Árni Sigfússon vill forstöðufólk með sér í lið

reykjanesbaer.000.jpg
Auglýsing

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðismanna í kosningunum þar, bað forstöðumenn í stjórnsýslu Reykjanesbæjar um að skrifa greinar um sig og fjárútlát bæjarins til tónlistarkennslu í tölvupósti skömmu fyrir miðnætti 21. maí síðast liðinn. Kvartar Árni þar undan því að honum þyki vanta upp á stuðning kennara við vel útilátinn aðbúnað tónlistarskólans sem bæjarstjórinn kom til leiðar á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Kjarninn hefur undir höndum tölvupóstsamskipti hans og Haralds Árna Haraldssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, þar sem oddvitinn lýsir furðu sinni á því að hann sitji „nú undir ámæli fyrir að hafa hvergi gefið eftir í aðbúnaði fyrir tónlistarskólann!“

Skeytið sendi Árni jafnframt á Magnús B. Hallbjörnsson og Hrefnu Gunnarsdóttur umsjónamenn upplýsinga- og tæknimála hjá bæjarfélaginu og Brynjar Harðarson skólasafnsvörð í Heiðarskóla. Allir á póstlistanum „Forstöðumenn RNB“ fengu skeytið líka.

Auglýsing

Haraldur Árni svarar oddvitanum morguninn eftir með þeim fyrirvara að hana ætli hann að skrifa út frá faglegum sjónarmiðum, enda vilji hann ekki blanda sér í pólitíkina. Hann bætir við: „[...] þótt auðvitað megi túlka slíka grein skrifaða á þessum tíma, sem pólitíska grein.“

Grein eftir Harald Árna fannst ekki í lauslegri vefleit í dag. Lesa má tölvupóstsamskiptin hér.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar var fluttur í Hljómahöll í vor þar sem hann komst í veglegt húsnæði eftir að hafa liðið húsnæðisskort alla tíð. Fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu í byrjun árs 2008 og var þá áætlaður kosnaður við bygginguna þá 1,4 milljarðar króna. Síðan hefur verkinu verið frestað og svo áfram haldið árið 2009 án þess að full fjármögnun væri fyrir hendi.

Víkurfréttir greindu svo frá því í apríl í fyrra að áætlaður kosnaður við að ljúka framkvæmdum á húsinu nemi 353 milljónum króna.

Lofaði Pólverjum vel launuð störf


Árni Sigfússon bæjarstjóri komst nýlega í fréttir eftir að bréf á pólsku sem sent var á pólska innflytjendur í Reykjanesbæ þar sem viðtakendum er lofað fjölda nýrra starfa sem launa 500 til 600 þúsund krónur á mánuði. Atvinnurekendur í bænum voru síður en svo ánægðir með útspil Árna og þykir það ólíðandi að frambjóðandi til bæjarstjórnar lofi slíku fyrir hönd einkafyrirtækja.

Jafnframt var það gagnrýnt að Árni skuli bjóða kjósendum sínum á bæjarskrifstofuna til skrafs í aðdraganda kosninga. Hafa mótframbjóðendur gagnrýnt það og sagt ósmekklegt.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks hruninn


Könnun Fréttablaðsins þann 14. maí sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins í bænum hefur hrunið síðan árið 2010 þegar síðast var kosið til sveitastjórna. Flokkurinn, undir forystu Árna Sigfússonar, hlaut þá 52,8 prósent atkvæða og fékk sjö fulltrúa kjörna í bæjarstjórn ellefu fulltrúa. Í könnuninni fær flokkurinn aðeins 30,8 prósent. Samfylkingin er næst stærst með 19,6 prósent og Frjálst afl með 18,6 prósent. Önnur framboð fá um eða yfir 10 prósent.

Ef niðurstöður könnunar Fréttablaðsins reynast réttar í kosningum verður Árni þó enn í lykilstöðu við stjórnarmyndun enda dreifist fylgið nokkuð jafnt á aðra flokka. Áhugavert er jafnframt að sjá að öll framboðin virðast vera að fá fulltrúa í bæjarstjórn; Sjálfstæðisflokkur fær fjóra, Samfylkingin og Frjálst afl tvo hvort og Framsókn, Bein leið og Píratar deila með sér þremur fulltrúum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None