Ríkið hefur út árið til að semja við bankana um skuldaniðurfellingu

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur enn ekki samið við íslensku við­skipta­bank­ana þrjá um aðferð­ar­fræð­ina sem beita á við útreikn­inga á virði þeirra hús­næð­is­lána sem á að höf­uð­stólslækka sam­kvæmt leið­rétt­inga­á­formum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta hefur Kjarn­inn stað­fest innan úr bönk­un­um. Þrátt fyrir það stendur til að kynna opin­ber­lega nið­ur­stöðu leið­rétt­ing­ar­innar næst­kom­andi mánu­dag, 10. nóv­em­ber, og umsækj­endur eiga að geta séð hvað þeir fá í sinn hlut dag­inn eft­ir, 11. nóv­em­ber.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Tryggva Þór Her­berts­syni, verk­efna­stjóra leið­rétt­ing­ar­inn­ar, þarf sam­komu­lag við við­skipta­bank­ana ekki að liggja fyrir fyrr en 31. des­em­ber næst­kom­andi. Því er hægt að til­kynna fólki um hvað það á að fá á þriðju­dag þótt enn eigi eftir að semja við bank­ana.

Upp­haf­lega átti að til­kynna um nið­ur­stöður leið­rétt­ing­ar­innar um miðjan októ­ber. Tryggvi Þór sagði í sam­tali við Kjarn­ann í byrjun síð­asta mán­aðar að þá myndu 95 pró­sent þeirra sem sóttu um höf­uð­stólslækkun verð­tryggðra lána fá að vita hvort og þá hversu mikið þeir fá. Það hefur síðan frest­ast nokkrum sinnum og nú hefur verið gefin út loka­dag­setn­ing, þriðju­dag­ur­inn 11. nóv­em­ber.

Auglýsing

Ekki til­kynnt sem rík­is­að­stoðÍ mars á þessu ári upp­lýstu íslensk stjórn­völd  Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) um skulda­leið­rétt­ing­ar­á­form sín. Ástæðan er sú að að sam­kvæmt samn­ingnum um Evr­ópska Efna­hags­svæðið (EES) þarf  að til­kynna um alla aðstoð hins opin­bera sem gæti flokk­ast sem rík­is­að­stoð til eft­ir­lits­ins.

Sam­kvæmt Andr­eas Kjelds­berg Pihl, upp­lýs­inga­full­trúa ESA, voru þær upp­lýs­ingar sem stofn­un­inni voru veittar þá ekki nægj­an­legar til þess að hún geti ákvarðað hvort aðgerð­irnar telj­ist rík­is­að­stoð eða ekki. Það sé íslenskra stjórn­valda að til­kynna form­lega til ESA ef aðgerðin mun flokk­ast sem rík­is­að­stoð. Slík form­leg til­kynn­ing hefur ekki borist. ESA fylgist hins vegar með fram­vindu máls­ins.

Bank­arnir gæt­u „hagnast“ á skulda­leið­rétt­ing­unniÁstæða þess að ESA gerir það er sú að mjög mis­mun­andi er hvort lán­veit­endur séu að hagn­ast nið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs á höf­uð­stóli hús­næð­is­lána. Í lögum um lækkum höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána sem sam­þykkt voru í maí síð­ast­liðnum segir að miða skuli við „að hvorki skap­ist hagn­aður né tap hjá samn­ings­að­ila vegna greiðslu rík­is­sjóðs á leið­rétt­inga­hluta láns“.

Þar sem ekki liggur fyrir sam­komu­lag við íslensku við­skipta­bank­ana um aðferð­ar­fræð­ina sem beita á við útreikn­inga á virði þeirra hús­næð­is­lána sem á að höf­uð­stólslækka sam­kvæmt leið­rétt­inga­á­formum rík­is­stjórn­ar­innar er ekki ljóst hvort það mark­mið hafi náðst.

Við­ræð­urnar snú­ast um að við­skipta­bank­arnir fái ekki meira til baka af sumum lánum sínum vegna leið­rétt­ing­ar­innar en þeir gátu vænst ef hún hefði ekki orðið að veruleika..

Við­ræð­urnar snú­ast um að við­skipta­bank­arnir fái ekki meira til baka af sumum lánum sínum vegna leið­rétt­ing­ar­innar en þeir gátu vænst ef hún hefði ekki orðið að veru­leika. Þeir eiga ekki að„hagnast“ á fram­kvæmd­inn­i.  Sumir líf­eyr­is­sjóðir sem eru á fyrsta veð­rétti á lánum til sjóðs­fé­laga sína telja sig sömu­leiðis geta „tap­að“ hins á því að fá þau upp­greidd, þar sem þeim standa ekki til boða sam­bæri­legir fjár­fest­inga­mögu­leikar fyrir það fé sem þeir fá í stað­inn. Við­ræð­urnar eiga að tryggja að svo verði ekki.

Samn­ings­við­ræður  þeirra sem sjá um leið­rétt­ing­ar­á­formin við Lands­bank­ann, Íslands­banka og Arion banka standa enn yfir og unnið er að útreikn­ingum með það fyrir augum að lausn náist.

Leið­rétt­ing verð­tryggðra hús­næð­is­lána snýst um að rík­is­sjóður greiðir um 72 millj­arða króna í nið­ur­færslur á verð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Til þess að eiga mögu­leika á leið­rétt­ingu þurfti fólk að sækja um og rann umsókn­ar­frestur út  1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Alls bár­ust um 69 þús­und umsóknir áður en frest­ur­inn rann út. Á bak­við þær standa um 105 þús­und manns. Verði allar umsókn­irnar sam­þykktar mun hver og einn fá rúm­lega eina milljón króna í sinn hlut að með­al­tali.

Við­bót klukkan 17:30:

Fyrir mis­tök var því haldið fram í frétt­inni að við­ræður við við­skipta­banka snú­ist um að þeir geti hagn­ast á leið­rétt­ing­unni og að líf­eyr­is­sjóðir gætu tapað á henni. Þar átti vita­skuld að standa að við­ræð­urnar snú­ist um að bank­arnir hagn­ist ekki og að líf­eyr­is­sjóð­irnir tapi ekki. Þetta hefur verið leið­rétt í text­an­um.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None