Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum

Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.

villibirgisrúv.jpg
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að hann lýsi undrun sinni á orðum Drífu Snædal, for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), sem sagði í við­tali á RÚV í morgun ekki væri hægt að lækka mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði starfs­manna tíma­bundið vegna þess að það væri „of alvar­leg aðgerð til að hægt sé að grípa til henn­ar.“

Vil­hjálmur segir að Drífa hafi á fundi síð­ast­lið­inn föstu­dag lagt fram til­lögu um að fresta öllum launa­hækk­unum á íslenskum vinnu­mark­aði tíma­bund­ið. „Það vekur því for­undrun mína að telja það í lagi að leggja fram til­lögu um að fresta og taka allar launa­hækk­anir af launa­fólki á öllum íslenskum vinnu­mark­aði, en segja núna nokkrum dögum síðar að það sé of „al­var­lega aðgerð“ að lækka mót­fram­lag atvinnu­rek­enda tíma­bundið í líf­eyr­is­sjóð.[...]Mér finnst það þyngra en tárum taki að hafa lagt fram til­lögu um taka tíma­bundið launa­hækk­anir af launa­fólki í stað þess að fara þessa líf­eyr­is­leið sem skilar eins og áður hefur komið fram sama ávinn­ingi. En það virð­ist vera sem sumir í verka­lýðs­hreyf­ing­unni líti á líf­eyr­is­sjóð­ina sem „heilaga“ sem aldrei megi gagn­rýna né snerta.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Vil­hjálms á Face­book. Hann ákvað fyrr í dag að segja af sér emb­ætti vara­for­seta ASÍ til að mót­mæla ákvörðun sam­bands­ins um að hafna því að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð starfs­manna þeirra yrði lækkað um 3,5 pró­sentu­stig í sex mán­uði hið minnsta. 

Auglýsing
Hann segir að það liggi fyrir að fjöl­margir atvinnu­rek­endur hafi óskað eftir við stétt­ar­fé­lögin að við þessar for­dæma­lausu aðstæður sem uppi eru yrðu launa­hækk­unum sem koma til fram­kvæmda í dag, og samið var um í Lífs­kjara­samn­ing­un­um, frestað. „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launa­fólk á þessum launa­hækk­unum á að halda. Hins vegar höfum við Ragnar Þór hjá VR viljað fara aðra leið vegna þess skelf­ingar ástands sem ríkir á vinnu­mark­aðnum vegna far­ald­urs­ins,“ skrifar Vil­hjálm­ur. 

Aðal­mark­miðið með þeirri aðgerð væri að verja störf og ef hún myndi leiða til þess að okkur tæk­ist að verja 200, 400, 500 eða jafn­vel þús­undir starfa þá væri hún skyn­sam­leg að mati Vil­hjálms. „Það er ábyrgð­ar­laust að gera ekki neitt enda er vinnu­mark­að­ur­inn að breyt­ast í blóð­ugan víg­völl og það bitnar eins og alltaf á almennu launa­fólki eins og tölur Vinnu­mála­stofn­unar stað­festa.“

Vil­hjálmur seg­ist hafa skynjað á sam­tölum sínum við stjórn­völd á und­an­förnum dögum að það væri fullur vilji þeirra til að styðja við, ef verka­lýðs­hreyf­ingin og atvinnu­rek­endur næðu sam­an, með nokkrum „að­gerðum eins og að koma hlut­deild­ar­lán­unum í gegn sem Covid mál sem og að verja heim­ilin fyrir hugs­an­legu verð­bólgu­skot­i.“

Verjum störf­in, verjum kaup­mátt­inn og verjum heim­il­in Í morgun var við­tal við for­seta ASÍ á RUV þar sem hún segir að...

Posted by Vil­hjálmur Birg­is­son on Wed­nes­day, April 1, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent