Björt framtíð er nú næst stærsta framboðið

kosningaspa.jpg
Auglýsing

Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn hafa skipt um sæti í stærðarröð framboðanna fyrir kosningarnar í Reykjavík á laugardaginn. Samfylkingin er enn mun stærri og mælist með 31,0 prósent atkvæða samkvæmt kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar eftir að könnun MMR síðan í dag er reiknuð með. Könnun MMR sýndi Samfylkinguna stærsta, Bjarta framtíð fimm prósentustigum á eftir og Sjálfstæðisflokkinn tæpum fjórum prósentustigum þar á eftir. Engin breyting er á sætafjölda síðan í síðustu Kosningaspá. Samfylking er enn með fimm fulltrúa og Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur með fjóra hvort.

MMR mælir jafnframt fylgi Vinstri grænna meira en fylgi Pírata í fyrsta sinn í nokkurn tíma þetta árið. Það sést bersýnilega í kosningaspánni því nú hefur dregið mjög saman með framboðunum og er munurinn á milli þeirra innan vikmarka spárinnar. Hreyfing annarra minni framboða er innan vikmarka milli keyrslu reiknilíkansins á bak við Kosningaspána. Vinstri grænir og Píratar fá enn sinn fulltrúann hvort.

Þróun á fylgi flokka í Reykjavík


Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 26. maí 2014.

Auglýsing

Hafa ber í huga að munurinn á fylgi Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks er langt innan vikmarka. Samfylkingin vera nokkuð örugglega stærst og með fimm fulltrúa kjörna. Fjórði fulltrúi Sjálfstæðismanna er þó valtur; fimmtándi og síðasti kjörni fulltrúinn á undan sjötta fulltrúa Samfylkingarinnar.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina, heldur tuttugasta sætinu á lista tuttugu efstu fulltrúanna. Framboð hennar mældist með stærra móti í könnun MMR, 5,3 prósent svarenda sögðust ætla að greiða henni atkvæði sitt.

Fimm dagar eru til kosninga og framboðin keppast við að koma stefnumálum sínum og áherslum að. Erfitt er að segja hversu mikilla áhrifa þessa gætir í könnun MMR, sem gerð er á nokkrum dögum. Þó er augljóst af línuritinu hér að ofan að einhvers konar mynstur er að myndast á fylgi flokkanna þó nokkuð rót hafi verið á þremur stærstu framboðunum.

Fjöldi fulltrúa samkvæmt nýjustu spá


Könnun MMR er nokkuð lítil og því fær hún minna vægi í Kosningaspánni en ella. Alls svöruðu 477 manns, þar af kaus fimmtungur að nefna ekki framboð. Könnunin var gerð á dögunum 20. til 23. maí.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None