Ríkisstjórnin fátæk og skyni skroppin – og skorti skynsemi

Varaþingmaður Miðflokksins segir að orkuskiptin muni aldrei leysa loftslagsvanda heimsins. Hún telur það bera vott um fátæka og þröng­sýna hugsun þegar öll eggin eru sett í sömu körf­una.

Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins.
Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Ágústa Ágústs­dóttir vara­þing­maður Mið­flokks­ins segir að „við ríka þjóðin í norðri“ séum virkir þátt­tak­endur í eyð­ingu landa og ógn við líf fólks í suðri til þess eins að „geta aðlað okkur sem hina hvítu ridd­ara grænu orku­bylt­ing­ar­inn­ar“ eins og um sér­staka ólymp­íu­grein væri að ræða. Þar ríði yfir­borðs­kenndin um á kostnað inn­við­anna sjálfra hjá þeim sem stjórna.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hóf hún ræðu sína á að segja að í gegnum árin hefði það æ oftar vakið furðu hennar að sitj­andi rík­is­stjórnir hefðu aldrei lagt áherslu á „plan B“ fyrir íslenska þjóð á virkri eld­fjalla­eyju í Norð­ur­-Atl­ants­hafi, hvort sem um væri að ræða út frá nátt­úru­ham­förum eða stríðs­á­standi; eyju stút­fullri af nátt­úru­auð­lindum jafnt á landi sem í sjó.

Auglýsing

„Í dag eru orku­skiptin fremst á odd­inum þar sem raf­magns­bílar og vind­myllur eru tignuð sem hið eina sem bjargað geti okkur frá glöt­un. Lífs­nauð­syn­legt er að nýta okkar inn­lendu orku til þess að við getum orðið eins sjálf­bær og mögu­legt er. Það á að vera skylda hverrar þjóð­ar,“ sagði hún.

Þröng­sýn hugsun að setja öll eggin í sömu körf­una

Ágúst telur það bera vott um fátæka og þröng­sýna hugsun þegar öll eggin eru sett í sömu körf­una.

„Sam­kvæmt mati Alþjóða­orku­stofn­un­ar­innar mun eft­ir­spurnin eftir fágætum jarð­málmum fjór­fald­ast á heims­vísu fyrir árið 2040. Eng­inn iðn­aður er jafn meng­andi fyrir umhverfið eins og námu­iðn­að­ur. Þá má benda hátt­virtum þing­mönnum á að á heims­vísu í dag eru í kringum 32.000 eitruð risa­stöðu­vötn eða lón, sem er afleið­ing þess sem við meðal ann­ars köllum græn orku­skipti. Vegna eft­ir­spurnar munu námur heims­ins aldrei ná að fóðra slíkar kröfur og því eru fyr­ir­tæki eins og til dæmis Deep Green og UK Sea­bed Reso­urces löngu byrjuð að kanna mögu­leik­ann á að hag­nýta sjáv­ar­botn­inn til námu­vinnslu.

Það er kald­hæðni að hugsa til þess að á COP26 ráð­stefn­unni í Glas­gow skrif­uðu um 100 þjóðir undir samn­ing þar sem vinna á gegn eyð­ingu regn­skóg­anna. En á sama tíma eru þessar sömu þjóðir í raun að vinna að eyð­ingu þeirra vegna orku­skipt­anna. Við ríka þjóðin í norðri erum virkir þátt­tak­endur í eyð­ingu landa og ógn við líf fólks í suðri til þess eins að geta aðlað okkur sem hina hvítu ridd­ara grænu orku­bylt­ing­ar­innar eins og um sér­staka ólymp­íu­grein sé að ræða. Þar ríður yfir­borðs­kenndin um á kostnað inn­við­anna sjálfra hjá þeim sem stjórn­a,“ sagði hún.

Lauk Ágústa máli sínu á því að segja að orku­skiptin myndu aldrei leysa lofts­lags­vanda heims­ins. „Þau munu hins vegar gera okkur mun háð­ari löndum eins og Kína sem ræður á einn eða annan hátt yfir um 80 pró­sent allrar námu­vinnslu heims á fágætum jarð­málm­um. Rík­is­stjórnin er fátæk og skyni skropp­in, og skortir skyn­sem­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent