Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna

Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Auglýsing

Íslenska ríkið er búið að und­ir­rita samn­ing um kaup á svo­nefndu Norð­ur­húsi við Aust­ur­bakka, en um er að ræða tæp­lega 6 þús­und fer­metra hluta af hús­inu sem Lands­bank­inn hefur verið að byggja undir nýjar höf­uð­stöðvar sínar við Aust­ur­höfn. Frá þessu er sagt í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Kaup­verðið er um 6 millj­arðar króna fyrir full­frá­gengið hús­næði, og verður það keypt fyrir sér­staka við­bót­ararð­greiðslu frá Lands­bank­anum til rík­is­sjóðs, sem þegar hefur verið innt af hendi.

Utan­rík­is­ráðu­neytið og Lista­safn Íslands í húsið

„Fyr­ir­hugað er að starf­semi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins verði komið fyrir í bygg­ing­unni, ásamt því að nýta hluta hennar undir sýn­ing­ar- og menn­ing­ar­tengda starf­semi á vegum Lista­safns Íslands og er þá eink­an­lega horft til sam­tíma­list­ar,“ segir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Í henni segir einnig að hús­næð­is­kostur Stjórn­ar­ráðs­ins sé háður miklum ann­mörkum og að hús­næði ráðu­neyt­anna sé sund­ur­leitt, á mörgum stöðum og í mörgum til­fellum úrelt.

„Fyrir liggur að utan­rík­is­ráðu­neytið mun næsta haust missa stóran hluta hús­næðis síns sem það hefur haft á leigu. Með flutn­ingi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í Norð­ur­hús Aust­ur­bakka verður starf­sem­inni komið fyrir á einum stað í sveigj­an­legu og nútíma­legu hús­næði sem verður nýtt með hag­kvæmum hætt­i,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­anna.

Var hita­mál í rík­is­stjórn­inni

Kjarn­inn sagði frá því í júlí­mán­uði að til­laga hefði verið lögð fram á rík­is­stjórn­ar­fundum um að kaupa hluta húss­ins á sex millj­arða króna í sum­ar, en að and­staða hefði verið við kaupin á meðal ein­hverra ráð­herra, þar sem kaup­verðið þætti ekki for­svar­an­legt á sama tíma og rík­is­sjóður boð­aði aðhalds­að­gerð­ir.

Tölvuteikning af nýju höfuðstöðvum Landsbankans.

Heim­ildir Kjarn­ans hermdu að þetta hefði verið mikið hita­mál innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og að aðrir ráð­herrar hefðu sótt það fast að húsið yrði keypt undir starf­semi þeirra ráðu­neyta, en það voru þær Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir ráð­herra háskóla-, nýsköp­unar og iðn­að­ar.

Ein­ungis utan­rík­is­ráðu­neytið mun hins vegar verða fært í húsa­kynnin við Aust­ur­höfn, sem áður seg­ir.

Upp­­­stokk­unin á hús­næði stjórn­­­ar­ráðs­ins á rætur sínar að rekja til þess að sitj­andi rík­­is­­stjórn ákvað að fjölga ráð­herrum um tvo þegar Vinstri græn, Sjálf­­stæð­is­­flokkur og Fram­­sókn­­ar­­flokkur end­­ur­nýj­uðu stjórn­­­ar­­sam­­starf sitt í fyrra­haust. Þá þurfti að koma fleiri ráðu­­neytum fyr­­ir.

Sam­­kvæmt svari fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­­spurn á Alþingi fyrr á þessu ári var áætlað að breytt skipan ráðu­­neyta gæti kostað rík­­is­­sjóð allt að 1,77 millj­­­örðum króna á þessu kjör­­­tíma­bili. Kostn­að­­­ur­inn færi aðal­­­­­lega í fjölgun starfa sem fylgi breyttu skipu­lagi, þar á meðal rit­­­ara, bíl­­­stjóra og aðstoð­­­ar­­­manna nýrra ráð­herra. Þar var því ekki tekið inn í dæmið mög­u­­legur við­­bót­­ar­hús­næð­is­­kostn­að­­ur. 

Ætla einnig að kaupa gamla Lands­banka­húsið

Einnig er greint frá því í til­kynn­ingu stjórn­valda að ákveðið hafi verið að ganga til samn­inga um kaup á gamla Lands­banka­hús­inu við Aust­ur­stræti.

Landsbankahúsið við Austurstræti.

„Sú bygg­ing er eitt af helstu kenni­leitum borg­ar­innar og menn­ing­ar­sögu­lega verð­mæt sem slík. Það telst því álit­legur kostur að bygg­ing­unni verði fundið verð­ugt hlut­verk í íslensku sam­fé­lagi, t.a.m. undir starf­semi dóm­stóla en end­ur­skipu­leggja þarf hús­næð­is­mál þeirra til lengri tíma,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent