Ríkisendurskoðun segir að gjalda þurfi varhug vegna lána ríkissjóðs til Betri samgangna

Ríkissjóður fær heimild til að lána félagi sem stofnað var utan um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu fjóra milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ríkisendurskoðun minnir á það sem gerðist með fjármögnun Vaðlaheiðarganga.

Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Auglýsing

Á fyr­ir­liggj­andi fjár­lögum er lán­töku­heim­ild upp á allt að fjóra millj­arða króna frá rík­is­sjóði til­ ­fé­lags­ins Betri sam­gangna ohf., sem stofnað var utan um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, á næsta ári. 

­Fé­lagið var stofnað af rík­­inu og sex sveit­­ar­­fé­lögum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu til þess að hrinda fram­­kvæmdum við sam­­göngusátt­­mála höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins í fram­­kvæmd, meðal ann­ars lagn­ingu Borg­ar­lín­u. 

Áætl­­aður kostn­aður á 15 árum er 120 millj­­arðar króna og þegar sam­göngusátt­mál­inn var und­ir­rit­aður haustið 2019 var gert ráð fyrir að um helm­ingur hans yrði fjár­­­magn­aður með nýjum umferð­­ar- og flýtigjöld­­um. Sveit­­ar­­fé­lögin áttu að borga 15 millj­­arða króna og ríkið 45 millj­­arða króna. 

Rík­is­end­ur­skoðun gerir lán­töku­heim­ild­ina að umfjöll­un­ar­efni í umsögn sinni um fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varp, sem nú er til með­ferðar á Alþing­i. 

Þar vekur stofn­unin athygli á að sam­göngu­fram­kvæmdir sem ætl­unin sé að fjár­magna með öðrum hætti en með beinum fram­lögum úr rík­is­sjóði geti haft áhættu í för með sér fyrir rík­is­sjóð, ekki síst ef áætl­anir um kostnað við fram­kvæmdir og tekjur vegna notk­unar hafa ekki verið útfærðar og eru mik­illi óvissu háð­ar. 

Auglýsing
Tekjur félags­ins sem eigi að standa undir kostn­aði þess séu ann­ars vegar um þriggja millj­arða króna föst árleg fram­lög eig­enda og hins vegar ráð­stöfun lands og hugs­an­legum flýti- og umferð­ar­gjöldum sem séu reyndar ekki ennþá til staðar og erfitt sé að áætla hvenær og hversu hratt renni til félags­ins. „Á fyrri hluta fram­kvæmda­tíma­bils­ins sé því fyr­ir­séð að brúa þurfi bilið á milli tekna og gjalda með lán­töku frá rík­inu eða lánum frá öðrum með rík­is­á­byrgð.“

Gjalda þarf var­hug

Í umsögn­inni rifjar Rík­is­end­ur­skoðun upp gerð Vaðla­heið­ar­ganga í þessu sam­bandi, en upp­haf­lega var gert ráð fyrir að einka­að­ilar myndu fjár­magna gerð þeirra. Í raun var það for­senda þess að ákveðið var að ráð­ast í verk­efn­ið. „Mál skip­uð­ust hins vegar með þeim hætti að einka­að­ilar töldu ávöxtun og áhættu verk­efn­is­ins vera slíka að þeir treystu sér ekki til að lána fé til þess. Rík­is­sjóður stendur lík­lega núna frammi fyrir því að þurfa að gefa eftir hluta lána til félags­ins í tengslum við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu þess þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því þegar ríkið ákvað að stíga inn í verk­efnið og tryggja fram­gang þess.“

Í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að áhætta af lán­veit­ingu rík­is­sjóðs minnki ekki ef aðrir aðilar en ríkið eru ráð­andi um til­högun þess og stýra í raun ferð­inni, líkt og er í til­felli Betri sam­gangna. „Gjalda þarf var­hug þegar kemur að heim­ildum til lán­taka með ábyrgð rík­is­ins þegar mikil óvissa ríkir um fjár­hags­grund­völl þess verk­efnis sem lána skal til.“

Átti að vera aðlað­andi fyrir fjár­festa

Íslenska ríkið ákvað á árunum 2009 og 2010 að kanna að ráð­ist yrði í gerð Vaðla­heið­­­ar­­­ganga í einka­fram­­­kvæmd. Leitað var til íslenskra líf­eyr­is­­­sjóða um að koma að fjár­­­­­mögnun verk­efn­is­ins en ekki náð­ist saman um slíkt. Því ákvað þáver­andi rík­­­is­­­stjórn Sam­­­fylk­ingar og Vinstri grænna að verk­efnið yrði fjár­­­­­magnað af rík­­­is­­­sjóði til skamms tíma en síðar yrði leitað á almennan markað að lang­­­tíma­fjár­­­­­mögn­un. Verk­efnið átti að verða aðlað­andi fyrir fjár­­­­­festa m.a. vegna þess að fjár­­­­­mögn­unin átti að verða rekstr­­­ar­­­lega sjálf­­­bær með inn­­­heimtu veggjalds.

Vaðlaheiðargöng Mynd: Vadlaheidargong.is

Í júní 2012 sam­­­þykkti Alþingi svo lög um gerð jarð­­­ganga undir Vaðla­heiði. Í þeim fólst að rík­­­is­­­sjóður gat lánað allt að 8,7 millj­­­arða króna til verk­efn­is­ins, á því verð­lagi sem var í lok árs 2011. Vextir á lán­unum voru allt að 3,7 pró­­­sent og átti það fé að duga fyrir stofn­­­kostn­aði. Sér­­­stakt félag var stofnað utan um fram­­­kvæmd­ina, Vaðla­heið­­­ar­­­göng ehf. Meiri­hluta­eig­andi þess félags með 66 pró­sent eign­ar­hlut er Greið leið ehf.  sem er meðal ann­ars í eigu Akur­eyr­­­ar­bæj­­­­­ar, fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lags­ins KEA, Útgerð­­­ar­­­fé­lags Akur­eyr­inga og ann­arra minni sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­landi. Minn­i­hluta­eig­andi í félag­inu er íslenska rík­ið, sem á 33 pró­sent. Gert var ráð fyrir að fram­­­kvæmdum yrði lokið í árs­­­lok 2016 og að ganga­gröftur myndi klár­­­ast í sept­­­em­ber 2015. Göngin voru á end­anum opnum í des­em­ber 2018. Inn­heimt veggjöld hafa ekki staðið undir kostn­aði við gerð þeirra.

Skulda rík­inu 18,6 millj­arða

Í úttekt­­ar­­skýrslu ​um gerð Vaðla­heiða­­ganga frá árinu 2017, sem unnin var að beiðni þáver­andi rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, var kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu að fram­­kvæmdin gæti ekki talist eig­in­­leg einka­fram­­kvæmd. Í raun væri hún rík­­is­fram­­kvæmd þótt að upp­­haf­­lega hefði hún ekki verið kynnt sem slík til að hafi ekki þurft að lúta for­­gangs­röðun sam­­göng­u­á­ætl­­un­­ar. Frá því að lög um gerð gang­anna voru sett hafi íslenska ríkið borið meg­in­á­hættu af Vaðla­heið­­ar­­göngum í formi fram­­kvæmda­láns til verks­ins.

Skuldir Vaðla­heið­ar­ganga við rík­is­sjóð voru 18,6 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og vaxta­gjöld á síð­asta ári voru 932 millj­ónir króna. Gjald­dagi skulda félags­ins var 1. maí síð­ast­lið­inn en búið er að fresta inn­heimtu­að­gerðum á meðan að fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing félags­ins utan um fram­kvæmd­ina stendur yfir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent