Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, er orðinn einn umsvifamesti fjárfestir á Íslandi eftir kaup á einu stærsta innflutningsfyrirtæki landsins, Íslensk-Ameríska. Fyrirtækið flytur inn margar af algengustu vörum sem rata í búðarkörfur Íslendinga, en samkvæmt heimildum Kjarnans nam kaupverðið um fjórum milljörðum króna. Viðskiptin bíða endanlegs samþykkis samkeppnisyfirvalda.
Salan á Íslensk-Ameríska fór ekki í opið söluferli, en heimildir Kjarnans herma að margir fjárfestar hafi haft áhuga á þessu rótgróna og vel rekna fyrirtæki. Fjárfestingafélag Guðbjargar, Kristinn, nær með kaupunum ágætu jafnvægi í rekstur sinn þegar kemur að inn- og útflutningi. Ísfélag Vestmannaeyja er sem kunnugt er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins í sjávarútvegi á meðan Íslensk-Ameríska er með umsvifamestu fyrirtækjum í innflutningi.
Lesið ítarlega umfjöllun um viðskiptaveldi Guðbjargar Matthíasdóttur í nýjustu útgáfu Kjarnans hér.