Rekstur Reykjavíkurborgar mun þyngri en búist var við

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Rekstr­ar­nið­ur­staða sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar (A og B hluta) var jákvæð um 303 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Það er langtum minni afgangur en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir, en í þeim var gert ráð fyrir 2.141 milljón króna afgangi á tíma­bil­inu. Ástæður fyrir slæmu hálfs­árs­upp­gjöri eru sagðar minni hagn­aður Orku­veitu Reykja­víkur vegna lækk­andi álverðs og einnig lak­ari afkomu A-hluta borg­ar­innar en áætlun gerði ráð fyr­ir. Þar ræður hækkun launa­kostn­aðar og minni sala á bygg­ing­ar­rétti mestu. Alls nam tap af rekstri A-hluta rúmum þremur millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg um rekst­ur­inn á fyrri hluta árs.

„Nið­ur­staða sex mán­aða upp­gjörs­ins kemur ekki á óvart og und­ir­strikar að það er áskorun að eiga fyrir nýgerðum kjara­samn­ingum og mik­il­vægi þess að árangur náist í end­ur­mati á mála­flokki fatl­aðs fólks og dag­gjöldum hjá hjúkr­un­ar­heim­il­um, en um millj­arð vantar upp á að ríkið láti þá fjár­muni fylgja sem þarf vegna þessa. Mikil upp­bygg­ing framundan léttir þó undir og við munum taka skipu­lega og fast á fjár­mál­un­um, líkt og und­an­farin ár,“ segir Dagur B.Egg­erts­son borg­ar­stjóri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Mikið tap af rekstri A-hlutaTap af rekstri A-hluta borg­ar­innar nam 3.038 millj­óum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en áætl­anir gerðu ráð fyrir að hún yrði nei­kvæð um 1.865 millj­ónir á tíma­bil­inu. Til A- hluta tekst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekj­u­m. Verri afkoma er eins og fyrr greinir rakin til læk­gri tekna af sölu bygg­ing­ar­réttar og sölu fast­eigna, sem var 552 millj­ónum króna undir áætl­un, og hækkun launa­kostn­aðar umfram áætlun um 403 millj­ónir króna.

Heild­ar­eignir sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar, það eru A og B hlut­ar, námu í lok júní sam­tals 513.207 millj­ónum króna. Heild­ar­skuldir ásamt skuld­bind­ingum námu 282.812 millj­ónum króna og eigið fé var 220.395 millj­ónir króna. Eig­in­fjár­hlut­fall er 42,9 pró­sent en var 41, pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Til B-hluta telj­ast fjár­hags­lega sjálf­stæð fyr­ir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu borg­ar­inn­ar, en rekstur þeirra er að stofni til fjár­magn­aður með þjón­ustu­tekj­um. Fyr­ir­tækin eru: Faxa­flóa­hafnir sf., Félags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Orku­veita Reykja­vík­ur, Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Jör­undar ehf.

Sjálf­stæð­is­menn ósáttirBorg­ar­stjórn­ar­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­far birt­ingu upp­gjörs­ins í dag og benti á að Fjár­mála­skrif­stofa borg­ar­innar segi í skýrslu sinni að þessi slæma nið­ur­staða kalli á við­brögð í fjár­mála­stjórn borg­ar­inn­ar. „Mik­ill þungi er í þeim orðum fjár­mála­skrif­stof­unnar og und­ir­strikar þörf þess að mark­viss vinna verði sett strax af stað við að taka á rekstr­ar­vanda­málum Reykja­vík­ur­borg­ar. Við afgreiðslu árs­reikn­ings árs­ins 2014 lögðu borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að slík vinna færi strax af stað,“ segja sjálf­stæð­is­menn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None