Vilhjálmur Birgisson segir af sér sem varaforseti ASÍ

Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti varaforseta Alþýðusambands Íslands.

Vilhjálmar Birgisson - Fundur ASÍ 28. febrúar 2018
Auglýsing

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, hefur sagt af sér emb­ætti sem 1. vara­for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Þetta stað­festir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í sam­tali við Kjarn­ann.

Mið­stjórn ASÍ fundar núna en hvorki Vil­hjálmur né Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, verða við­staddir á þeim fund­i. 

Vil­hjálmur birti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær þar sem hann sagði þá stöðu sem væri að teikn­ast upp á ís­lenskum vinnu­mark­aði vera væg­ast sagt hroll­vekj­andi enda væri alltof stór­hluti tann­hjóla atvinnu­lífs­ins við það að stöðvast. „Þessi staða á vinnu­mark­aðnum er orðin nú þegar mun verri en hún varð í hrun­inu og það er ljóst að við verðum að finna leiðir til að verja störf­in, verja kaup­mátt­inn og verja heim­il­in. Við verðum að finna leiðir til að verja lífs­við­ur­væri og síð­ast en ekki síst atvinnu­ör­yggi launa­fólks eins og kostur er á meðan þessi far­aldur gengur yfir.“

Vil­hjálmur sagði að það lægi fyrir að fjöl­margir atvinnu­rek­endur hefðu óskað eftir við stétt­ar­fé­lögin að við þessar for­dæma­lausu aðstæður sem væru við lýði með beiðni um að fresta þeim launa­hækk­unum sem eiga að koma til fram­kvæmda í dag, 1. apr­íl. „Ég hef alltaf sagt að það komi ekki til greina, enda þarf launa­fólk á þessum launa­hækk­unum á að halda. Hins vegar er ég til­bú­inn að fara aðra leið vegna þess skelf­ingar ástands sem ríkir á vinnu­mark­aðnum vegna far­ald­urs­ins. Sú leið bygg­ist á því að í stað þess að fresta launa­hækk­un­inni þá verði mót­fram­lag atvinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóð lækkað úr 11,5% í 8% tíma­bundið meðan far­ald­ur­inn gengur yfir. En mark­miðið með þess­ari leið væri að verja atvinnu­ör­yggi launa­fólks og tryggja um leið að launa­hækk­anir skili sér til launa­fólks.“

Auglýsing
Sam­tök atvinn­u­lífs­ins (SA) og ASÍ hafa átt í ófor­m­­legum við­ræðum um nokk­­urt skeið um mála­­leitan sam­tak­anna um að leita leiða til að draga tíma­bundið úr launa­­kostn­aði fyr­ir­tæki. Á mánu­dag sendi SA for­m­­legt erindi þess efnis til samn­inga­­nefndar ASÍ, sem var í dag hafnað með því afdrátt­­ar­­lausa svari að verka­lýðs­hreyf­­ingin ljái ekki máls á tíma­bund­inni lækkun launa­­kostn­að­­ar. 

Í for­m­­lega erind­inu sem sent var á mán­u­dag segir meðal ann­­ars að heims­far­ald­­ur­inn COVID-19 hafi lamað íslenskt sam­­fé­lag og atvinn­u­líf. „Stór hluti atvinn­u­­starf­­semi um heim allan hefur stöðvast. Tekju­grund­­völlur fjöl­margra íslenskra fyr­ir­tækja hefur algjör­­lega brost­ið. Stjórn­­völd grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fjölda­gjald­­þrot fyr­ir­tækja og for­­dæma­­lausa fjölgun atvinn­u­­lausra.“

Í bréf­inu, sem Hall­­dór Benja­mín Þor­bergs­­son fram­­kvæmda­­stjóri SA og Eyjólfur Árni Rafns­­son for­­maður SA skrifa und­ir, var óskað eftir því að mót­fram­lag atvinn­u­rek­enda í líf­eyr­is­­sjóði starfs­­manna yrði tíma­bundið lækkað úr 11,5 í átta pró­­sent, eða um 3,5 pró­­sent­u­­stig. Það er sama leið og Vil­hjálmur lýsti sig fylgj­andi að fara. Lækk­­unin átti að gilda í sex mán­uði en sam­komu­lagið myndi fram­­lengj­­ast í þrjá mán­uði ósjálf­krafa ef því yrði ekki sagt upp.

Í kjöl­far þess að ASÍ hafn­aði leið­inni sagði Vil­hjálmur af sér emb­ætti 1. vara­for­seta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent