Fjórtán af tuttugu fyrirtækjum sem tóku þátt í Startup Reykjavík eru enn starfandi

startup_reykjavik.jpg
Auglýsing

Fjórt­án af þeim tutt­ugu fyr­ir­tækjum sem tóku þátt í Startup Reykja­vík við­skipta­hraðl­inum á árunum 2012 og 2013 eru enn starf­andi í dag.* Fjögur þeirra eru þó með litla starf­semi eða minna en einn starfs­mann á launum í fullri vinnu. Sex ­fyr­ir­tæki af tutt­ugu hafa hætt starf­semi. Sam­an­lagður starfs­manna­fjöldi hjá fyr­ir­tækj­unum tíu ­sem starfa á fullum krafti er 30 ­manns, eða þrí­r ­starfs­menn að með­al­tali.

Þetta kemur fram í úttekt frétta­síð­unnar Norð­ur­skaut­ið.is í dag. Frétta­síðan fór í loftið síð­asta vor og fjallar um sprota og nýsköpun á Íslandi. „Norð­ur­skautið tók saman afdrif þeirra fyr­ir­tækja sem fóru í gegnum Startup Reykja­vík árin 2012 og 2013. Ákveðið var að skoða ekki árgang­inn í fyrra (2014) þar sem of stuttur tími er lið­inn frá því að þau fyr­ir­tæki fóru í gegnum hrað­al­inn,“ segir í umfjöllun Norð­ur­skauts­ins.

Auglýsing


Við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík er sam­starfs­verk­efni Arion banka og Klak Innovit. Hann er hald­inn í fjórða sinn í ár. Tíu fyr­ir­tæki eru valin úr hópi umsækj­enda og fjár­festir Arion banki í hverju þeirra fyrir tvær millj­ónir króna gegn 6 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess fá fyr­ir­tækin ýmis­konar stuðn­ing á tíu vikna tíma­bili, eins og skrif­stofu­hús­næði, ráð­gjöf og leið­sögn.

Taflan sýnir afdrif þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í Startup Reykjavík á árunum 2012 og 2013. Taflan er unninn af Nordurskautid.is og er birt með leyfi vefsíðunnar. Taflan sýnir afdrif þeirra fyr­ir­tækja sem tóku þátt í Startup Reykja­vík á árunum 2012 og 2013. Taflan er unn­inn af Nordur­skautid.is og er birt með leyfi vef­síð­unn­ar.

Fram kemur í umfjöll­un­inni að helm­ingur fyr­ir­tækj­anna tutt­ugu hafa fengið styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði. Með­al­tals­upp­hæð styrkj­anna nemur um 17,3 millj­ónum króna og hafa ýmist verið frum­herja- eða verk­efn­is­styrk­ir. Af þessum fyr­ir­tækjum hefur eitt hætt störfum og þrjú eru með litla starf­semi.„Það er erfitt að fá upp­gefið frá félögum hversu mikla fjár­fest­ingu þau hafa fengið og því verður að taka þessum upp­lýs­ingum með fyr­ir­vara,“ segir í grein­inni en það er mat Norð­ur­skauts­ins að fyr­ir­tækin tutt­ugu hafi sam­tals fengið tæp­lega 2,3 millj­ónir doll­ara í fjár­fest­ingu og styrki, um 286 millj­ónir króna. Um 61 pró­sent upp­hæð­ar­innar hefur komið frá Tækni­þró­un­ar­sjóði, 21 pró­sent frá Arion banka og um 17,5 pró­sent frá örðum fjár­fest­um.

Svipað hlut­fall og erlendis

Heild­ar­ár­angur fyr­ir­tækj­anna er bor­inn saman við sam­bæri­lega við­skipta­hraðla erlendis og segir að hlut­fall fyr­ir­tækja sem hafa hætt starf­semi sé svipað og hjá Techst­ars, einum stærsta við­skipta­hraðli heims. Árið 2014 höfðu 23 af 70 fyr­ir­tækjum sem tóku þátt í Techstarts á árunum 2007 til 2010 hætt starf­semi, eða 33 pró­sent fyr­ir­tækja. Tutt­ugu og sex þeirra voru enn starf­andi og 21 hafði verið selt. „Það vekur einnig athygli hve stórt hlut­fall þess­ara fyr­ir­tækja hafa verið seld, ólíkt töl­unum fyrir Ísland, og má áætla að fjár­magns­höft og smæð íslenska mark­að­ar­ins hafi ein­hver áhrif þar,“ segir í grein­inni.Umfjöllun Norð­ur­skauts­ins má lesa í heild sinni hér.*At­huga­semd rit­stjórn­ar: Frétt­in hefur verið upp­færð frá upp­haf­legri útgáfu en þá sagði að þrettán fyr­ir­tæki væru enn starf­and­i. Rétt er að þau eru fjórt­án, eins og fram kemur í athuga­semd Norð­ur­skauts­ins vegna breyt­ing­anna:„Norð­ur­skautið hafði gert ítrek­aðar til­raunir til að fá svör frá Design­ing Rea­lity, tölvu­póst­ur, sms og sím­tal en ekki fengið svör. Því var tekin ákvörðun um að úrskurða fyr­ir­tækið sem ekki starf­andi, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Startup Reykja­vík. Eftir að frétt Norð­ur­skauts­ins birt­ist í morgun þá feng­ust þær upp­lýs­ingar frá fyr­ir­tæk­inu að þar er einn starfs­maður í fullu starfi. Frétt­inni hefur verið breytt til að end­ur­spegla það.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None