Ríkisendurskoðun gaf fjárlaganefnd rangar upplýsingar um RÚV

R--v-42.jpg
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun tók nýverið saman minn­is­blað um fjár­hags­stöðu Rík­is­út­varps­ins (RÚV) að beiðni fjár­laga­nefndar Alþing­is. Minn­is­blaðið var eitt þeirra gagna sem lá til grund­vallar umfjöll­unar fjár­laga­nefndar um mál­efni RÚV, en minn­is­blað­inu var lekið til Morg­un­blaðs­ins sem birti for­síðu­frétt sem byggð var á upp­lýs­ing­unum sem þar var að finna. Eftir að fréttin birtist, neydd­ist Rík­is­end­ur­skoðun til að senda frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kemur að tölu­vert hafi verið um rang­færslur í minn­is­blað­inu.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is, sem ákvarðar fjár­fram­lög til stofn­anna rík­is­ins, hafði því fengið í hend­urnar mein­gallað minn­is­blað Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­hags­stöðu RÚV. Alls óvíst er hvort upp hefði kom­ist um ágalla minn­is­blaðs­ins, hefði því ekki verið lekið til fjöl­miðla. Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­laga­nefnd Alþingis umrætt minn­is­blað þann 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Minn­is­blaðið fullt af rang­færslumÍ minn­is­blað­inu sem Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­laga­nefnd var rang­hermt að upp­gjör RÚV fyrir tvö síð­ustu alm­an­aksár hefðu ekki verið árituð af stjórn­endum og end­ur­skoð­endum félags­ins, eins og lög mæla fyrir um. Svo virð­ist sem að Rík­is­end­ur­skoðun hafi látið undir höfuð leggj­ast að leita skýr­inga hjá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem tekur við árs­reikn­ingum RÚV, en rang­færslu ­Rík­is­end­ur­skoð­unar má rekja til­ mis­skiln­ings stofn­un­ar­innar á upp­gjörs­málum félags­ins.

Þá er dregin sú ályktun í minn­is­blað­inu að sam­dráttur í starfs­manna­haldi hafi ekki enn skilað sér í lægri launa­kostn­aði hjá RÚV, en félagið greip til veru­legra sparn­að­ar­að­gerða með upp­sögnum starfs­fólks í lok síð­asta árs. Í minn­is­blað­inu er fjallað um launa­kostnað RÚV fyrir tíma­bilið 1. sept­em­ber 2013 til 28. febr­úar síð­ast­lið­ins og hann bor­inn saman við sama tíma­bil árið á und­an. Sam­an­burð­ur­inn leiddi í ljós að launa­gjöld hækk­uðu um 5,9 pró­sent og stöðu­gildum fækk­aði úr 296 í 273. Í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, þar sem rang­færslur áður­nefnds minn­is­blaðs eru leið­rétt­ar, segir að ekki sé að vænta sjá­an­legs sparn­aðar vegna sam­drátt­ar­að­gerða RÚV í lok árs 2013, fyrr en síðar og því gefi staðan í lok febr­úar ekki rétta mynd af núver­andi stöðu.

Auglýsing

Eins og fram hefur komið hefur stjórn RÚV ákveðið að aug­lýsa skrif­stofu­hús­næði í Útvarps­hús­inu við Efsta­leiti til leigu. Í minn­is­blaði Rík­is­end­ur­skoð­unar er full­yrt að ásókn í hús­næðið sé ekki mik­il. Hið rétta er að stjórn­endur RÚV hafa fundið fyrir miklum áhuga á hús­næð­inu, og telja góðar líkur á að innan skamms verði unnt að ganga frá leigu­samn­ing­um.

Full­yrð­ingar sem ekki stand­ast skoðunRík­is­end­ur­skoðun telur ekk­ert benda til ann­ars er að stjórn RÚV hafi ávallt verið upp­lýst um afkomu, stöðu og horfur í rekstri félags­ins ásamt til­lögum til aðgerða, að því er fram kemur í títt­nefndu minn­is­blaði. Í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar er áréttað að stofn­un­inni sé ekki kunn­ugt um að upp­lýs­ingum um rekst­ur­inn hafi verið leynt fyrir stjórn eða þær settar fram með mis­vísandi hætti. Hins vegar megi geta þess að stjórn­ar­menn í fyrri stjórn RÚV hafi gert athuga­semdir við það að sem þeir töldu ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf um mál­efni félags­ins, og það komi fram í fund­ar­gerðum þess. Þá hafi sömu­leiðis komið fram að stjórn­endur félags­ins hafi unnið með stjórn þess að því að bæta upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar, til að gera hana mark­viss­ari en áður.

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri kaus að tjá sig ekki um mál­ið, þegar Kjarn­inn leit­aði við­bragða hans við vinnu­brögðum Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Hann stað­festi hins vegar að for­svars­menn Rík­is­út­varps­ins hefðu fyrst haft spurnir af minn­is­blaði Rík­is­end­ur­skoð­unar þegar þeir lásu frétt um það á for­síðu Morg­un­blaðs­ins á föstu­dag. Þá stað­festi hann einnig að ekki hefði verið leitað upp­lýs­inga hjá starfs­mönnum félags­ins og að í minn­is­blað­inu hefðu verið vill­ur. Hann bætti við að það hefði þó verið bót í máli þegar Rík­is­end­ur­skoðun hefði sent frá sér leið­rétt­ingu seinna um dag­inn.

 

 

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None