Aðlaganir og undanþágubeiðnir EES-ríkjanna áhyggjuefni

eu-1.jpg
Auglýsing

Evr­ópu­þingið hefur áhyggjur af því að EES-­ríkin þrjú, Ísland, Nor­egur og Lichten­stein, óski í auknum mæli eftir aðlög­unum og und­an­þágum frá EES-­gerðum sem þeim er skylt að taka upp sam­kvæmt samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Þingið telur þessar beiðnir leiða til óþarfra tafa og valdi sprungum á innri mark­aðn­um.

Þetta kemur fram í fyrstu drögum að þings­á­lyktun sem nefnd Evr­ópu­þings­ins um innri mark­að­inn og neyt­enda­vernd vinnur nú að um EES-­samn­ing­inn og sam­skipti Evr­ópu­sam­bands­ins við Sviss.

Evr­ópu­þing­mað­ur­inn Andr­eas Schwab er skýrslu­gjafi nefnd­ar­innar en hann mun fjalla um þessi mál á fundi Alþjóða­mála­stofn­unar á morg­un.

Auglýsing

Í skýrslu­drög­unum er áhyggjum lýst af þessu ástandi og Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru sterk­lega hvatt til þess að bæta úr þessu ástandi þannig að jöfn tæki­færi allra séu tryggð á innri mark­aðn­um.

Áhyggjur af inn­leið­ing­ar­halla ÍslandsÍ skýrsl­unni er einnig vikið að inn­leið­ing­ar­halla EES-­ríkj­anna, sem er stuð­ull sem mælir hversu margar EES-­gerðir ríkin inn­leiða ekki á réttum tíma. Hall­inn hefur und­an­farin ár verið lang­mestur hjá Íslandi og sam­kvæmt síð­asta frammi­stöðu­mati Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, ESA, var hall­inn um mitt ár í fyrra 3,1 pró­sent. Á sama tíma var inn­leið­ing­ar­hall­inn 1,9 pró­sent í Nor­egi og 0,7 pró­sent í Liechten­stein.

Áhyggjum er lýst yfir vegna þessa halla, bæði á Íslandi og í hinum ríkj­un­um, þar sem hann hefur auk­ist mikið und­an­farin ár. Nauð­syn­legt sé að EES-lög­gjöf sé tekin upp í ríkj­unum eins skömmu eftir að hún er tekin upp í ESB-­ríkj­unum og hægt er. Ríkin eru hvött til þess að leggja meira á sig til þess að ná tökum á inn­leið­ing­ar­hall­an­um.

Vikið er sér­stak­lega að Íslandi í skýrslu­drög­unum og kemur fram þar að Evr­ópu­þingið taki bréf íslensku rík­is­stjórn­ar­innar um stöðu Íslands sem umsókn­ar­ríkis að ESB til greina. Í ljósi þess eru Íslend­ingar sterk­lega hvattir til þess að spýta í lóf­ana og upp­fylla skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um.

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir vilja sínum til þess að taka á inn­leið­ing­ar­hall­an­um. Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum und­an­farna daga hefur málum ESA gegn Íslandi fjölgað mikið und­an­far­ið, en þau eru til komin vegna tafa á inn­leið­ing­um. Í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is­mál, sem hann lagði fyrir þingið í síð­asta mán­uði, kemur fram að ell­efu dómar hafa fallið gegn Íslandi á síð­asta ári. Fjögur mál til við­bótar eru til með­ferð­ar. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að þessi staða sé ríkt áhyggju­efni fyrir stjórn­völd.

Sam­kvæmt Evr­ópu­stefnu stjórn­valda á að bæta úr þessum málum og skip­aður hefur verið starfs­hópur sem á að fara yfir þessi mál. Sam­kvæmt sömu stefnu áttu ekki að vera nein dóms­mál af þessu tagi fyrir dóm­stólum á fyrri hluta þessa árs, og inn­leið­ing­ar­hall­inn átti að vera kom­inn niður fyrir 1 pró­sent.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None