Ríkið áfrýjar ekki dómi um túlkasjóð - sigur heyrnarlausra og -skertra

h--ra--sdomur.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið áfrýj­aði ekki nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms Reykja­víkur í máli Snæ­dísar Ránar Hjart­ar­dótt­ur, en hún stefndi íslenskra rík­inu og Sam­skipta­mið­stöð heyrn­ar­lausra og heyrn­ar­skertra vegna fram­kvæmdar félags­lega túlka­sjóðs­ins, þegar henni var synjað um end­ur­gjalds­lausa túlka­þjón­ustu. Vísir greinir frá þessu, en frestur til áfrýj­unar rann út í gær.

Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu í lok júní að með því að hafna því að veita heyrn­ar­lausum eða heyrn­ar­skertum túlka­þjón­ustu er brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti þeirra til lág­marks­að­stoð­ar­. ­Ríkið á sam­kvæmt dómnum að greiða Snæ­dísi rúm­lega 550 þús­und krónur í miska­bæt­ur.

Eins og greint hefur verið frá í fjöl­miðlum hefur félags­legi tákn­mál­stúlka­sjóð­ur­inn, sem er eins og nafnið gefur til kynna ætl­aður til notk­unar í ýmsum félags­legum athöfn­um, tæmst reglu­lega und­an­far­ið. Þegar sjóð­ur­inn tæm­ist fær eng­inn sem á þarf að halda end­ur­gjalds­lausa þjón­ustu túlka.

Auglýsing

Sam­kvæmt dómi hér­aðs­dóms gengur réttur heyrn­ar­lausra til lág­marks­þjón­ustu framar fyr­ir­mælum fjár­laga um greiðslu fram­laga til end­ur­gjalds­lausrar tákn­mál­stúlk­un­ar. Þá segir í dómnum að með því að „van­rækja að setja reglur og byggja upp kerf­i, ­sem miðar að því að tryggja ein­stak­lingum með þá fötl­un, sem stefn­andi glímir við, við­hlít­andi aðstoð að þessu leyti á jafn­ræð­is­grund­velli í sam­ræmi við kröfur 1. mgr. 76. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, er dregið úr lífs­gæðum hennar og stuðlað að auk­inni félags­legri ein­angr­un. Það felur í sér ólög­mæta mein­gerð gegn per­sónu stefn­anda sem bakar aðal­stefndu skyldu til að greiða henni miska­bæt­ur.“ Það beri að líta á þessa van­rækslu við að byggja upp kerfi sem almenna van­rækslu, en ekki sér­stak­lega van­rækslu gagn­vart Snæ­dísi.

Í dómnum kemur einnig fram að sú til­högun á fjár­veit­ingu í sjóð­inn og þar með úthlutun úr hon­um, að skammta til þriggja mán­aða í senn, sam­rým­ist ekki almennri jafn­ræð­is­reglu. Það mis­muni not­endum eftir því hvenær þeir þurfa á þjón­ustu að halda á árinu.

Páll Rúnar Krist­jáns­son, lög­maður Snæ­dís­ar, segir í sam­tali við Vísi í dag að þetta sé fulln­að­ar­sigur í mál­inu. Nú sé bolt­inn hjá stjórn­völdum enda hafi úrskurð­ur­inn gíf­ur­legt for­dæm­is­gildi fyrir rík­ið. „Hann hefur í för með sér að fólk eigi að fá þessa þjón­ustu og það end­ur­gjalds­laust.“ Hann segir að nú þurfi stjórn­völd að hafa frum­kvæði að því að bæta fólki tjón sem það hefur orðið fyr­ir.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None