Reiði vegna mótmæla á 17. júní - Icesave, ESB og skuldum var mótmælt sama dag árið 2009

14428296416_594c7b9d02_z.jpg
Auglýsing

Alls hafa um 3.300 manns boðað komu sína á mót­mæli undir yfir­skrift­inni „Rík­is­stjórn­ina burt – Vér mót­mælum öll“ sem fyr­ir­huguð eru á Aust­ur­velli á morg­un, þjóð­há­tíð­ar­degi Íslend­inga. Mót­mælin eiga að hefj­ast klukkan 11 og standa á meðan að á hátíð­ar­ræðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra stend­ur.

Hin boð­uðu mót­mæli hafa vakið upp hörð við­brögð víða. Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, spyr í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni hvað sé að fólki sem ætlar að mót­mæla á 17. júní á Aust­ur­velli og hvort þessu fólki sé „al­veg nákvæm­lega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið haus­inn út úr rass­gat­inu á sér bara þennan eina dag.“









Hvað er eig­in­lega að fólki sem ætlar að mót­mæla 17. júní á Aust­ur­velli er þessu fólki alveg nàkvæm­lega sama um börn­in...

Posted by Guð­finna Jóh. Guð­munds­dóttir on Tues­day, June 16, 2015

Auglýsing






Á meðal þeirra sem skilja eftir ummæli við upp­færslu hennar er Gunn­laugur Ingv­ars­son, stjórn­ar­maður í sam­tök­unum Heims­sýn, sem berj­ast gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann biður fólk vin­sam­leg­ast láta 17. júní vera og óvirða þennan hátíð­ar­dag þjóð­ar­innar ekki með mót­mæl­um. „Þessi Rík­is­stjórn var lýð­ræð­is­lega kos­inn til valda. Stjórn­ar­flokk­arnir eru með sterkan þing­meir­hluta sem var lýð­ræð­is­lega kos­inn af meir­hluta kjós­enda í lögbundnum og lög­legum kosn­ingum almenn­ings. Fyrr­ver­andi rík­is­stjórn vinstri flokk­anna var bein­línis kos­inn burt. Sættið ykkur við það og gefið rétt­kjörnum stjórn­völdum ráð­rúm og frið til þess að fram­fylgja stefnu­málum sínum og þar með fram­gangi lýð­ræð­is­ins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síð­asta Rík­is­stjórn setti líka lög sem bönn­uðu verk­föll og það eftir aðeins nokk­urra daga verk­fall flug­virkja. Vin­sam­lega virðið lýð­ræðið !“



Ices­a­ve, ESB og skuldum heim­ila mót­mælt árið 2009



Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem mót­mælt er á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn. Árið 2009 mætti hópur mót­mæl­enda á Aust­ur­völl á 17. júní. Hóp­ur­inn, sem var að mót­mæla Ices­a­ve-­samn­ing­unum og fyr­ir­hug­aðri umsókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, trufl­aði ræðu Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur for­sæt­is­ráð­herra með hrópum og framíköll­um, að því er kemur fram í frétt mbl.is um mál­ið.

Þennan sama dag boð­uðu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna til frið­samra mót­mæla klukkan 15. Í frétt á heima­síðu sam­tak­anna vegna þeirra sagði að um setu­verk­fall ætti að vera um að ræða. „Allir setj­ast niður hvar sem að þeir eru; á göt­una, gang­stétt­ina, hvar sem að þeir verða kl. 15. Fjöl­skyld­urnar setj­ast niður saman með börn­unum sín­um, allir hald­ast í hend­ur. Þús­undir íslenskra fjöl­skyldna munu missa heim­ili sín á næstu vik­um. Ices­ave skuldir fjár­glæpa­manna hvíla yfir okk­ur. Aðgerð­irnar verða frið­sam­legar og tákn­rænar fyrir sam­stöðu allra íslend­inga.“

Lög­reglan hafði und­ir­búið sig vel fyrir mót­mæli á Aust­ur­velli þennan fyrsta þjóð­há­tíð­ar­dag eftir hrun og fjöl­mennt lög­reglu­lið var við öllu búið. Utan framí­kall­anna hafi mót­mælin þó farið vel fram.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None