Raunvirði ráðstöfunartekna efstu tíundarinnar jókst þrefalt á við aðra í fyrra

BHM segir að kjaragliðnun hafi átt sér stað milli launafólks og fjármagnseigenda síðastliðinn áratug. Sú gliðnun jókst til muna í fyrra. Kaupmáttur fjármagnstekna jókst um 85 prósent á tíu árum á meðan að kaupmáttur atvinnutekna jókst um 31 prósent.

Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Auglýsing

Hröð aukn­ing fjár­magnstekna í fyrra gerði það að verkum að ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirrar tíundar lands­manna sem höfðu hæstu tekj­urn­ar, og hafa helst tekjur af fjár­magni, juk­ust um tólf pró­sent á föstu verð­lagi. Restin af lands­mönn­um, 90 pró­sent, juku sínar ráð­stöf­un­ar­tekjur á raun­virði um fjögur pró­sent. Því juk­ust ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, laun að frá­dregnum sköttum og öðrum lög­bundnum gjöld­um, efstu tíu pró­sent­anna þrefalt á við aðra þegar þær eru reikn­aðar á föstu verð­lagi.

Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjár­laga­frum­varpið sem skilað var inn til fjár­laga­nefndar nýver­ið. 

Þar segir enn­fremur að þessi þróun sé fram­hald af lengri sögu og að fjár­magnstekjur hafi auk­ist um 120 pró­sent að raun­virði á síð­asta ára­tug. „Á sama tíma juk­ust atvinnu­tekjur í íslenska hag­kerf­inu aðeins um 53 pró­sent. Flest bendir til að nokkur kjaragliðnun hafi átt sér stað milli launa­fólks og fjár­magns­eig­enda á ára­tugnum 2011-2021 og hún hafi auk­ist til muna á árunum 2020 og 2021.“

Kaup­máttur með­al­tals fjár­magnstekna hefur auk­ist um 85 pró­sent á sama tíma en um 31 pró­sent í til­felli með­al­tals atvinnu­tekna.

Efsta tíundin tók til sín 81 pró­­sent fjár­­­magnstekna

Fjár­­­­­­­­­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­l­ingar hafa af eignum sín­­­­­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­­­­­ur, sölu­hagn­aður eða leig­u­­­­­tekjur af lausafé og af útleigu á fast­­­­­eign­­­­­um. Þeir sem fá mestar fjár­­­­­­­magnstekjur á Íslandi eru því sá hópur ein­stak­l­inga sem á flest hluta­bréf og flestar fast­­­­eign­­­­ir. Sá hópur sem hefur sankað að sér flestum eign­­­­um. 

Sá hópur sem jók fjár­­­­­magnstekjur sínar mest í fyrra var allra tekju­hæsta tíund lands­­­manna. Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­tí­und­um, sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti á rík­­­­­is­­­­­stjórn­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­ast­lið­inn, hafi komið fram að þau tíu pró­­­­­sent lands­­­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­asta ári hafi tekið til sín 81 pró­­­­­sent allra fjár­­­­­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. 

Auglýsing
Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­­­skyld­­­­­ur, var með tæp­­­­­lega 147 millj­­­­­arða króna í fjár­­­­­­­­­magnstekjur á síð­­­­­asta ári. Heild­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­uðu um 57 pró­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­arðar króna á árinu 2021. 

Girða þurfi fyrir tekju­til­flutn­ing

BHM segir í umsögn sinni að það þurfi að auka sann­girni í skatt­kerf­inu. Frá 2019 hafi und­ir­liggj­andi afkoma verið veikt kerf­is­bundið vegna breyt­ingar á tekju­skatti ein­stak­linga, lækk­unar banka­skatts og trygg­inga­gjalds, hækk­unar á frí­tekju­marki fjár­magnstekna og hækk­unar á skatt­frels­is­marki erfða­fjár­skatts. Þá hafi ekki verið vilji hjá stjórn­völdum til að taka á und­ir­liggj­andi afkomu­halla. 

