Reykjanesbær þarf „verulega niðurfellingu skulda“ til að forðast greiðsluþrot

reykjanesb--r.jpg
Auglýsing

Reykja­nes­bær hefur hafnað beiðni Reykja­nes­hafn­ar, sem barst 2. októ­ber síð­ast­lið­inn, um að greiða skuld hafn­ar­innar sem er á gjald­daga 15. októ­ber næst­kom­andi. Ákvörðun um það var tekin á fundi bæj­ar­ráðs í dag. Í kjöl­farið hefur hafn­ar­stjórn Reykja­nes­hafnar óskað efyir greiðslu­fresti og kyrr­stöðu­tíma­bili frá kröfu­höfum sínum til 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Reykja­nes­bær á hefur ekki fjár­hags­lega getu til að hlaupa undir bagga með Reykja­nes­höfn, en sveit­ar­fé­lagið er í ábyrgð fyrir skuldum hafn­ar­inn­ar. Það er sem stendur í við­ræðum við helstu kröfu­hafa sína um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu. Eigi þær við­ræður að skila árangir er "nauð­syn­legt að sam­komu­lag náist við helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ingu skulda". Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem sveit­ar­fé­lagið hefur sent til Kaup­hallar Íslands.

Þar segir einnig: "Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skipuð fjár­hags­stjórn."

Auglýsing

Skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins í miklum vandaKjarn­inn greindi frá því 3. októ­ber að Reykja­nes­höfn hefði form­lega óskað eftir fjár­magni frá­ Reykja­nesbæ til að geta staðið við greiðslur lána sem eru á gjald­daga 15. októ­ber næst­kom­andi. Á meðal þess sem höfnin þarf að greiða af eru tveir skulda­bréfa­flokk­ar. Þetta kom fram í  til­kynn­ingu til Kaup­hallar, en umrædd skulda­bréf eru skráð þar. Í til­kynn­ing­unni sagði einnig: „Vegna yfir­stand­andi vinnu við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Reykja­nes­bæjar er óvissa um mögu­leika Reykja­nes­bæjar til að fjár­magna greiðsl­urn­ar. Því getur komið til greiðslu­falls á skuld­bind­ingum Reykja­nes­hafn­ar.“

Reykja­nes­bær, er skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Skuldir þess voru tæp­lega 41 millj­arður króna í lok árs 2014. Skuld­irnar eru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­leiðis í and­stöðu við lög og getur illa séð af fé til að borga skuldir Reykja­nes­hafn­ar, sem skuldar rúma sjö millj­arða króna, aðal­lega vegna upp­bygg­ingu Helgu­vík­ur­hafn­ar. ­Tekjur á móti þeim skuldum sem stofnað var til eru litlar en reiknað var með að þær myndu að mestu leyti koma frá stór­iðju sem átti að byggj­ast upp á svæð­inu og nýta þjón­ustu hafn­ar­inn­ar. Þau stór­iðju­á­form hafa enn sem komið er ekki orðið að veru­leika.

Á fimmtu­dag var útkomu­spá Reykja­nes­bæjar fyrir árið 2015 birt í Kaup­höll­inni, en hún var tekin fyrir í bæj­ar­ráði sveit­ar­fé­lags­ins í sama dag. Sam­kvæmt henni verður sam­an­dregin rekstr­ar­nið­ur­staða nei­kvæð um 716 millj­ónir króna á árinu, sem er um 300 millj­ón­um krónum verra en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. A-hlut­inn, sem er grunn­rekstur sveit­ar­fé­lags­ins, mun verða rek­inn með 725 millj­óna króna tapi, en áætl­anir gerðu ráð fyrir 514 milljón króna tapi. Sam­an­lag­aður rekstur A- og B-hluta, sem er aðal­lega Reykja­nes­höfn og Fast­eignir Reykja­nes­bæj­ar, mun verða rek­inn með 716 milljón króna tapi en áætl­anir höfðu gert fyrir að tapið yrði 411 millj­ónir krona.

Thorsil gat ekki greitt umsamin gjöldÍ DV í vik­unni var greint frá því að Reykja­nes­höfn hefði gefið Thorsil, sem ætlar sér að byggja kís­il­málm­verk­smiðju í Helgu­vík, greiðslu­frest á gatna­gerð­ar­gjöldum vegna lóð­ar­innar undir verk­smiðj­una. Gjöldin áttu að greið­ast 30. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en gjald­dag­anum var frestað til 15. des­em­ber. Hákon Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Thorsil, vildi ekki upp­lýsa um hversu háa upp­hæð er um að ræða. Ljóst er að litlar tekjur Reykja­nes­hafn­ar, sem hún þarf til að geta staðið við greiðslur af lán­um, aukast ekki á meðan að stærsti við­skipta­vinur hennar greiðir ekki umsamin gjöld á réttum tíma.

Bygg­ing verk­smiðju Thorsil er mjög umdeild í Reykja­nesbæ og í ágúst sam­þykkti bæj­ar­ráð sveit­ar­fé­lags­ins að efna til íbúa­kosn­ingu í nóv­em­ber vegna henn­ar. Sam­hliða var hins vegar sam­þykkt að íbúa­kosn­ingin yrði bind­andi og Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, hefur sagt að nið­ur­staða hennar skipti í raun engu máli.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None