Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi í LÖKE-máli til Hæstaréttar Íslands

10016405946_83dcf08c6b_c.jpg
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari hyggst áfrýja sýknu­dómi yfir lög­reglu­mann­inum Gunn­ari Schev­ing Thor­steins­syni, í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða, til Hæsta­réttar Íslands.

Gunnar Schev­ing var hand­tek­inn í apr­íl­mán­uði árið 2014 og ákærður í kjöl­farið fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­maður sem og fyrir að miðla per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila.

Vegna ágalla á rann­sókn máls­ins ákvað rík­is­sak­sókn­ari að fella niður veiga­mesta ákæru­lið­inn í byrjun mars, en fór fram á að ákvörðun refs­ingar yrði frestað yrði Gunnar sak­felldur fyrir seinni ákæru­lið­inn, sem þýðir að honum yrði ekki gerð refs­ing nema hann gerð­ist aftur brot­legur við lög­. Hér­aðs­dómur sýkn­aði síðan Gunnar í mál­inu þann 17. mars síð­ast­lið­inn og dæmdi að máls­kostn­aður upp á rúmar fjórar millj­ónir króna yrði greiddur úr rík­is­sjóði.

Auglýsing

Gunnar Schev­ing hóf aftur störf hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í kjöl­far sýknu­dóms­ins.

„Emb­ættið að reyna að bjarga and­lit­inu í fjöl­miðl­um“Hvorki Sig­ríður J. Frið­jóns­dóttir rík­is­sak­sókn­ari né Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, sem sótti málið fyrir hönd emb­ætt­is­ins, hafa svarað fyr­ir­spurnum Kjarn­ans vegna máls­ins í dag. Sam­kvæmt áfrýj­un­ar­stefnu máls­ins, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, gerir emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara þá kröfu að Gunnar verði sak­felldur fyrir seinni ákæru­lið­inn og hann dæmdur til refs­ing­ar.

Garðar St. Ólafs­son, verj­andi Gunn­ars, á von á því að þetta þýði að ákæru­valdið muni gera sömu kröfur fyrir Hæsta­rétti og fyrir Hér­aðs­dómi, það er að ákvörðun refs­ingar verði frestað ef sak­fellt verður og máls­kostn­aður falli á rík­is­sjóð. „Miðað við for­dæmi rík­is­sak­sókn­ara í sam­bæri­legum málum virð­ist áfrýjun í mál­inu snú­ast meira um að reyna að bjarga and­liti emb­ætt­is­ins í fjöl­miðlum en nokkuð ann­að.­Getur rík­is­sak­sókn­ari útskýrt hvernig þetta meinta brot rétt­lætir bæði ákæru og áfrýjun en ekk­ert ger­ist þegar lög­reglu­stjórar sann­an­lega deila upp­lýs­ingum sem bundnar eru þagn­ar­skyld­u?“

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None