Banda­lagið vill einnig girða fyrir tekju­til­flutn­ing milli launa og fjár­magnstekna. „Þegar tekið hefur verið til­lit til skatts á hagnað lög­að­ila og síðan skatts á fjár­magnstekjur er heild­ar­skatt­lagn­ing um 38 pró­sent á móti 46 pró­sent í kerfi tekju­skatts launa. Um leið er ekki greitt trygg­ing­ar­gjald af útgreiddum arði. Þessu þarf að breyta. Hin nor­ræna nálgun um tví­þætt skatt­kerfi með hlut­leysi í skatt­lagn­ingu fjár­magns og vinnu­afls ætti að vera leið­ar­ljós í þessum efn­um. Sér­stak­lega í ljósi kjaragliðn­unar milli launa­fólks og fjár­magns­eig­enda.“

Auglýsing
Í umsögn­inni segir að koma þurfi til móts við heim­ili í vanda vegna hús­næð­is­kostn­aðar með því að hækka stofn­fram­lög til almenna íbúða­kerf­is­ins og beita þarf hús­næð­is­stuðn­ings­kerfum mark­visst til að hjálpa þeim sem búa við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að. Til að slíkur kostn­aður telj­ist íþyngj­andi fyrir fólk þarf það að nota yfir 40 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í hús­næði. BHM vill líka að almenn heim­ild til skatt­lausrar ráð­stöf­unar sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán verði fram­lengd til 2025, að barna­bætur hætti að vera fátækra­styrkur og að barna­bóta­kerfið nái lengra upp tekju­stig­ann til að koma til móts við ungt og háskóla­menntað fólk með milli­tekj­ur.

Þá telur BHM að marka þurfi lang­tíma­sýn um fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins og sveit­ar­fé­laga­stigs­ins. „Full­fjár­magna þarf sveit­ar­fé­laga­stigið og sér­stak­lega eftakast á að leið­rétta skakkt verð­mæta­mat kvenna­starfa á íslenskum vinnu­mark­að­i.“

Vilja hækka banka­skatt á ný og end­ur­vekja gistin­átta­skatt

Til að auka tekjur rík­is­sjóðs, og bæta und­ir­liggj­andi afkomu og borga fyrir ofan­greindar aðgerð­ir, telur BHM meðal ann­ars að draga ætti var­an­lega lækkun banka­skatts til baka og að inn­leiða eigi á ný gistin­átta­skatt. Sér­­­stakur skattur á fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki, svo­­­kall­aður banka­skatt­­­ur, var lækk­­­aður árið 2020 úr 0,376 í 0,145 pró­­­sent á heild­­­ar­skuldir þeirra banka sem skulda yfir 50 millj­­­arða króna. Alls borga fimm fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki skatt­inn en þorra hans greiða stóru bank­­­arnir þrír: Lands­­­bank­inn, Íslands­­­­­banki og Arion banki. Fyrir vikið lækk­­­aði álagður banka­skattur sem rík­­­is­­­sjóður lagði á bank­ana um 6,1 millj­­­arði króna í  4,8 millj­­­arðar króna. Það er lækkun upp á 56,2 pró­­­sent. Áætlað er að hann verði 5,9 millj­­­arðar króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­in­u. 

Gistin­átta­skattur var fyrst tek­inn upp árið 2012 og hefur þann til­­­­­gang að afla tekna til að stuðla að upp­­­­­bygg­ingu, við­haldi og verndun fjöl­­­sóttra ferða­­­manna­­­staða, frið­­­lýstra svæða og þjóð­­­garða. Skatt­­­ur­inn er nú 300 krónur fyrir hverja selda ein­ingu næt­­­ur­g­ist­ingar á Íslandi. Áður en kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­inn skall á í upp­­­hafi árs 2020 hafði verið gert ráð fyrir því að skatt­­­ur­inn skil­aði yfir 1,2 millj­­­örðum króna í rík­­­is­­­sjóð það ár.

En svo kom kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og skatt­­­ur­inn var felldur niður tíma­bundið í einum af fyrstu aðgerða­­­pökk­unum til þess að mæta efna­hags­­­legum áhrifum veirunn­­­ar. Skatt­­­ur­inn átti hins vegar að taka gildi á ný þann 1. jan­úar 2022. Því var þó frestað til 2024 við fjár­laga­gerð­ina í fyrra. 

Þá telur BHM að horfa beri til góðrar afkomu atvinnu­greina, til dæmis í sjáv­ar­út­vegi, bygg­ing­ar­starf­semi og verslun til að bregð­ast við lækk­andi tekj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent