Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ

Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR sagði sig úr mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) strax á mánu­dag­inn og telur að kröftum sínum sé að svo stöddu ekki vel varið í að taka þátt í starfi innan sam­bands­ins. Þetta segir hann í sam­tali við Kjarn­ann.

„Ég ætla bara að ein­beita mér að mínu félagi og mínum félögum fyrst og fremst og ég sé ekki til­gang í að eyða frek­ari orku í að vinna að ein­hverjum lausnum á þessum vett­vang­i,“ segir Ragnar Þór.

Verka­lýðs­for­ing­inn segir ágrein­ing hafa verið uppi innan raða ASÍ um hver við­brögð sam­bands­ins við því grafal­var­lega ástandi sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur í för með sér fyrir ættu að vera. Ragnar Þór og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sem var 1. vara­for­seti ASÍ þar til í dag, hafa báðir sagt sig frá störfum fyrr ASÍ í kjöl­far­ið.

Vil­hjálmur sagði á Face­book í dag að Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hefði lagt til að umsömdum launa­hækk­unum á vinnu­mark­aði, sem taka gildi í dag, yrði frestað.

„Það var lagt til að fresta kaup­hækk­un­um. Það kom ekki til greina af okkar hálfu. Okkar sýn hefur alltaf verið sú að verja kaup­mátt­inn, verja launa­hækk­un­ina og verja störf­in,“ segir Ragnar Þór, en slíkum til­lögum úr ranni VR segir hann hafa verið hafnað af samn­inga­nefnd ASÍ.

Versta mögu­lega leiðin valin

Alþýðu­sam­bandið hefur að und­an­förnu verið í óform­legum við­ræðum við for­svars­menn atvinnu­lífs­ins um ein­hverja lausn til þess að milda höggið af COVID-19 far­aldr­inum fyrir fyr­ir­tækin og launa­fólk í land­inu. Bæði Ragnar Þór og Vil­hjálmur voru til­búnir til þess að fall­ast á lækka mót­fram­lög atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sinna yrðu lækkuð úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent, tíma­bund­ið.

Auglýsing

Ragnar Þór segir að í stað þess að fara aðra hvora þess­ara leiða hafi ASÍ á end­anum ákveðið að „gera ekki neitt“, sem hann segir vera verstu mögu­legu leið­ina að mati VR. 

ASÍ hafn­aði í dag form­legri beiðni Sam­taka atvinnu­lífs­ins um bæði frestun kaup­hækk­ana og beiðni um lækkun mót­fram­lags atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna.

Segir stjórn­völd hafa lýst sig til­búin að skoða þak á verð­bætur verð­tryggðra lána

„Við teljum það bara ein­fald­lega ekki í boði að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Þór og bætir við að hann hafi talið ASÍ vera komið með „vil­yrði fyrir því frá stjórn­völdum að fara í að verja heim­ilin með þaki á verð­bætur á verð­tryggðum lán­um, sem almenn­ingur hefur sár­lega kraf­ist af stjórn­völd­um.“ 

Þetta segir Ragnar Þór þó ekki hafa verið í hendi. „En það var opnað á þann mögu­leika og fleiri úrræði, sem stjórn­völd voru til­búin til þess að skoða ef að við hefðum náð saman að ein­hverri lausn. Nú er það bara frá og nú er þetta bara staðan og við bara tök­umst á við hana,“ segir Ragn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent