Reykjanesbær neitar ATP um styrk - framtíð hátíðarinnar í óvissu

14658132754-a9559b92e3-z.jpg
Auglýsing

Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar synj­aði á dög­unum tón­list­ar­há­tíð­inni All Tomor­row Parties (ATP) um fjár­hags­styrk vegna hátíð­ar­inn­ar, sem haldin hefur verið und­an­farin tvö sumur að Ásbrú á Mið­nes­heiði. Tón­leika­hald­arar ótt­ast að hátíðin eigi sér ekki fram­tíð til lang­frama án fjár­hags­styrkja frá bæj­ar­fé­lag­inu og ríki.

Í bókun bæj­ar­ráðs­ins vegna styrk­beiðnar tón­leika­hald­ara segir í fund­ar­gerð: „Bæj­ar­ráð telur jákvætt að menn­ing­ar­starf­semi á borði ATP hátíð­ar­innar haldi áfram og vill leita leiða til að svo megi verða áfram. Bæj­ar­ráð getur hins vegar ekki orð­ið  við beiðni um beint fjár­fram­lag úr bæj­ar­sjóði en styður að hátíðin verði áfram styrkt í gegnum sam­eig­in­lega sjóði á svæð­inu eins og und­an­farin ár.“

Miða­sala undir vænt­ingum



Kjarn­inn hefur undir höndum erindi for­svars­manns ATP til bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar þar sem óskað er eft­ir fjár­hags­styrk til handa verk­efn­inu. Tón­list­ar­há­tíðin ATP Iceland var fyrst haldin hér á landi í fyrra, og svo aftur síð­asta sumar við góðan orðstír. Í erind­inu kemur fram að gestir hátíð­ar­innar árið 2013 hafi verið um 2000 tals­ins, þar af hafi um þrettán hund­ruð þeirra keypt sér miða að hátíð­inni, og þeirra á meðal hafi ver­ið um 300 erlendir gest­ir. Í ár hafi gesta­fjöld­inn svo tvö­fald­ast þegar um 4000 manns sótt­u há­tíð­ina, en þar af voru um 3300 seldir miðar og um 2000 þeirra til erlendra gesta.

­Upp er komin erfið staða þar sem margir af birgjum hátíð­ar­innar hafa ekki fengið gert upp við sig og gerir það hátíð­inni erfitt fyrir að halda áfram.

Auglýsing

Í áður­nefndu erindi segir að þrátt fyrir að hátíð­irnar hafi heppn­ast eins og best verði á kos­ið, standi hún ekki vel fjár­hags­lega. Heild­ar­kostn­aður hennar sé vel yfir 100 millj­ónum króna, og á hvor­ugri hátíð­inni hafi miða­sala staðið undir vænt­ing­um. Sam­kvæmt erind­inu er áætlað heild­ar­tap af síð­ast­liðnum tveimur hátíðum 37 til 40 millj­ónir króna. Þá segir orð­rétt í erind­inu: „Upp er komin erfið staða þar sem margir af birgjum hátíð­ar­innar hafa ekki fengið gert upp við sig og gerir það hátíð­inni erfitt fyrir að halda áfram. Ég, und­ir­rit­að­ur, hef frá því að verk­efnið hófst skuld­sett sjálfan mig og fjöl­skyldu með fulla trú á verk­efn­inu sem ég taldi að myndi standa undir sér og auka hróður heima­bæj­ar­ins. Auk þess hef ég notið aðstoðar frá ætt­ingj­um, sam­starfs­að­ilum og þá hafa flestir birgjarnir sýnt mér og verk­efn­inu ómælda þol­in­mæði - sem ég er þó hræddur um að sé nú á þrot­u­m.“

Undir erindirð skrifar Tomas Young, fram­kvæmda­stjóri ATP Iceland, sem jafn­framt er fram­kvæmda­stjóri Hljóma­hall­ar­innar í Reykja­nes­bæ. Hann vildi ekki tjá sig um málið við Kjarn­ann, þegar eftir því var leit­að, vegna starfa sinna fyrir Reykja­nes­bæ. Hann sagði þó, að synjun bæj­ar­fé­lags­ins á fjár­styrks­beiðn­inni breyti engu um áform ATP fyrir tón­list­ar­há­tíð­ina sem fyr­ir­huguð sé á næsta ári.

Frá tónleikum Interpol á síðustu tónlistarhátíð ATP. Frá tón­leikum Inter­pol á síð­ustu tón­list­ar­há­tíð ATP.

Marg­vís­leg mæl­an­leg og ómæl­an­leg áhrif fyrir bæj­ar­fé­lagið



Þá eru rakin mæl­an­leg og ómæl­an­leg áhrif tón­list­ar­há­tíða á borð við ATP í erind­inu. Ómæl­an­leg áhrif séu til að mynda hvernig tón­list­ar­há­tíðir geta aukið hróður ákveð­inna svæða, eins og í til­vikum tón­list­ar­há­tíð­anna Aldrei fór ég Suður á Ísa­firði, Bræðsl­unnar á Borg­ar­firði Eystra og Hró­arskeldu­há­tíð­ar­innar í Hró­arskeldu. Þá eru einni nefnd hag­ræn á­hrif tón­list­ar­há­tíða út frá tekjum sem sam­fé­lög hafa vegna þeirra.

