Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ

Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR sagði sig úr mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) strax á mánu­dag­inn og telur að kröftum sínum sé að svo stöddu ekki vel varið í að taka þátt í starfi innan sam­bands­ins. Þetta segir hann í sam­tali við Kjarn­ann.

„Ég ætla bara að ein­beita mér að mínu félagi og mínum félögum fyrst og fremst og ég sé ekki til­gang í að eyða frek­ari orku í að vinna að ein­hverjum lausnum á þessum vett­vang­i,“ segir Ragnar Þór.

Verka­lýðs­for­ing­inn segir ágrein­ing hafa verið uppi innan raða ASÍ um hver við­brögð sam­bands­ins við því grafal­var­lega ástandi sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur í för með sér fyrir ættu að vera. Ragnar Þór og Vil­hjálmur Birg­is­son for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, sem var 1. vara­for­seti ASÍ þar til í dag, hafa báðir sagt sig frá störfum fyrr ASÍ í kjöl­far­ið.

Vil­hjálmur sagði á Face­book í dag að Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hefði lagt til að umsömdum launa­hækk­unum á vinnu­mark­aði, sem taka gildi í dag, yrði frestað.

„Það var lagt til að fresta kaup­hækk­un­um. Það kom ekki til greina af okkar hálfu. Okkar sýn hefur alltaf verið sú að verja kaup­mátt­inn, verja launa­hækk­un­ina og verja störf­in,“ segir Ragnar Þór, en slíkum til­lögum úr ranni VR segir hann hafa verið hafnað af samn­inga­nefnd ASÍ.

Versta mögu­lega leiðin valin

Alþýðu­sam­bandið hefur að und­an­förnu verið í óform­legum við­ræðum við for­svars­menn atvinnu­lífs­ins um ein­hverja lausn til þess að milda höggið af COVID-19 far­aldr­inum fyrir fyr­ir­tækin og launa­fólk í land­inu. Bæði Ragnar Þór og Vil­hjálmur voru til­búnir til þess að fall­ast á lækka mót­fram­lög atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sinna yrðu lækkuð úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent, tíma­bund­ið.

Auglýsing

Ragnar Þór segir að í stað þess að fara aðra hvora þess­ara leiða hafi ASÍ á end­anum ákveðið að „gera ekki neitt“, sem hann segir vera verstu mögu­legu leið­ina að mati VR. 

ASÍ hafn­aði í dag form­legri beiðni Sam­taka atvinnu­lífs­ins um bæði frestun kaup­hækk­ana og beiðni um lækkun mót­fram­lags atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna.

Segir stjórn­völd hafa lýst sig til­búin að skoða þak á verð­bætur verð­tryggðra lána

„Við teljum það bara ein­fald­lega ekki í boði að gera ekki neitt,“ segir Ragnar Þór og bætir við að hann hafi talið ASÍ vera komið með „vil­yrði fyrir því frá stjórn­völdum að fara í að verja heim­ilin með þaki á verð­bætur á verð­tryggðum lán­um, sem almenn­ingur hefur sár­lega kraf­ist af stjórn­völd­um.“ 

Þetta segir Ragnar Þór þó ekki hafa verið í hendi. „En það var opnað á þann mögu­leika og fleiri úrræði, sem stjórn­völd voru til­búin til þess að skoða ef að við hefðum náð saman að ein­hverri lausn. Nú er það bara frá og nú er þetta bara staðan og við bara tök­umst á við hana,“ segir Ragn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent