Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun var samþykkt að auka tekjur bæjarsjóðs um 455 milljónir króna með því að hækka útsvar og fasteignaskatta. Í frétt um málið á heimasíðu sveitarfélagsins segir að „þessi blandaða leið er nánari útfærsla á yfirmarkmiðum um að auka framlegð bæjarsjóðs um 900 milljónir króna“. Aðrar helstu tekjuöflunarleiðir Reykjanesbæjar til að afla þessarra tekna eru meðal annars að auka arðgreiðslur út HS Veitum um allt að 450 milljónir króna.
Skulda 40 milljarða króna
greiningu KPMG á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar, og úttektar Haraldar L. Haraldssonar hagfræðings á rekstri Reykjanesbæjar, sem kynntar voru á opnum íbúafundi í Hljómahöllinni í síðustu viku.
Blönduð leið
Í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar segir: „Með því að fara þessa blönduðu leið dreifast byrðarnar á fleiri herðar þ.e. bæði útsvarsgreiðendur og alla eigendur íbúðarhúsnæðis í A-stofni, þar með taldir ýmsir lögaðilar sem eiga íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ s.s. leigufélög, bankar, Íbúðalánasjóður og fleiri.
Gjaldstofnar fasteigna í B-stofni (opinberar byggingar) og C-stofni (atvinnuhúsnæði) eru þegar fullnýttir.
Þessi blandaða leið felur í sér að útsvar hækkar frá og með 1. janúar 2015 um 0,53%, fer úr 14,52% í 15,05%, sem er hlutfallshækkun upp á 3,62%. Sú hækkun bætir fjárhagsstöðu bæjarssjóðs um 200 milljónir króna. Jafnframt hækkar fasteignaskattur A-stofns úr 0,3% í 0,5% frá sama tíma. Það leiðir til tekjuaukningar fyrir bæjarsjóð um 255 milljónir króna. Samtals gæti því tekjuaukning bæjarsjóðs orðið 455 milljónir króna.
Samhliða þessum aðgerðum er unnið að tillögum um hagræðingu í rekstri sem ætlað er að skila um 500 milljóna króna lækkun rekstrarkostnaðar Reykjanesbæjar. Þær tillögur munu líta dagsins ljós í fjárhagsáætlunum stofnana fyrir árið 2015 sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn í desember.“