Tvöfalt heilbrigðiskerfi býður upp á enn meiri mismunum

Picture.075.jpg
Auglýsing

Á nýaf­stöðnu þingi Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) var sam­þykkt sam­hljóða ályktun þar sem tvö­földu heil­brigð­is­kerfi er hafn­að. Í álykt­un­inni segir að slíkt bjóði aðeins upp á enn meiri mis­munum í sam­fé­lag­inu og rjúfi þjóð­ar­sátt um að allir Íslend­ingar eigi jafnan rétt á heil­brigð­is­þjón­ustu. Til að und­ir­strik­a af­stöðu sína enn frekar í mála­flokknum sendi ASÍ fjöl­miðlum fyrr­greinda ályktun í tölvu­pósti í dag, ­sam­hliða því að birta frétt um málið inn á heima­síðu sam­bands­ins. Álykt­un­ina er hægt að lesa í heild sinni hér að neð­an.

Höfnum tvö­földu heil­brigð­is­kerfiÞing­full­trúar á 41. þingi Alþýðu­sam­bands Íslands krefj­ast þess að allir lands­menn hafi jafn­an, óheftan aðgang að heil­brigð­is­kerf­inu og geti sótt sér nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf óháð efna­hag og búsetu.

Þing­full­trúar hafna alfarið tvö­földu heil­brigð­is­kerfi og benda á að nú þegar er sú staða uppi að efna­m­inna fólk þarf að neita sér um heil­brigð­is­þjón­ustu og lyf vegna kostn­aðar á meðan þeir efna­meiri geta keypt sér for­gang og betri þjón­ustu. Með þessu er rof­inn ára­tuga sam­fé­lags­sátt­máli um aðgengi allra að heil­brigð­is­þjón­ustu.

Heil­brigð­is­kerfið á að fjár­magna úr sam­eig­in­legum sjóðum og nauð­syn­legt er að for­gangs­raða í opin­berum rekstri svo öllum verði aftur tryggð heil­brigð­is­þjón­usta í fremstu röð. Til þess þarf m.a. að hefj­ast nú þegar handa við bygg­ingu á nýjum Land­spít­ala.

Auglýsing

Lækka verður taf­ar­laust beina greiðslu­þátt­töku ein­stak­linga í heil­brigð­is­kerf­inu sem er komin út yfir öll þol­mörk og eykur fjár­hags­lega og heilsu­fars­lega mis­skipt­ingu.

Áherslur ASÍ:       • Allir lands­menn hafi jafnan aðgang að bestu fáan­legu heil­brigð­is­þjón­ustu


  • Kostn­aður sjúk­linga komi aldrei í veg fyrir að fólk geti sótt sér nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu, lyf og hjálp­ar­tæki.


  • Við höfnum alfarið tvö­földu heil­brigð­is­kerfi
Verk­efni:  • End­ur­skoða þarf greiðslu­þátt­töku­kerfið í heil­brigð­is­þjón­ust­unni með það að mark­miði að setja þak á heil­brigðis­kostnað fjöl­skyldna á hverju 12 mán­aða tíma­bili.


  • Til lengri tíma skal stefna að því að heil­brigð­is­þjón­ustan verði gjald­frjáls.


  • Efla þarf heilsu­gæsl­una, stytta bið­tíma og tryggja öllum heim­il­is­lækni.


  • Hefja þegar fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala.


Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None