Drífa: Tillaga um lækkun mótframlags hefði kostað launafólk tíu milljarða á ársfjórðungi

Drífa Snædal segir að tillaga sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson töluðu fyrir innan ASÍ, um lækkun mótframlags atvinnurekenda í lífeyrissjóði í upphafi veirufaraldursins, hefði kostað launafólk tíu milljarða á ársfjórðungi.

Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Auglýsing

Drífa Snæ­dal for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands segir að til­laga þeirra Vil­hjálms Birg­is­sonar for­manns Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness og Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­sonar for­manns VR, um að draga tíma­bundið úr mót­fram­lagi atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, hefði kostað launa­fólk tíu millj­arða króna á hverjum árs­fjórð­ungi og skilað sam­svar­andi upp­hæð til atvinnu­rek­enda.

Þetta kemur fram í grein Drífu sem birt­ist á Vísi í morg­un, en þar fjallar hún um átök í verka­lýðs­hreyf­ing­unni sem Ragnar Þór hefur einnig gert að umfjöll­un­ar­efni á sama vett­vangi á síð­ustu vik­um.

Bæði Vil­hjálmur og Ragnar Þór sögðu sig úr mið­stjórn ASÍ í vetr­ar­lok 2020 vegna deilna um hvað skyldi gera til að bregð­ast við áhrifum veiru­far­ald­urs­ins, en báðir voru þeir til­búnir að fall­ast á að að mót­fram­lög atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði yrðu lækkuð úr 11,5 pró­sentum niður í 8 pró­sent, tíma­bund­ið.

„Sem for­seti ASÍ átti ég í sam­skiptum við atvinnu­rek­endur fyrir hönd ASÍ en Vil­hjálmur og Ragnar áttu greini­lega í hlið­ar­sam­tölum við full­trúa atvinnu­rek­enda þar sem rætt var um að skerða mót­fram­lag­ið. Sjón­ar­mið þeirra nutu ekki meiri­hluta stuðn­ings innan ASÍ heldur stóð vilji til að verja kjara­samn­inga í lengstu lög. Við­brögð Vil­hjálms og Ragn­ars voru að storma á dyr, en eftir viku af yfir­lýs­ingum og gíf­ur­yrðum vildu þeir báðir draga afsögn sína til baka. Þá var búið að afgreiða afsögn Vil­hjálms í mið­stjórn, kom­inn var inn nýr full­trúi í hans stað. Afsögn Ragn­ars var hins vegar ekki búið að afgreiða þar sem skila­boð sem frá honum bár­ust voru tví­ræð og þegar hann loks stað­festi afsögn sína beið afgreiðslan næsta fund­ar. Ég rek þetta hér því bæði Ragnar og Vil­hjálmur hafa haldið því ítrekað fram að geð­þótti og ásælni í fjár­magn VR hafi ráðið því að mál þeirra voru afgreidd með ólíkum hætt­i,“ segir Drífa í grein sinni á Vísi.

Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson. Mynd: Samsett.

Hún bætir því við að síðan hafi „auð­vitað komið í ljós að engin ástæða var til að minnka mót­fram­lag atvinnu­rek­enda til líf­eyr­is­sjóð­anna, nema þá til að þjónkast atvinnu­rek­end­um, veikja líf­eyr­is­sjóð­ina og hægja á þeirri veg­ferð að launa­fólk á almennum mark­aði njóti sam­bæri­legra eft­ir­launa og þau sem starfa fyrir hið opin­ber­a.“

Telur að mót­fram­lagið væri ekki enn komið í sama horf

Drífa segir að eftir miklu hafi verið að slægjast, „því til­laga Ragn­ars og Vil­hjálms hefði sparað atvinnu­rek­endum sam­an­lagt tíu millj­arða króna á hverjum árs­fjórð­ungi og tapið verið hið sama fyrir vinn­andi fólk.“

Auglýsing

„Eitt er víst og það er að atvinnu­rek­endur myndu sann­ar­lega meta það svo að við værum enn langt frá því að geta end­ur­vakið mót­fram­lagið á nýju, enda er alltaf kreppa hjá atvinnu­rek­endum þegar umræð­una um kjör launa­fólks ber á góma,“ segir Drífa í grein sinni.

Hreyf­ingin stærri en per­són­urnar innan hennar

Drífa seg­ist rita grein sína, þar sem hún svarar Ragn­ari Þór, þar sem hún geti „ekki setið lengur þegj­andi hjá þegar for­maður stærsta verka­lýðs­fé­lags lands­ins og stærsta aðild­ar­fé­lags ASÍ fer ítrekað fram opin­ber­lega og málar Alþýðu­sam­bandið upp með þeim nei­kvæða hætti sem hann hefur gert í tveimur greinum og fleiri við­töl­u­m.“

Hún segir að sagan hafi sýnt að verka­lýðs­hreyf­ingin sé sterk­ust þegar hún standi saman og að hún telji mis­ráðið að „taka þetta ár – ár þar sem kjara­samn­ingar eru lausir og teknar verða veiga­miklar ákvarð­anir í kjöl­far Covid-krepp­unnar – í harð­vítug inn­an­búð­ar­á­tök.“

„En standi vilji til þess mun ég tala fyrir ASÍ sem sterkum og öfl­ugum heild­ar­sam­tök­um. Ég mun tala fyrir sam­stöðu og í þágu þeirra hags­muna sem við sann­an­lega eigum sam­eig­in­lega. Ég mun líka minna ítrekað á að verka­lýðs­hreyf­ingin þarf að lifa allar þær per­sónur og leik­endur sem nú eru á svið­inu; hreyf­ingin er miklu stærri en hvert og eitt okk­ar,“ skrifar Drífa, sem seg­ist vita að þessi afstaða eigi sterkan hljóm­grunn innan aðild­ar­fé­laga ASÍ og sam­fé­lags­ins í heild.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent