu fjórir þeirra eftir um hit­una. Þau þrjú sem komu til álita um frétta­­stjóra­­stöð­una auk Rakel­­ar, voru Svavar Hall­­dór­s­­son fyrr­ver­andi frétta­­maður á RÚV, Ingólfur Bjarni Sig­­fús­­son, sem hefur lengi starfað á RÚV og Sig­ríður Haga­lín Björns­dótt­ir, þá vara­f­rétta­­stjóri. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent