Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ

Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR sagði sig úr mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) strax á mánu­dag­inn og telur að kröftum sínum sé að svo stöddu ekki vel varið í að taka þátt í starfi innan sam­bands­ins. Þetta segir hann í sam­tali við Kjarn­ann.

„Ég ætla bara að ein­beita mér að mínu félagi og mínum félögum fyrst og fremst og ég sé ekki til­gang í að eyða frek­ari orku í að vinna að ein­hverjum lausnum á þessum vett­vang­i,“ segir Ragnar Þór.

Verka­lýðs­for­ing­inn segir ágrein­ing hafa verið uppi innan raða ASÍ um hver við­brögð sam­bands­ins við því grafal­var­lega ástandi sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur í för með sér fyrir ættu að vera. Ragnar Þór og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sem var 1. vara­for­seti ASÍ þar til í dag, hafa báðir sagt sig frá störfum fyrr ASÍ í kjöl­far­ið.

Vil­hjálmur sagði á Face­book í dag að Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hefði lagt til að umsömdum launa­hækk­unum á vinnu­mark­aði, sem taka gildi í dag, yrði frestað.

„Það var lagt til að fresta kaup­hækk­un­um. Það kom ekki til greina af okkar hálfu. Okkar sýn hefur alltaf verið sú að verja kaup­mátt­inn, verja launa­hækk­un­ina og verja störf­in,“ segir Ragnar Þór, en slíkum til­lögum úr ranni VR segir hann hafa verið hafnað af samn­inga­nefnd ASÍ.

Versta mögu­lega leiðin valin

Alþýðu­sam­bandið hefur að und­an­förnu verið í óform­legum við­ræðum við for­svars­menn atvinnu­lífs­ins um ein­hverja lausn til þess að milda höggið af COVID-19 far­aldr­inum fyrir fyr­ir­tækin og launa­fólk í land­inu. Bæði Ragnar Þór og Vil­hjálmur voru til­búnir til þess að fall­ast á lækka mót­fram­lög atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sinna yrðu lækkuð úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent, tíma­bund­ið.

Auglýsing

Ragnar Þór segir að í stað þess að fara aðra hvora þess­ara leiða hafi ASÍ á end­anum ákveðið að „gera ekki neitt“, sem hann segir vera verstu mögu­legu leið­ina að mati VR. 

ASÍ hafn­aði í dag form­legri beiðni Sam­taka atvinnu­lífs­ins um bæði frestun kaup­hækk­ana og beiðni um lækkun mót­fram­lags atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna.

Segir stjórn­völd hafa lýst sig til­búin að skoða þak á verð­bætur verð­tryggðra lána

„Við teljum það bara ein­fald­lega ekki í boði að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Þór og bætir við að hann hafi talið ASÍ vera komið með „vil­yrði fyrir því frá stjórn­völdum að fara í að verja heim­ilin með þaki á verð­bætur á verð­tryggðum lán­um, sem almenn­ingur hefur sár­lega kraf­ist af stjórn­völd­um.“ 

Þetta segir Ragnar Þór þó ekki hafa verið í hendi. „En það var opnað á þann mögu­leika og fleiri úrræði, sem stjórn­völd voru til­búin til þess að skoða ef að við hefðum náð saman að ein­hverri lausn. Nú er það bara frá og nú er þetta bara staðan og við bara tök­umst á við hana,“ segir Ragn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent