Síldarvinnslan vill ekki að Ísland beiti Rússa viðskiptaþvingunum

Gunnþór Ingvarsson
Auglýsing

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, telur þátttöku Íslands í viðskiptabanni gegn Rússum vera vanhugsaða. Með þátttöku eru gríðarlegir hagsmunir þjóðarbúsins lagðir að veði, segir Gunnþór í grein sem birtist á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. „Sé raunverulegur vilji til að aðstoða íslensk fyrirtæki og gæta að hagsmunum þjóðarinnar getur ráðherra lýst yfir hlutleysi stjórnvalda og reynt að vinda ofan af stuðningi Íslands í aðgerðum gegn Rússum. Á þann hátt er sjálfstæði Íslendinga í utanríkismálum undirstrikað,“ segir Gunnþór.

Nú sitja stjórnendur fyrirtækja milli vonar og ótta um það hvort stjórnvöld í Rússlandi láti okkur á listann yfir þjóðir sem beittar verða viðskiptaþvingunum. Mikilvægar vertíðir eru framundan. Kraftar utanríkisráðherra og hans fólks eiga ekki að fara í það að selja sjávarafurðir. Athygli þeirra á að beinast að því að halda góðu sambandi við viðskiptaþjóðir okkar svo við getum flutt út sjávarafurðir og aflað þjóðarbúinu tekna,“ segir í greininni. Síldarvinnslan hefur flutt út síldarafurðir til Rússlands í meira en hálfa öld og hefur skipt fyrirtækið miklum máli. „Vonum við að svo verði áfram um ókomna tíð og að samskipti okkar og viðskiptavina okkar í Rússlandi haldi áfram að styrkjast.“


Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að stjórnvöld í Rússlandi undirbúi nú útvíkkun á innflutningsbanni á matvörum sem er þegar í gildi gagnvart Evrópusambandslöndum. Þetta hafa rússnesk stjórnvöld þó ekki staðfest. Samkvæmt frétt fjölmiðilsins Russian Times hyggjast stjörnvöld láta innflutningsbannið einnig ná til þeirra sjö Evrópuríkja sem styðja viðskiptaþvinganir ESB gagnvart Rússlandi vegna hernaðaraðgerða þeirra í Úkraínu. Ísland er eitt þessara sjö ríkja.

Auglýsing

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir enga efnislega umræðu hafa farið fram um þátttöku íslenskra stjórnvalda í að framlengja viðskiptabann gegn Rússum, en það var gert í síðustu viku.

Telur hlutleysi réttast

Gunnþór segir það hlutverk utanríkisráðuneytis Íslands að framfylgja utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar eftir diplómatískum leiðum en ekki að beita þjóðir viðskiptaþvingunum án umræðu. „Undirritaður átti fundi bæði með ráðherra og formanni utanríkismálanefndar eftir að í ljós kom að Ísland studdi upphaflegar þvingunaraðgerðir gegn Rússum þar sem þeim var fyllilega gerð grein fyrir þeim afleiðingum sem þetta gæti haft ef viðskiptabann gegn Íslandi kæmi til framkvæmda.  Samt sér Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, enga ástæðu til að staldra við þótt gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf.


Hlutverk stjórnvalda er að skapa umgjörð um starfsskilyrði fyrirtækja og styðja við þann farveg sem alþjóðleg viðskipti fara um. Sé raunverulegur vilji til að aðstoða íslensk fyrirtæki og gæta að hagsmunum þjóðarinnar getur ráðherra lýst yfir hlutleysi stjórnvalda og reynt að vinda ofan af stuðningi Íslands í aðgerðum gegn Rússum. Á þann hátt er sjálfstæði Íslendinga í utanríkismálum undirstrikað.


Viðskiptaþvinganir hafa takmörkuð áhrif og bitna helst á þeim sem síst skyldi, það er almennum borgurum viðkomandi ríkja. Hlutverk utanríkisráðuneytisins er að framfylgja utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar eftir diplómatískum leiðum en ekki að beita þjóðir viðskiptaþvingunum án umræðu. Það á að rækta viðskiptin við Rússa á þessum erfiðu tímum og er full ástæða að viðhalda áratuga góðum viðskiptasamböndum við Rússa,“ segir hann.

Afleiðingarnar steypast yfir okkur

„Afleiðingar af þessari þátttöku Íslendinga eru að öllum líkindum að steypast yfir okkur á næstu dögum í formi innflutningsbanns á einn af okkar mikilvægustu mörkuðum fyrir frystan uppsjávarfisk; loðnu-, síldar- og makrílafurðir. Auk þess hefur markaður fyrir bolfiskafurðir okkar verið vaxandi í Rússlandi. Viðskiptaaðilar okkar þar í landi hafa verið duglegir að upplýsa okkur um fréttaflutning af þessu máli sl. viku og hefur verið alveg skýrt í þeirra huga hvert málið stefnir. Samt virðast þessar fréttir koma utanríkisráðherra á óvart í Morgunblaðinu og hann segir óljóst hvað Medvedev forsætisráðherra sé að segja. Hér eru miklir hagsmunir í húfi og ráðherra lætur málið koma sér í opna skjöldu!


Við Íslendingar höfum síðustu áratugina átt í farsælum og góðum viðskiptum við Rússland og stóðu þau viðskipti af sér kalda stríðið.   Eins og sést í samantekt hér að neðan, sem byggð er á gögnum frá Hagstofu Íslands, hafa viðskipti við Rússland með sjávarafurðir vaxið ár frá ári.“


Gunnþór segir ennfremur að viðskipti með síldarafurðir eigi sér margra áratuga sögu. Markaður fyrir frosna loðnu hafi vaxið síðusut áratugina og markaður fyrir loðnuhrogn sé stækkanid. „Með tilkomu makrílsins nýttust viðskiptasamböndin strax til að byggja upp góða markaði fyrir makrílafurðir okkar. Hagsmunirþjóðarinnar eru hér miklir.“

Stórt viðskiptaland

Kjarninn fjallaði um viðskiptabannið í gær og rýndi meðal annars í utanríkisviðskipti Íslands og Rússlands á síðustu árum. Í fyrra var Rússland 6. stærsta viðskiptaland Íslands. Alls voru fluttar út vörur, mest sjávarafurðir, fyrir 29 milljarða króna. Það er um fimm prósent af heildarútflutningi Íslands árið 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None