Reykjavík ljósleiðaravædd - lykillinn að „snjöllu samfélagi“

snjallsimi.jpg
Auglýsing

Gagnaveita Reykjavíkur mun ljúka ljósleiðaravæðingu höfuðborgarinnar fyrir lok þessa árs. Þá verða liðlega 70 þúsund heimili á öllu athafnasvæði Gagnaveitunnar komin með möguleika á að nýta sér kosti Ljósleiðarans, að því er segir í fréttatilkynningu frá Gagnaveitunni. „Fjögur sveitarfélög eru nú þegar ljósleiðaravædd að fullu: Seltjarnarnes, Akranes, Hella og Hvolsvöllur. Síðar á árinu bætist Reykjavík við og einnig Hveragerði og Ölfus,“ segir fréttatilkynningunni.

Nær 33 þúsund heimili eru fulltengd nú þegar. Það þýðir að Ljósleiðarinn er tengdur innanhúss og nothæfur án frekari aðgerða. Átta af hverjum tíu þeirra sem eru fulltengdir eru að nota Ljósleiðarann, sem er mjög hátt hlutfall á alþjóðavísu. Fleiri stór skref verða stigin í ljósleiðaravæðingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Fyrir lok árs 2015 er stefnt að því að um 2/3 heimila í Kópavogi hafi möguleika á að tengjast Ljósleiðaranum og um 1/3 heimila í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ.

Grunnstoðirnar sem byggðar voru upp nýtast núna til þess að veita alls kyns þjónustu í gegnum netið um ókomna framtíð, segir í tilkynningunni. Nú þegar er Ísland á meðal tíu efstu þjóða Evrópu í dreifingu á ljósleiðara með 55% heimila sem hafa aðgengi að öflugum ljósleiðara. „Ljósleiðarinn er nauðsynlegur fyrir þá byltingu sem framundan er með Interneti alls staðar og snjöllu samfélagi,“ segir í fréttatilkynningunni.

Auglýsing

Með ljósleiðara Gagnaveitunnar ná viðskiptavinir hröðustu tengingu sem býðst, með 100 Mb/s-400 mb/s hraða bæði í niðurhalshraða og upphalshraða. Þjónusta sjónvarpsveitna og miðlun myndefnis af öllu tagi kallar á öflugra og hraðara netsamband. Gagnaveita Reykjavíkur er í stakk búin til að svara þessu kalli og horfir enn lengra fram á veginn í þessari tæknivæðingu.

„Viðskiptavinir okkar kalla sífellt eftir meiri hraða þar sem þörfin til að miðla efni í báðar áttir hefur aukist með tilkomu netsjónvarpsveitna, samfélagsmiðla og annarrar miðlunar efnis. Þannig er fyrirtækið að fylgja eftir þróun sem á sér stað hjá framsæknustu fjarskiptafyrirtækjum heims eins og t.d. Google í Bandaríkjunum. Ljósleiðarinn er sú tækni sem þarf til,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None