Raungengi íslensku krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan í ágúst 2008. Á einu ári hefur það hækkað um fjögur prósent. Afleiðingin er meðal annars aukinn kaupmáttur landsmanna sökum þess að verðlag og laukakostnaður er að hækka hraðar á Íslandi en erlendis þegar breyturnar eru mældar í sömu mynt. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag.
Þar segir að vísitala hlutfallslegs verðlags hafi verið í 84,2 stigum í desember síðastliðnum. en var til samanburðar 87,7 stig í ágúst 2008. Vísitala raungengis er líka að hækka og samkvæmt Morgunblaðinu vekur snörp hækkun hennar athygli.
Blaðið hefur hefur Jóni Bjarka Bentssyni, hagfræðingi hjá Íslandsbanka, að áfram verði hægfara styrking á raungengi krónu fram á vorið, meðal annars vegna ábata sem hlýst af innfluttri verðhjöðnun og lægra olíuverði. Þá líti út fyrir að gengi krónu gagnvart evru verði áfram stöðugt og að verðbólga verði áfram lítil. Framhaldið ráðist líka af kjarasamningsgerð og því hvort skref í átt að afnámi hafta muni leiða til sveiflna í gengi krónu.