Ef þessar nið­ur­stöður eru heim­færðar á gesta­fjölda ATP Iceland og lengd hátíð­ar­innar má gera ráð fyrir að heild­ar­velta erlendra gesta sé um 240 m.kr. á svæð­inu og þá er ótalin fjár­hags­leg inn­spýt­ing frá íslenskum gestum.

Í erind­inu er vísað til rann­sókn­ar ­Út­flutn­ings­skrif­stofu íslenskrar tón­listar (ÚT­ÓN) á hag­rænum áhrifum erlendra tón­leika­gesta vegna Iceland Airwa­ves tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar. Þar kemur fram að þegar pen­inga­eyðsla erlendra ferða­manna er skoðuð komi í ljós að heild­ar­út­gjöld gest­anna í Reykja­vík nemi tæp­lega 30 þús­und krónum á dag.

„Ef þessar nið­ur­stöður eru heim­færðar á gesta­fjölda ATP Iceland og lengd hátíð­ar­innar má gera ráð fyrir að heild­ar­velta erlendra gesta sé um 240 m.kr. á svæð­inu og þá er ótalin fjár­hags­leg inn­spýt­ing frá íslenskum gest­um. Afleidd áhrif tón­list­ar­há­tíða eru einnig mikil og fjöl­margir aðilar njóta góðs af til­vist hátíð­ar­inn­ar. Gisti­að­ilar (gist­ing á svæð­inu var löngu upp­seld þegar að hátíð­inni kom), leigu­bíl­stjór­ar, mat­reiðslu­menn, rútu­fyr­ir­tæki, söfn, veit­inga­stað­ir, sund­laug­ar, og þannig mætti lengi telja, fá aukin við­skipti á meðan hátíð­inni stend­ur.“ Að því er fram kemur í áður­nefndu erindi.

ATP á sér lík­lega ekki fram­tíð án fjár­hags­styrkja



Í erind­inu er ekki farið fram á eina til­tekna styrk­fjár­hæð, en farið er fram á að bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar styrki ATP Iceland fjár­hags­lega, til að halda lífi í tón­list­ar­há­tíð sem auki hróður bæj­ar­fé­lags­ins og stuðli að fjár­hags­legri inn­spýt­ingu fyrir svæð­ið, eins og það er orðað í erindi for­svars­manns ATO. Máli sínu til stuðn­ings benda for­svars­menn ATP á að hátíðir á borð við tón­list­ar­há­tíð­ina njóti styrkja á sínum svæðum bæði frá við­kom­andi sveit­ar­fé­lögum og ríki. Í því sam­bandi er bent á að Iceland Airwa­ves fái tíu millj­ónir króna árlega frá Reykja­vík­ur­borg og fimm millj­ónir frá mennta­mála­ráðu­neyt­inu, Lista­há­tíð fái árlega 29 millj­ónir frá borg­inni og um 30 millj­ónir króna frá ríki, og tón­list­ar­há­tíðin Aldrei fór ég suður sé styrkt af Ísa­fjarð­arbæ og fleiri sjóð­um. Þá eru tón­list­ar­há­tíð­irnar By:L­arm í Nor­egi og Hró­arskeldu­há­tíðin einnig nefnd­ar, sem fái tugi millj­óna króna í styrki árlega frá sínum sveitaré­lögum og úr rík­is­sjóði.

Ég get nú með sanni sagt eftir tvær til­raunir að verk­efnið er erf­ið­ara og þyngra en bæði mig og ATP grun­aði og að án fjár­hags­legar aðstoðar er mjög lík­legt að verk­efnið falli um sjálft sig.

Í nið­ur­lagi erind­is­ins segir svo orð­rétt: „Til að hátíðin geti haldið áfram þarf ATP Iceland á fjár­hags­legri aðstoð bæj­ar­fé­lags­ins að halda líkt og aðrar sam­bæri­legar hátíð­ir. Þegar lagt var af stað í verk­efnið var talið að þess væri jafn­vel ekki þörf. Ég get nú með sanni sagt eftir tvær til­raunir að verk­efnið er erf­ið­ara og þyngra en bæði mig og ATP grun­aði og að án fjár­hags­legar aðstoðar er mjög lík­legt að verk­efnið falli um sjálft sig.“

Þess ber að geta að Reykja­nes­bær hefur stutt við hátíð­ina með marg­vís­leg­um hætti til þessa, án þess að til beinna fjár­fram­laga hafi kom­ið, svo sem með því að veita ýmsa þjón­ustu á tón­leika­svæð­inu við Ásbrú og ann­ast hreins­un­ar­starf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None