Ríkissjóður grynnkar á erlendum skuldum - Vaxtakostnaður lækkar

sedlabankinn.jpg
Auglýsing

Rík­is­sjóður keypti í gær eigin skulda­bréf að nafn­virði 400 millj­ónir Banda­ríkja­doll­ara, jafn­virði um 54 millj­arða króna. Með kaup­unum grynnkar á erlendum skuldum rík­is­sjóðs, en sam­kvæmt svörum Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þá not­aði rík­is­sjóður inn­stæður sínar í erlendum gjald­eyri hjá Seðla­bank­anum til þess að greiða fyrir end­ur­kaup­in. Gjald­eyr­is­forð­inn lækkar því sem nemur end­ur­kaup­un­um.

Áætla má að vaxta­kostn­aður sem sparist við end­ur­kaupin nemi um einu pró­senti af heild­ar­fjár­hæð, eða um hálfum millj­arði króna.

Auglýsing


Skulda­bréfa­flokk­ur­inn, sem alls er einn millj­arður doll­ara að stærð, var gefin út árið 2011 og er á gjald­daga í júní 2016. Áður hafði rík­is­sjóður keypt til baka um 97 millj­ónir doll­ara af bréf­un­um á opnum mark­aði en í gær var um að ræða útboð. Því er um helm­ingur flokks­ins enn útistand­andi, um 503 millj­ónir doll­ara, og í eigu fjár­festa.End­ur­kaupin eru hluti af lausa­fjár- og skulda­stýr­ingu. Þar sem skuldin var orðin að skamm­tíma­skuld, gjald­dagi innan árs og rík­is­sjóður á nægar gjald­eyr­is­inn­stæður hjá Seðla­banka Íslands á móti skuld­inni var ákveðið að nýta forða til að draga úr stærð gjald­dag­ans í júní 2016,“ segir í svari Seðla­bank­ans við spurn­ingum Kjarn­ans um kostnað við end­ur­kaup­in. Skulda­bréfin voru end­ur­keypt á geng­inu 103,75 og kostn­aður við end­ur­kaupin þannig um 56 millj­arðar króna.Í svari frá Seðla­bank­anum kemur fram að end­ur­kaupin dragi úr end­ur­fjár­mögn­un­ar­á­hættu, en skulda­bréfa­flokk­ur­inn er sem fyrr greinir á gjald­daga í júní á næsta ári. Þá sé nokkuð svig­rúm til vaxta­sparn­aðar fyrir rík­is­sjóð með kaup­un­um, en skulda­bréfa­flokk­ur­inn bar 4,875 pró­sent vexti og eru skamm­tíma­vextir nokkuð lægri. Bent er á að inn­stæðu­vextir í Banda­ríkja­doll­urum eru í dag um 0,1 pró­sent. Út frá því má áætla að vaxta­kostn­aður lækki um 500 millj­ónir króna.

Skulda­staða rík­is­sjóðs lækkar

Eftir end­ur­kaupin er skulda­staða rík­is­sjóðs 400 millj­ónum doll­ara lægri, eða um 54 millj­örðum króna lægri. Skuldir lækka úr 1.474 millj­örðum króna í um 1.420 millj­arða króna. Fram kemur í svari Seðla­bank­ans að vergar skuldir rík­is­sjóðs í hlut­falli af vergri lands­fram­leiðslu lækki við þetta um 2,5 pró­sent og fara í 64,5 pró­sent. End­ur­kaupin eru sögð hluti af stærri stefnu um skulda­stýr­ingu ásamt ráð­stöfun forða og feli í sér hag­ræð­ingu og nokk­urt svig­rúm til sparn­að­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None