Aðlaganir og undanþágubeiðnir EES-ríkjanna áhyggjuefni

eu-1.jpg
Auglýsing

Evr­ópu­þingið hefur áhyggjur af því að EES-­ríkin þrjú, Ísland, Nor­egur og Lichten­stein, óski í auknum mæli eftir aðlög­unum og und­an­þágum frá EES-­gerðum sem þeim er skylt að taka upp sam­kvæmt samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Þingið telur þessar beiðnir leiða til óþarfra tafa og valdi sprungum á innri mark­aðn­um.

Þetta kemur fram í fyrstu drögum að þings­á­lyktun sem nefnd Evr­ópu­þings­ins um innri mark­að­inn og neyt­enda­vernd vinnur nú að um EES-­samn­ing­inn og sam­skipti Evr­ópu­sam­bands­ins við Sviss.

Evr­ópu­þing­mað­ur­inn Andr­eas Schwab er skýrslu­gjafi nefnd­ar­innar en hann mun fjalla um þessi mál á fundi Alþjóða­mála­stofn­unar á morg­un.

Auglýsing

Í skýrslu­drög­unum er áhyggjum lýst af þessu ástandi og Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru sterk­lega hvatt til þess að bæta úr þessu ástandi þannig að jöfn tæki­færi allra séu tryggð á innri mark­aðn­um.

Áhyggjur af inn­leið­ing­ar­halla ÍslandsÍ skýrsl­unni er einnig vikið að inn­leið­ing­ar­halla EES-­ríkj­anna, sem er stuð­ull sem mælir hversu margar EES-­gerðir ríkin inn­leiða ekki á réttum tíma. Hall­inn hefur und­an­farin ár verið lang­mestur hjá Íslandi og sam­kvæmt síð­asta frammi­stöðu­mati Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, ESA, var hall­inn um mitt ár í fyrra 3,1 pró­sent. Á sama tíma var inn­leið­ing­ar­hall­inn 1,9 pró­sent í Nor­egi og 0,7 pró­sent í Liechten­stein.

Áhyggjum er lýst yfir vegna þessa halla, bæði á Íslandi og í hinum ríkj­un­um, þar sem hann hefur auk­ist mikið und­an­farin ár. Nauð­syn­legt sé að EES-lög­gjöf sé tekin upp í ríkj­unum eins skömmu eftir að hún er tekin upp í ESB-­ríkj­unum og hægt er. Ríkin eru hvött til þess að leggja meira á sig til þess að ná tökum á inn­leið­ing­ar­hall­an­um.

Vikið er sér­stak­lega að Íslandi í skýrslu­drög­unum og kemur fram þar að Evr­ópu­þingið taki bréf íslensku rík­is­stjórn­ar­innar um stöðu Íslands sem umsókn­ar­ríkis að ESB til greina. Í ljósi þess eru Íslend­ingar sterk­lega hvattir til þess að spýta í lóf­ana og upp­fylla skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um.

Íslensk stjórn­völd hafa lýst yfir vilja sínum til þess að taka á inn­leið­ing­ar­hall­an­um. Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum und­an­farna daga hefur málum ESA gegn Íslandi fjölgað mikið und­an­far­ið, en þau eru til komin vegna tafa á inn­leið­ing­um. Í skýrslu utan­rík­is­ráð­herra um utan­rík­is­mál, sem hann lagði fyrir þingið í síð­asta mán­uði, kemur fram að ell­efu dómar hafa fallið gegn Íslandi á síð­asta ári. Fjögur mál til við­bótar eru til með­ferð­ar. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að þessi staða sé ríkt áhyggju­efni fyrir stjórn­völd.

Sam­kvæmt Evr­ópu­stefnu stjórn­valda á að bæta úr þessum málum og skip­aður hefur verið starfs­hópur sem á að fara yfir þessi mál. Sam­kvæmt sömu stefnu áttu ekki að vera nein dóms­mál af þessu tagi fyrir dóm­stólum á fyrri hluta þessa árs, og inn­leið­ing­ar­hall­inn átti að vera kom­inn niður fyrir 1 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None