Ríkið áfrýjar ekki dómi um túlkasjóð - sigur heyrnarlausra og -skertra

h--ra--sdomur.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið áfrýj­aði ekki nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­víkur í máli Snæ­dísar Ránar Hjart­ar­dótt­ur, en hún stefndi íslenskra rík­inu og Sam­skipta­mið­stöð heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra vegna fram­kvæmdar félags­lega túlka­sjóðs­ins, þegar henni var synjað um end­ur­gjalds­lausa túlka­þjón­ustu. Vísir greinir frá þessu, en frestur til áfrýj­unar rann út í gær.

Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok júní að með því að hafna því að veita heyrn­ar­lausum eða heyrn­ar­skertum túlka­þjón­ustu er brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti þeirra til lág­marks­að­stoð­ar­. ­Ríkið á sam­kvæmt dómnum að greiða Snæ­dísi rúm­lega 550 þús­und krónur í miska­bæt­ur.

Eins og greint hefur verið frá í fjöl­miðlum hefur félags­legi tákn­mál­stúlka­sjóð­ur­inn, sem er eins og nafnið gefur til kynna ætl­aður til notk­unar í ýmsum félags­legum athöfn­um, tæmst reglu­lega und­an­far­ið. Þegar sjóð­ur­inn tæm­ist fær eng­inn sem á þarf að halda end­ur­gjalds­lausa þjón­ustu túlka.

Auglýsing

Sam­kvæmt dómi hér­aðs­dóms gengur réttur heyrn­ar­lausra til lág­marks­þjón­ustu framar fyr­ir­mælum fjár­laga um greiðslu fram­laga til end­ur­gjalds­lausrar tákn­mál­stúlk­un­ar. Þá segir í dómnum að með því að „van­rækja að setja reglur og byggja upp kerf­i, ­sem miðar að því að tryggja ein­stak­lingum með þá fötl­un, sem stefn­andi glímir við, við­hlít­andi aðstoð að þessu leyti á jafn­ræð­is­grund­velli í sam­ræmi við kröfur 1. mgr. 76. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, er dregið úr lífs­gæðum hennar og stuðlað að auk­inni félags­legri ein­angr­un. Það felur í sér ólög­mæta mein­gerð gegn per­sónu stefn­anda sem bakar aðal­stefndu skyldu til að greiða henni miska­bæt­ur.“ Það beri að líta á þessa van­rækslu við að byggja upp kerfi sem almenna van­rækslu, en ekki sér­stak­lega van­rækslu gagn­vart Snæ­dísi.

Í dómnum kemur einnig fram að sú til­högun á fjár­veit­ingu í sjóð­inn og þar með úthlutun úr hon­um, að skammta til þriggja mán­aða í senn, sam­rým­ist ekki almennri jafn­ræð­is­reglu. Það mis­muni not­endum eftir því hvenær þeir þurfa á þjón­ustu að halda á árinu.

Páll Rúnar Krist­jáns­son, lög­maður Snæ­dís­ar, segir í sam­tali við Vísi í dag að þetta sé fulln­að­ar­sigur í mál­inu. Nú sé bolt­inn hjá stjórn­völdum enda hafi úrskurð­ur­inn gíf­ur­legt for­dæm­is­gildi fyrir rík­ið. „Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessa þjón­ustu og það end­ur­gjalds­laust.“ Hann segir að nú þurfi stjórn­völd að hafa frum­kvæði að því að bæta fólki tjón sem það hefur orðið fyr­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None