Í fjórða þætti af Ferð til fjár á RÚV hittum við Meðaljón, hressan náunga sem heldur með Arsenal í enska boltanum og hlustar á U2. Meðaljón hefur gengið menntaveginn í 20 ára. Við fengum að vita hvað það hefur kostað.
Fyrstu tíu árin gekk Jón í grunnskóla. Fyrir grunnskólagönguna greiddi hann, eða foreldrar hans, samtals 130 þúsund krónur. Á sama tíma greiddi ríkið 15 milljónir króna fyrir grunnskólagöngu Jóns.
Þegar Jón útskrifaðist úr framhaldsskóla hafði hann greitt um 900 þúsund krónur á þeim fjórum árum sem hann var í framhaldsskóla. Ríkið lagði á móti fram þrjár milljónir.
Nýlega lauk Jón þriggja ára námi við háskóla. Það kostaði hann um 800 þúsund krónur en ríkið greiddi 6,6 milljónir á móti.
Jón hefur því varið um 2,7 milljónum króna í 20 ára menntagöngu og ríkið greitt 27 milljónir á móti. Hið opinbera hefur þannig greitt rúmlega 90 prósent þeirrar fjárhæðar sem skólaganga Jóns kostaði.
Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Næsti þáttur er á dagskrá fimmtudaginn 12. febrúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferðar til fjár.