Gríska þingið kýs á ný um umbætur í kvöld - neyðarlánaviðræður hefjast strax í kjölfarið

h_52031607-1.jpg
Auglýsing

Gríska þingið mun kjósa á ný um umbætur tengdar við neyð­ar­lána­veit­ingar frá lán­ar­drottnum þeirra í kvöld. Þetta er í annað skiptið á einni viku sem greidd eru atkvæði um mál tengd sam­komu­lag­inu sem náð­ist við evru­ríkin fyrr í mán­uð­in­um. Þetta er síð­asta hindr­unin í vegi fyrir því að hefja við­ræður um áfram­hald­andi neyð­ar­lán.

Talið er lík­legt að Alexis Tsipras for­sæt­is­ráð­herra komi seinni skammti til­lagn­anna í gegnum þingið í kvöld, en umræður um málin fara fram í dag. Atkvæða­greiðslan í kvöld verður mik­il­væg fyrir Tsipras, sem hefur rekið úr rík­is­stjórn sinni þá ráð­herra sem greiddu atkvæði gegn honum fyrir viku síð­an. Tæp­lega fjöru­tíu ­þing­menn Syr­iza, flokka­banda­lags­ins sem Tsipras fer fyr­ir, greiddu atkvæði gegn umbót­unum þá, en Guar­dian greinir frá því að stjórn­völd von­ist til þess að sex þeirra hafi nú skipt um skoð­un.

Breyt­ing­arnar sem stjórn­völd von­ast til að verði sam­þykktar í kvöld fjalla meðal ann­ars um umbætur á dóms­kerf­inu, sem eiga að gera það hrað­virkara og ódýr­ara, og umbætur á banka­reglu­gerð­um. Banka­reglu­gerð ESB sem á að tryggja að lán­ar­drottnar og hlut­hafar beri kostn­að­inn af falli banka frekar en skatt­greið­endur var sam­þykkt eftir kreppu en Grikk­land var eitt 12 Evr­ópu­sam­bands­ríkja sem kom reglu­gerð­inni ekki inn í lands­lög fyrir til­settan frest.

Auglýsing

Ef gríska þingið sam­þykkir þessar breyt­ingar í kvöld munu full­trúar frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og Seðla­banka Evr­ópu mæta til Aþenu strax á föstu­dag til að hefja við­ræður um neyð­ar­lán.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None