Síldarvinnslan vill ekki að Ísland beiti Rússa viðskiptaþvingunum

Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaups­stað, telur þátt­töku Íslands í við­skipta­banni gegn Rússum vera van­hugs­aða. Með þátt­töku eru gríð­ar­legir hags­munir þjóð­ar­bús­ins lagðir að veði, segir Gunn­þór í grein sem birt­ist á vef­síðu Síld­ar­vinnsl­unnar í dag. „Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að,“ segir Gunn­þór.

Nú sitja stjórn­endur fyr­ir­tækja milli vonar og ótta um það hvort stjórn­völd í Rúss­landi láti okkur á list­ann yfir þjóðir sem beittar verða við­skipta­þving­un­um. Mik­il­vægar ver­tíðir eru framund­an. Kraftar utan­rík­is­ráð­herra og hans fólks eiga ekki að fara í það að selja sjáv­ar­af­urð­ir. Athygli þeirra á að bein­ast að því að halda góðu sam­bandi við við­skipta­þjóðir okkar svo við getum flutt út sjáv­ar­af­urðir og aflað þjóð­ar­bú­inu tekna,“ segir í grein­inni. Síld­ar­vinnslan hefur flutt út síld­ar­af­urðir til Rúss­lands í meira en hálfa öld og hefur skipt fyr­ir­tækið miklum máli. „Vonum við að svo verði áfram um ókomna tíð og að sam­skipti okkar og við­skipta­vina okkar í Rúss­landi haldi áfram að styrkj­ast.“

Auglýsing


Greint var frá því í fjöl­miðlum í gær að stjórn­völd í Rúss­landi und­ir­búi nú útvíkkun á inn­flutn­ings­banni á mat­vörum sem er þegar í gildi gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­lönd­um. Þetta hafa rúss­nesk stjórn­völd þó ekki stað­fest. Sam­kvæmt frétt fjöl­mið­ils­ins Russian Times hyggj­ast stjörn­völd láta inn­flutn­ings­bannið einnig ná til þeirra sjö Evr­ópu­ríkja sem styðja við­skipta­þving­anir ESB gagn­vart Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða þeirra í Úkra­ínu. Ísland er eitt þess­ara sjö ríkja.Fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar segir enga efn­is­lega umræðu hafa farið fram um þátt­töku íslenskra stjórn­valda í að fram­lengja við­skipta­bann gegn Rússum, en það var gert í síð­ustu viku.

Telur hlut­leysi rétt­ast

Gunn­þór segir það hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neytis Íslands að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. „Und­ir­rit­aður átti fundi bæði með ráð­herra og for­manni utan­rík­is­mála­nefndar eftir að í ljós kom að Ísland studdi upp­haf­legar þving­un­ar­að­gerðir gegn Rússum þar sem þeim var fylli­lega gerð grein fyrir þeim afleið­ingum sem þetta gæti haft ef við­skipta­bann gegn Íslandi kæmi til fram­kvæmda.  Samt sér Birgir Ármanns­son, for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, enga ástæðu til að staldra við þótt gríð­ar­legir hags­munir séu í húfi fyrir íslenskt efna­hags­líf.Hlut­verk stjórn­valda er að skapa umgjörð um starfs­skil­yrði fyr­ir­tækja og styðja við þann far­veg sem alþjóð­leg við­skipti fara um. Sé raun­veru­legur vilji til að aðstoða íslensk fyr­ir­tæki og gæta að hags­munum þjóð­ar­innar getur ráð­herra lýst yfir hlut­leysi stjórn­valda og reynt að vinda ofan af stuðn­ingi Íslands í aðgerðum gegn Rúss­um. Á þann hátt er sjálf­stæði Íslend­inga í utan­rík­is­málum und­ir­strik­að.Við­skipta­þving­anir hafa tak­mörkuð áhrif og bitna helst á þeim sem síst skyldi, það er almennum borg­urum við­kom­andi ríkja. Hlut­verk utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins er að fram­fylgja utan­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar eftir diplómat­ískum leiðum en ekki að beita þjóðir við­skipta­þving­unum án umræðu. Það á að rækta við­skiptin við Rússa á þessum erf­iðu tímum og er full ástæða að við­halda ára­tuga góðum við­skipta­sam­böndum við Rússa,“ segir hann.

Afleið­ing­arnar steyp­ast yfir okkur

„Af­leið­ingar af þess­ari þátt­töku Íslend­inga eru að öllum lík­indum að steyp­ast yfir okkur á næstu dögum í formi inn­flutn­ings­banns á einn af okkar mik­il­væg­ustu mörk­uðum fyrir frystan upp­sjáv­ar­fisk; loðn­u-, síld­ar- og mak­ríl­af­urð­ir. Auk þess hefur mark­aður fyrir bol­fiskaf­urðir okkar verið vax­andi í Rúss­landi. Við­skipta­að­ilar okkar þar í landi hafa verið dug­legir að upp­lýsa okkur um frétta­flutn­ing af þessu máli sl. viku og hefur verið alveg skýrt í þeirra huga hvert málið stefn­ir. Samt virð­ast þessar fréttir koma utan­rík­is­ráð­herra á óvart í Morg­un­blað­inu og hann segir óljóst hvað Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra sé að segja. Hér eru miklir hags­munir í húfi og ráð­herra lætur málið koma sér í opna skjöldu!Við Íslend­ingar höfum síð­ustu ára­tug­ina átt í far­sælum og góðum við­skiptum við Rúss­land og stóðu þau við­skipti af sér kalda stríð­ið.   Eins og sést í sam­an­tekt hér að neð­an, sem byggð er á gögnum frá Hag­stofu Íslands, hafa við­skipti við Rúss­land með sjáv­ar­af­urðir vaxið ár frá ári.“Gunn­þór segir enn­fremur að við­skipti með síld­ar­af­urðir eigi sér margra ára­tuga sögu. Mark­aður fyrir frosna loðnu hafi vaxið síðusut ára­tug­ina og mark­aður fyrir loðnu­hrogn sé stækk­anid. „Með til­komu mak­ríls­ins nýtt­ust við­skipta­sam­böndin strax til að byggja upp góða mark­aði fyrir mak­ríl­af­urðir okk­ar. Hags­mun­ir­þjóð­ar­innar eru hér mikl­ir.“

Stórt við­skipta­land

Kjarn­inn fjall­aði um við­skipta­bannið í gær og rýndi meðal ann­ars í utan­rík­is­við­skipti Íslands og Rúss­lands á síð­ustu árum. Í fyrra var Rúss­land 6. stærsta við­skipta­land Íslands. Alls voru fluttar út vör­ur, mest sjáv­ar­af­urð­ir, fyrir 29 millj­arða króna. Það er um fimm pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi Íslands árið 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None