Ríkisreikningur gefur kolranga mynd af kostnaði við hrunið

15127298022-fda337805f-z.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt skrif­legu svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Elsu Láru Arn­ar­dótt­ur, þing­konu Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur rík­is­sjóður greitt 153 millj­arða króna í vexti og verð­bætur vegna lána, sem tekin voru til end­ur­reisnar á fjár­mála­kerf­inu frá banka­hruni í októ­ber árið 2008 til dags­ins í dag. Kjarn­inn greindi frá mál­inu í gær.

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, segir á Face­book síðu sinni að talan gefi kol­ranga mynd af raun­veru­legum kostn­aði rík­is­ins vegna falls fjár­mála­kerf­is­ins.

Í stöðu­færslu skrifar Gylfi: „Tökum t.d. féð sem lagt var inn í ann­ars vegar Seðla­bank­ann og hins vegar Lands­bank­ann. Í báðum til­fellum gaf rík­is­sjóður út skulda­bréf sem lagt var inn í við­kom­andi banka. Seðla­bank­inn er að öllu leyti í eigu rík­is­sjóðs og Lands­bank­inn að nær öllu leyti. Það þýðir að ríkið er að greiða sjálfu sér vexti. Bæði útgjöldin og tekj­urnar lenda því hjá rík­inu. Ef gerður væri sam­stæðu­reikn­ingur fyrir Ríkið Group þá myndu þessar vaxta­greiðslur þurrkast út. Þetta er því ekki raun­veru­legur kostn­aður fyrir rík­ið, þótt hann virð­ist það eins og rík­is­reikn­ingur er tek­inn sam­an. Þetta eru milli­færslur innan opin­bera geirans.“

Auglýsing

Gylfi segir töl­urnar ekki gefa rétta mynd af því mikla tjóni sem ríkið varð fyrir vegna banka­hruns­ins. „...­sér­stak­lega þegar Seðla­bank­inn fór á hlið­ina vegna þess að hann hafði tekið gölluð veð í aðdrag­anda hruns, en þessar tölur gefa ekki rétta mynd af því tjóni (það var raunar mun meira en 153 millj­arð­ar­).“

Stöðuuppfærsla Gylfa Magnússonar á Facebook. Stöðu­upp­færsla Gylfa Magn­ús­sonar á Face­book.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None