Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum

Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.

villibirgisrúv.jpg
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að hann lýsi undrun sinni á orðum Drífu Snædal, for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), sem sagði í við­tali á RÚV í morgun ekki væri hægt að lækka mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna tíma­bundið vegna þess að það væri „of alvar­leg aðgerð til að hægt sé að grípa til henn­ar.“

Vil­hjálmur segir að Drífa hafi á fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag lagt fram til­lögu um að fresta öllum launa­hækk­unum á íslenskum vinnu­mark­aði tíma­bund­ið. „Það vekur því for­undrun mína að telja það í lagi að leggja fram til­lögu um að fresta og taka allar launa­hækk­anir af launa­fólki á öllum íslenskum vinnu­mark­aði, en segja núna nokkrum dögum síðar að það sé of „al­var­lega aðgerð“ að lækka mót­fram­lag atvinnu­rek­enda tíma­bundið í líf­eyr­is­sjóð.[...]Mér finnst það þyngra en tárum taki að hafa lagt fram til­lögu um taka tíma­bundið launa­hækk­anir af launa­fólki í stað þess að fara þessa líf­eyr­is­leið sem skilar eins og áður hefur komið fram sama ávinn­ingi. En það virð­ist vera sem sumir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni líti á líf­eyr­is­sjóð­ina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagn­rýna né snerta.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Vil­hjálms á Face­book. Hann ákvað fyrr í dag að segja af sér emb­ætti vara­for­seta ASÍ til að mót­mæla ákvörðun sam­bands­ins um að hafna því að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð starfs­manna þeirra yrði lækkað um 3,5 pró­sentu­stig í sex mán­uði hið minnsta. 

Auglýsing
Hann segir að það liggi fyrir að fjöl­margir atvinnu­rek­endur hafi óskað eftir við stétt­ar­fé­lögin að við þessar for­dæma­lausu aðstæður sem uppi eru yrðu launa­hækk­unum sem koma til fram­kvæmda í dag, og samið var um í Lífs­kjara­samn­ing­un­um, frestað. „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launa­fólk á þessum launa­hækk­unum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelf­ingar ástands sem ríkir á vinnu­mark­aðnum vegna far­ald­urs­ins,“ skrifar Vil­hjálm­ur. 

Aðal­mark­miðið með þeirri aðgerð væri að verja störf og ef hún myndi leiða til þess að okkur tæk­ist að verja 200, 400, 500 eða jafn­vel þús­undir starfa þá væri hún skyn­sam­leg að mati Vil­hjálms. „Það er ábyrgð­ar­laust að gera ekki neitt enda er vinnu­mark­að­ur­inn að breyt­ast í blóð­ugan víg­völl og það bitnar eins og alltaf á almennu launa­fólki eins og tölur Vinnu­mála­stofn­unar stað­festa.“

Vil­hjálmur seg­ist hafa skynjað á sam­tölum sínum við stjórn­völd á und­an­förnum dögum að það væri fullur vilji þeirra til að styðja við, ef verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur næðu sam­an, með nokkrum „að­gerðum eins og að koma hlut­deild­ar­lán­unum í gegn sem Covid mál sem og að verja heim­ilin fyrir hugs­an­legu verð­bólgu­skot­i.“

Verjum störf­in, verjum kaup­mátt­inn og verjum heim­il­in Í morgun var við­tal við for­seta ASÍ á RUV þar sem hún segir að...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Wed­nes­day, April 1, 2020

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent