Reiði vegna mótmæla á 17. júní - Icesave, ESB og skuldum var mótmælt sama dag árið 2009

14428296416_594c7b9d02_z.jpg
Auglýsing

Alls hafa um 3.300 manns boðað komu sína á mót­mæli undir yfir­skrift­inni „Rík­is­stjórn­ina burt – Vér mót­mælum öll“ sem fyr­ir­huguð eru á Aust­ur­velli á morg­un, þjóð­há­tíð­ar­degi Íslend­inga. Mót­mælin eiga að hefj­ast klukkan 11 og standa á meðan að á hátíð­ar­ræðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra stend­ur.

Hin boð­uðu mót­mæli hafa vakið upp hörð við­brögð víða. Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, spyr í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni hvað sé að fólki sem ætlar að mót­mæla á 17. júní á Aust­ur­velli og hvort þessu fólki sé „al­veg nákvæm­lega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið haus­inn út úr rass­gat­inu á sér bara þennan eina dag.“

Hvað er eig­in­lega að fólki sem ætlar að mót­mæla 17. júní á Aust­ur­velli er þessu fólki alveg nàkvæm­lega sama um börn­in...

Posted by Guð­finna Jóh. Guð­munds­dóttir on Tues­day, June 16, 2015

Auglýsing


Á meðal þeirra sem skilja eftir ummæli við upp­færslu hennar er Gunn­laugur Ingv­ars­son, stjórn­ar­maður í sam­tök­unum Heims­sýn, sem berj­ast gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann biður fólk vin­sam­leg­ast láta 17. júní vera og óvirða þennan hátíð­ar­dag þjóð­ar­innar ekki með mót­mæl­um. „Þessi Rík­is­stjórn var lýð­ræð­is­lega kos­inn til valda. Stjórn­ar­flokk­arnir eru með sterkan þing­meir­hluta sem var lýð­ræð­is­lega kos­inn af meir­hluta kjós­enda í lögbundnum og lög­legum kosn­ingum almenn­ings. Fyrr­ver­andi rík­is­stjórn vinstri flokk­anna var bein­línis kos­inn burt. Sættið ykkur við það og gefið rétt­kjörnum stjórn­völdum ráð­rúm og frið til þess að fram­fylgja stefnu­málum sínum og þar með fram­gangi lýð­ræð­is­ins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síð­asta Rík­is­stjórn setti líka lög sem bönn­uðu verk­föll og það eftir aðeins nokk­urra daga verk­fall flug­virkja. Vin­sam­lega virðið lýð­ræðið !“Ices­a­ve, ESB og skuldum heim­ila mót­mælt árið 2009Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem mót­mælt er á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn. Árið 2009 mætti hópur mót­mæl­enda á Aust­ur­völl á 17. júní. Hóp­ur­inn, sem var að mót­mæla Ices­a­ve-­samn­ing­unum og fyr­ir­hug­aðri umsókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, trufl­aði ræðu Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur for­sæt­is­ráð­herra með hrópum og framíköll­um, að því er kemur fram í frétt mbl.is um mál­ið.

Þennan sama dag boð­uðu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna til frið­samra mót­mæla klukkan 15. Í frétt á heima­síðu sam­tak­anna vegna þeirra sagði að um setu­verk­fall ætti að vera um að ræða. „Allir setj­ast niður hvar sem að þeir eru; á göt­una, gang­stétt­ina, hvar sem að þeir verða kl. 15. Fjöl­skyld­urnar setj­ast niður saman með börn­unum sín­um, allir hald­ast í hend­ur. Þús­undir íslenskra fjöl­skyldna munu missa heim­ili sín á næstu vik­um. Ices­ave skuldir fjár­glæpa­manna hvíla yfir okk­ur. Aðgerð­irnar verða frið­sam­legar og tákn­rænar fyrir sam­stöðu allra íslend­inga.“

Lög­reglan hafði und­ir­búið sig vel fyrir mót­mæli á Aust­ur­velli þennan fyrsta þjóð­há­tíð­ar­dag eftir hrun og fjöl­mennt lög­reglu­lið var við öllu búið. Utan framí­kall­anna hafi mót­mælin þó farið vel fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None