Síldarvinnslan vill ekki að Ísland beiti Rússa viðskiptaþvingunum

Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaups­stað, telur þátt­töku Íslands í við­skipta­banni gegn Rússum vera van­hugs­aða. Með þátt­töku eru gríð­ar­legir hags­munir þjóð­ar­bús­ins lagðir að veði, segir Gunn­þór í grein sem birt­ist á vef­síðu Síld­ar­vinnsl­unnar í dag. „Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að,“ segir Gunn­þór.

Nú sitja stjórn­endur fyr­ir­tækja milli vonar og ótta um það hvort stjórn­völd í Rúss­landi láti okkur á list­ann yfir þjóðir sem beittar verða við­skipta­þving­un­um. Mik­il­vægar ver­tíðir eru framund­an. Kraftar utan­rík­is­ráð­herra og hans fólks eiga ekki að fara í það að selja sjáv­ar­af­urð­ir. Athygli þeirra á að bein­ast að því að halda góðu sam­bandi við við­skipta­þjóðir okkar svo við getum flutt út sjáv­ar­af­urðir og aflað þjóð­ar­bú­inu tekna,“ segir í grein­inni. Síld­ar­vinnslan hefur flutt út síld­ar­af­urðir til Rúss­lands í meira en hálfa öld og hefur skipt fyr­ir­tækið miklum máli. „Vonum við að svo verði áfram um ókomna tíð og að sam­skipti okkar og við­skipta­vina okkar í Rúss­landi haldi áfram að styrkj­ast.“

Auglýsing


Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að stjórn­völd í Rúss­landi und­ir­búi nú útvíkkun á inn­flutn­ings­banni á mat­vörum sem er þegar í gildi gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­lönd­um. Þetta hafa rúss­nesk stjórn­völd þó ekki stað­fest. Sam­kvæmt frétt fjöl­mið­ils­ins Russian Times hyggj­ast stjörn­völd láta inn­flutn­ings­bannið einnig ná til þeirra sjö Evr­ópu­ríkja sem styðja við­skipta­þving­anir ESB gagn­vart Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland er eitt þess­ara sjö ríkja.Fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar segir enga efn­is­lega umræðu hafa farið fram um þátt­töku íslenskra stjórn­valda í að fram­lengja við­skipta­bann gegn Rússum, en það var gert í síð­ustu viku.

Telur hlut­leysi rétt­ast

Gunn­þór segir það hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neytis Íslands að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. „Und­ir­rit­aður átti fundi bæði með ráð­herra og for­manni utan­rík­is­mála­nefndar eftir að í ljós kom að Ísland studdi upp­haf­legar þving­un­ar­að­gerðir gegn Rússum þar sem þeim var fylli­lega gerð grein fyrir þeim afleið­ingum sem þetta gæti haft ef við­skipta­bann gegn Íslandi kæmi til fram­kvæmda.  Samt sér Birgir Ármanns­son, for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, enga ástæðu til að staldra við þótt gríð­ar­legir hags­munir séu í húfi fyrir íslenskt efna­hags­líf.Hlut­verk stjórn­valda er að skapa umgjörð um starfs­skil­yrði fyr­ir­tækja og styðja við þann far­veg sem alþjóð­leg við­skipti fara um. Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að.Við­skipta­þving­anir hafa tak­mörkuð áhrif og bitna helst á þeim sem síst skyldi, það er almennum borg­urum við­kom­andi ríkja. Hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. Það á að rækta við­skiptin við Rússa á þessum erf­iðu tímum og er full ástæða að við­halda ára­tuga góðum við­skipta­sam­böndum við Rússa,“ segir hann.

Afleið­ing­arnar steyp­ast yfir okkur

„Af­leið­ingar af þess­ari þátt­töku Íslend­inga eru að öllum lík­indum að steyp­ast yfir okkur á næstu dögum í formi inn­flutn­ings­banns á einn af okkar mik­il­væg­ustu mörk­uðum fyrir frystan upp­sjáv­ar­fisk; loðn­u-, síld­ar- og mak­ríl­af­urð­ir. Auk þess hefur mark­aður fyrir bol­fiskaf­urðir okkar verið vax­andi í Rúss­landi. Við­skipta­að­ilar okkar þar í landi hafa verið dug­legir að upp­lýsa okkur um frétta­flutn­ing af þessu máli sl. viku og hefur verið alveg skýrt í þeirra huga hvert málið stefn­ir. Samt virð­ast þessar fréttir koma utan­rík­is­ráð­herra á óvart í Morg­un­blað­inu og hann segir óljóst hvað Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra sé að segja. Hér eru miklir hags­munir í húfi og ráð­herra lætur málið koma sér í opna skjöldu!Við Íslend­ingar höfum síð­ustu ára­tug­ina átt í far­sælum og góðum við­skiptum við Rúss­land og stóðu þau við­skipti af sér kalda stríð­ið.   Eins og sést í sam­an­tekt hér að neð­an, sem byggð er á gögnum frá Hag­stofu Íslands, hafa við­skipti við Rúss­land með sjáv­ar­af­urðir vaxið ár frá ári.“Gunn­þór segir enn­fremur að við­skipti með síld­ar­af­urðir eigi sér margra ára­tuga sögu. Mark­aður fyrir frosna loðnu hafi vaxið síðusut ára­tug­ina og mark­aður fyrir loðnu­hrogn sé stækk­anid. „Með til­komu mak­ríls­ins nýtt­ust við­skipta­sam­böndin strax til að byggja upp góða mark­aði fyrir mak­ríl­af­urðir okk­ar. Hags­mun­ir­þjóð­ar­innar eru hér mikl­ir.“

Stórt við­skipta­land

Kjarn­inn fjall­aði um við­skipta­bannið í gær og rýndi meðal ann­ars í utan­rík­is­við­skipti Íslands og Rúss­lands á síð­ustu árum. Í fyrra var Rúss­land 6. stærsta við­skipta­land Íslands. Alls voru fluttar út vör­ur, mest sjáv­ar­af­urð­ir, fyrir 29 millj­arða króna. Það er um fimm pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Íslands árið 2014.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None