Ríkissaksóknari vísar gagnrýni Jóns Óttars á bug

scales.of-.justice.gavel-4-715x320.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Frið­jóns­dótt­ir, rík­is­sak­sókn­ari, vísar á bug ásök­unum Jóns Ótt­ars Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, um að hún hafi látið undir höfuð leggj­ast að rann­saka ábend­ingar hans um að starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara fremdu lög­brot með því að hlera sím­töl sak­born­inga við verj­end­ur. Ávirð­ing­ar Jóns Ótt­ars komu fram í við­tali við hann ­sem birt­ist í Frétta­blað­inu á laug­ar­dag­inn. Þar kveðst Jón Óttar hafa bent rík­is­sak­sókn­ara á meint lög­brot innan emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara í grein­ar­gerð árið 2012.

"Hún hefði alveg getað rann­sakað þetta"Jón Óttar seg­ist hafa orðið þess strax áskynja að sér­stakur sak­sókn­ari hler­aði sím­töl verj­enda við skjól­stæð­inga, en slíkt er óheim­ilt sam­kvæmt saka­mála­lög­um. Hann seg­ist hafa nokkrum sinnum orðið vitni að því að þegar sím­töl lög­manna hafi verið spiluð í hátal­ara á borði svo sak­sókn­arar og aðrir gætu heyrt hvað mönnum fór á milli, er lög­menn­irnir ráð­lögðu sak­born­ingum og fóru yfir vörn þeirra. "Stemm­ingin í kringum þetta var eins og hjá krökkum í sæl­gæt­is­búð; nú vissu menn betur hvernig verj­endur sak­born­inga myndu stilla vörn­inni upp," segir Jón Ótt­ar.

Í áður­nefndu við­tal segir Jón Ótt­ar: "Það er í grein­ar­gerð­inni okkar nákvæm lýs­ing á þessu, að það er verið að hlusta á sím­töl lög­manna. Samt seg­ist hún ekki hafa haft vit­neskju um þetta fyrr en í fyrra og þá hafi öll málin verið fyrnd. Árið 2012 voru málin ekk­ert fyrnd. Hún hefði alveg getað rann­sakað þetta," segir Jón Ótt­ar.

Segir að farið hafi verið yfir ábend­ing­arnarSig­ríður hafnar þessum ávirð­ingum í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í dag. Hægt er að lesa yfir­lýs­ing­una í heild sinni á vef rík­is­sak­sókn­ara hér.

Í yfir­lýs­ing­unn­i ­seg­ir:„­Rík­is­sak­sókn­ari stað­festir að í þeirri grein­ar­gerð koma fram ábend­ingar um mis­fellur við með­ferð rann­sókn­ar­gagna af hálfu starfs­manna við emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Þær ábend­ingar sam­rým­ast ekki að öllu leyti því sem fram kemur í við­tali við annan af sak­born­ing­un­um, Jón Óttar Ólafs­son, í Frétta­blað­inu 13. sept­em­ber sl. og aðrir fjöl­miðlar hafa fjallað um á síð­ustu dög­um. Við rann­sókn og með­ferð máls­ins hjá rík­is­sak­sókn­ara á árinu 2012 og í árs­byrjun 2013 var farið yfir umræddar ábend­ing­ar, meðal ann­ars við skýrslu­tökur af öðrum starfs­mönnum emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Nið­ur­staða rík­is­sak­sókn­ara á þeim tíma var að ekki væri grund­völlur fyrir sér­stakri rann­sókn eða athugun vegna ábend­ing­anna."

Auglýsing

Sig­ríður segir einnig að hún hafi, frá því að hún var skipuð í starfið 2011, leit­ast við að koma á eft­ir­liti með hlust­unum lög­reglu­stjóra og sér­staks sak­sókn­ara. Í þeirri við­leitni hafi hún meðal ann­ars krafið emb­ættin um gögn og upp­lýs­ingar því tengdu. „Þau svör sem borist hafa frá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafa ekki gefið til­efni til að ætla að þar sé ekki farið eftir ákvæðum laga um með­ferð saka­mála."

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None