Ríkisendurskoðun gaf fjárlaganefnd rangar upplýsingar um RÚV

R--v-42.jpg
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun tók nýverið saman minn­is­blað um fjár­hags­stöðu Rík­is­út­varps­ins (RÚV) að beiðni fjár­laga­nefndar Alþing­is. Minn­is­blaðið var eitt þeirra gagna sem lá til grund­vallar umfjöll­unar fjár­laga­nefndar um mál­efni RÚV, en minn­is­blað­inu var lekið til Morg­un­blaðs­ins sem birti for­síðu­frétt sem byggð var á upp­lýs­ing­unum sem þar var að finna. Eftir að fréttin birtist, neydd­ist Rík­is­end­ur­skoðun til að senda frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kemur að tölu­vert hafi verið um rang­færslur í minn­is­blað­inu.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is, sem ákvarðar fjár­fram­lög til stofn­anna rík­is­ins, hafði því fengið í hend­urnar mein­gallað minn­is­blað Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­hags­stöðu RÚV. Alls óvíst er hvort upp hefði kom­ist um ágalla minn­is­blaðs­ins, hefði því ekki verið lekið til fjöl­miðla. Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­laga­nefnd Alþingis umrætt minn­is­blað þann 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Minn­is­blaðið fullt af rang­færslumÍ minn­is­blað­inu sem Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­laga­nefnd var rang­hermt að upp­gjör RÚV fyrir tvö síð­ustu alm­an­aksár hefðu ekki verið árituð af stjórn­endum og end­ur­skoð­endum félags­ins, eins og lög mæla fyrir um. Svo virð­ist sem að Rík­is­end­ur­skoðun hafi látið undir höfuð leggj­ast að leita skýr­inga hjá Fjár­sýslu rík­is­ins, sem tekur við árs­reikn­ingum RÚV, en rang­færslu ­Rík­is­end­ur­skoð­unar má rekja til­ mis­skiln­ings stofn­un­ar­innar á upp­gjörs­málum félags­ins.

Þá er dregin sú ályktun í minn­is­blað­inu að sam­dráttur í starfs­manna­haldi hafi ekki enn skilað sér í lægri launa­kostn­aði hjá RÚV, en félagið greip til veru­legra sparn­að­ar­að­gerða með upp­sögnum starfs­fólks í lok síð­asta árs. Í minn­is­blað­inu er fjallað um launa­kostnað RÚV fyrir tíma­bilið 1. sept­em­ber 2013 til 28. febr­úar síð­ast­lið­ins og hann bor­inn saman við sama tíma­bil árið á und­an. Sam­an­burð­ur­inn leiddi í ljós að launa­gjöld hækk­uðu um 5,9 pró­sent og stöðu­gildum fækk­aði úr 296 í 273. Í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, þar sem rang­færslur áður­nefnds minn­is­blaðs eru leið­rétt­ar, segir að ekki sé að vænta sjá­an­legs sparn­aðar vegna sam­drátt­ar­að­gerða RÚV í lok árs 2013, fyrr en síðar og því gefi staðan í lok febr­úar ekki rétta mynd af núver­andi stöðu.

Auglýsing

Eins og fram hefur komið hefur stjórn RÚV ákveðið að aug­lýsa skrif­stofu­hús­næði í Útvarps­hús­inu við Efsta­leiti til leigu. Í minn­is­blaði Rík­is­end­ur­skoð­unar er full­yrt að ásókn í hús­næðið sé ekki mik­il. Hið rétta er að stjórn­endur RÚV hafa fundið fyrir miklum áhuga á hús­næð­inu, og telja góðar líkur á að innan skamms verði unnt að ganga frá leigu­samn­ing­um.

Full­yrð­ingar sem ekki stand­ast skoðunRík­is­end­ur­skoðun telur ekk­ert benda til ann­ars er að stjórn RÚV hafi ávallt verið upp­lýst um afkomu, stöðu og horfur í rekstri félags­ins ásamt til­lögum til aðgerða, að því er fram kemur í títt­nefndu minn­is­blaði. Í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar er áréttað að stofn­un­inni sé ekki kunn­ugt um að upp­lýs­ingum um rekst­ur­inn hafi verið leynt fyrir stjórn eða þær settar fram með mis­vísandi hætti. Hins vegar megi geta þess að stjórn­ar­menn í fyrri stjórn RÚV hafi gert athuga­semdir við það að sem þeir töldu ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf um mál­efni félags­ins, og það komi fram í fund­ar­gerðum þess. Þá hafi sömu­leiðis komið fram að stjórn­endur félags­ins hafi unnið með stjórn þess að því að bæta upp­lýs­inga­gjöf til stjórn­ar, til að gera hana mark­viss­ari en áður.

Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri kaus að tjá sig ekki um mál­ið, þegar Kjarn­inn leit­aði við­bragða hans við vinnu­brögðum Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Hann stað­festi hins vegar að for­svars­menn Rík­is­út­varps­ins hefðu fyrst haft spurnir af minn­is­blaði Rík­is­end­ur­skoð­unar þegar þeir lásu frétt um það á for­síðu Morg­un­blaðs­ins á föstu­dag. Þá stað­festi hann einnig að ekki hefði verið leitað upp­lýs­inga hjá starfs­mönnum félags­ins og að í minn­is­blað­inu hefðu verið vill­ur. Hann bætti við að það hefði þó verið bót í máli þegar Rík­is­end­ur­skoðun hefði sent frá sér leið­rétt­ingu seinna um dag­inn.

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None