Rekstur Reykjavíkurborgar mun þyngri en búist var við

14471454313_5d118e43e8_z.jpg
Auglýsing

Rekstr­ar­nið­ur­staða sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar (A og B hluta) var jákvæð um 303 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Það er langtum minni afgangur en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir, en í þeim var gert ráð fyrir 2.141 milljón króna afgangi á tíma­bil­inu. Ástæður fyrir slæmu hálfs­árs­upp­gjöri eru sagðar minni hagn­aður Orku­veitu Reykja­víkur vegna lækk­andi álverðs og einnig lak­ari afkomu A-hluta borg­ar­innar en áætlun gerði ráð fyr­ir. Þar ræður hækkun launa­kostn­aðar og minni sala á bygg­ing­ar­rétti mestu. Alls nam tap af rekstri A-hluta rúmum þremur millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg um rekst­ur­inn á fyrri hluta árs.

„Nið­ur­staða sex mán­aða upp­gjörs­ins kemur ekki á óvart og und­ir­strikar að það er áskorun að eiga fyrir nýgerðum kjara­samn­ingum og mik­il­vægi þess að árangur náist í end­ur­mati á mála­flokki fatl­aðs fólks og dag­gjöldum hjá hjúkr­un­ar­heim­il­um, en um millj­arð vantar upp á að ríkið láti þá fjár­muni fylgja sem þarf vegna þessa. Mikil upp­bygg­ing framundan léttir þó undir og við munum taka skipu­lega og fast á fjár­mál­un­um, líkt og und­an­farin ár,“ segir Dagur B.Egg­erts­son borg­ar­stjóri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Mikið tap af rekstri A-hlutaTap af rekstri A-hluta borg­ar­innar nam 3.038 millj­óum króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en áætl­anir gerðu ráð fyrir að hún yrði nei­kvæð um 1.865 millj­ónir á tíma­bil­inu. Til A- hluta tekst starf­semi sem að hluta eða öllu leyti er fjár­mögnuð með skatt­tekj­u­m. Verri afkoma er eins og fyrr greinir rakin til læk­gri tekna af sölu bygg­ing­ar­réttar og sölu fast­eigna, sem var 552 millj­ónum króna undir áætl­un, og hækkun launa­kostn­aðar umfram áætlun um 403 millj­ónir króna.

Heild­ar­eignir sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar, það eru A og B hlut­ar, námu í lok júní sam­tals 513.207 millj­ónum króna. Heild­ar­skuldir ásamt skuld­bind­ingum námu 282.812 millj­ónum króna og eigið fé var 220.395 millj­ónir króna. Eig­in­fjár­hlut­fall er 42,9 pró­sent en var 41, pró­sent um síð­ustu ára­mót.

Til B-hluta telj­ast fjár­hags­lega sjálf­stæð fyr­ir­tæki sem að hálfu eða meiri­hluta eru í eigu borg­ar­inn­ar, en rekstur þeirra er að stofni til fjár­magn­aður með þjón­ustu­tekj­um. Fyr­ir­tækin eru: Faxa­flóa­hafnir sf., Félags­bú­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Orku­veita Reykja­vík­ur, Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Jör­undar ehf.

Sjálf­stæð­is­menn ósáttirBorg­ar­stjórn­ar­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­far birt­ingu upp­gjörs­ins í dag og benti á að Fjár­mála­skrif­stofa borg­ar­innar segi í skýrslu sinni að þessi slæma nið­ur­staða kalli á við­brögð í fjár­mála­stjórn borg­ar­inn­ar. „Mik­ill þungi er í þeim orðum fjár­mála­skrif­stof­unnar og und­ir­strikar þörf þess að mark­viss vinna verði sett strax af stað við að taka á rekstr­ar­vanda­málum Reykja­vík­ur­borg­ar. Við afgreiðslu árs­reikn­ings árs­ins 2014 lögðu borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins til að slík vinna færi strax af stað,“ segja sjálf­stæð­is­menn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None