Reglur brotnar í Reykjavíkurmaraþoni að mati laganefndar FRÍ

14708528389-d356155c43-h-1.jpg
Auglýsing

Laga­nefnd Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) kemst að þeirri nið­ur­stöð­u að reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins hafi verið brotnar í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn, þegar hjól­reiða­menn hjól­uðu á undan hlauparanum Arn­ari Pét­urs­syni í hlaup­inu. Kjarn­inn greindi fyrstur fjöl­miðla frá mál­inu í sept­em­ber á síð­asta ári. Brotið er hins vegar látið óátalið vegna ágalla við fram­kvæmd hlaups­ins.

Arnar kom fyrstur Íslend­inga í mark í hlaup­inu og var krýndur Íslands­meist­ari karla í mara­þoni í kjöl­far­ið. Hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son, sem varð annar í enda­mark­ið, kærði úrslit hlaups­ins til yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins þar sem hjól­reiða­menn bæði fylgdu Arn­ari eftir og hjól­uðu á undan honum um þrjá fjórðu hluta hlaupa­leið­ar­inn­ar.

Sak­aður um svindl í hlaup­inu



Í kæru máls­ins var þess kraf­ist að þátt­töku­réttur Arn­ars yrði ógiltur og hann sviptur titl­in­um, með vísan í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons, þar sem seg­ir: „Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem fylgja.“ Þá segir í 18. grein regln­anna: „Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­töku­rétt í hlaup­in­u.“

Þrátt fyrir að við­ur­kenna í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotn­ar, vís­aði yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons­ins kærunni frá. Ekki þótti sannað að Arnar hafi notið lið­sinnis hjól­reiða­mann­anna. Dóm­stóll ­Í­þrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) sýkn­aði Arnar Pét­urs­son af kæru máls­ins með vísan í reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins um götu­hlaup, sem væru reglum Reykja­vík­ur­mara­þons­ins æðri, og áfrýj­un­ar­dóm­stóll sam­bands­ins tók sýknu­dóminn­ ekki til efn­is­legrar með­ferðar vegna ágalla við kæru­með­ferð. Í fyrr­greindu áliti laga­nefndar FRÍ, er litið svo á að málið hafi ekki hlotið efn­is­lega nður­stöðu innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar sökum þess.

Auglýsing

Þó dóm­stólar ÍSÍ fari með deilu­mál sem koma upp innan sam­bands­ins, getur stjórn FRÍ úrskurðað um mál er varða keppn­is­regl­ur. Pétur Sturla Bjarna­son hefur vísað kæru máls­ins til stjórnar FRÍ, og í áliti laga­nefndar sam­bands­ins er því beint til stjórn­ar­innar að hún úrskurði efn­is­lega um kæruna.

Í reglum Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands um götu­hlaup er kveðið á um skýrt bann við hraða­stjórnun frá utan­að­kom­andi, og að kepp­andi sem njóti aðstoðar skuli fá við­vörun frá dóm­ara og loks úti­lokun verði end­ur­tekn­ing á umræddu broti.

Mynd­bandið hér að neðan var á meðal gagna sem fylgdu upp­haf­legri kæru máls­ins.

https://vi­meo.com/105774205

Óátalið brot vegna ágalla við fram­kvæmd hlaups­ins



Í áliti laga­nefndar FRÍ seg­ir: „Laga­nefnd telur eftir að hafa farið yfir fyr­ir­liggj­andi gögn að það athæfi sem kært er telj­ist aðstoð í skiln­ingi reglu 144. Laga­nefnd telur hins vegar einnig að ekki sé hægt að beita við­ur­lögum gegn slíku broti eftir að keppni lýk­ur, sér­stak­lega í ljósi þess að við­kom­andi kepp­andi fékk ekki aðvörun frá dóm­ara á meðan á keppni stóð, sem er skil­yrði brott­vís­unar úr keppni eins og að framan grein­ir.“

Frá árinu 2003 hefur umsjón Reykja­vík­ur­mara­þons verið í höndum Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur. Sjálf­stæð­um Reglum hlaups­ins hefur verið breytt síðan síð­asta hlaup fór fram, þar sem bætt hefur verið inn í að hlaupið heyri undir áður­nefndar reglur Alþjóða­frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins.

Laga­nefnd FRÍ telur að nauð­syn­legt sé end­ur­skoða reglu­verkið í kringum fram­kvæmd Reykja­vík­ur­mara­þons, í ljósi mara­þon­máls­ins svo­kall­aða. „Þær keppn­is­reglur sem gilda eiga verða að vera settar af FRÍ, þá annað hvort með því að bæta ákvæðum við gild­andi reglu­gerð um Meist­ara­móti Íslands í frjálsum íþrótt­um, utan­húss, eða með því að setja sér­staka reglu­gerð um fram­kvæmd þessa hluta móts­ins.“

Þá kallar laga­nefndin loks eftir því að eft­ir­lit með fram­kvæmd hlaups­ins verði eflt. „Laga­nefnd telur einnig í ljósi máls­ins að rétt sé að ganga eftir því við hvern þann sem tekur að sér fram­kvæmd mara­þon­hluta Meist­ara­móts Íslands að fram­kvæmd móts­ins verði í sam­ræmi við það sem keppn­is­reglur gera ráð fyr­ir, meðal ann­ars hvað varðar fjölda dóm­ara og stað­setn­ingu þeirra.“

Eins og Kjarn­inn greindi frá á þriðju­dag­inn hefur enda­sprettur Arn­ars Pét­urs­sonar í Víða­vangs­hlaupi ÍR, sem fram fór sum­ar­dag­inn fyrsta, vakið mikla umræðu innan hlaupa­sam­fé­lags­ins. Arnar sigr­aði hlaupið naum­lega en á mynd­bandi sem RÚV birti, má sjá hvernig hann ­styttir sér leið á enda­sprett­inum með því að hlaupa yfir veg­kant, og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn. Það meinta brot var sömu­leiðis látið óátalið vegna ágalla við fram­kvæmd Víða­vangs­hlaups­ins, en ÍR hefur lofað að gera braga­bót í þeim efnum í fram­tíð­inni.

https://vi­meo.com/126132945

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None