Tækifæri Íslendinga liggja ekki í Norðursiglingum

skip_vef.jpg
Auglýsing

Páll Hermannsson, hagfræðingur og sérfræðingur á sviði flutninga, segir það mikinn misskilning að tækifæri Íslendinga í framtíðinni liggi í siglingum um Norður-Íshaf og milli Norð-Austur Asíu og Evrópu eða Norður-Ameríku. Hið rétta sé að þessi leið verði ekki samkeppnishæfari en helstu siglingaleiðir, eins og Súesskurðurinn og Panamaskurðurinn, í nánustu framtíð en sá síðarnefndi verður tilbúinn eftir stækkunarframkvæmdir eftir tvö ár. Þá tvöfaldast flutningsgetan um skurðinn. „Á teikniborðinu eru fleiri skurðir sem stytta leiðir og auka rekstraröryggi fyrir skip sem eru fimmtungi stærri en stærstu skip nú. Slík skipastærð er sennilega nálægt því hámarki sem hagkvæmt er í rekstrarlegu tilliti, því stóru skipin verða að vera nærri full til að hagkvæmni stærðarinnar náist,“ segir Páll í ítarlegri grein sem birt er hér á Kjarninn.is.

Ekki næg ástæða


Páll, sem hefur áratuga reynslu af flutningastarfsemi á alþjóðavettvangi, meðal annars í Mið-Austurlöndum, segir enn fremur að stytting flutningaleiða með siglingu um Norðurslóðir sé ekki nægileg ástæða fyrir stærstu flutningafyrirtækin í heiminum til þess að velja þá leið fram yfir aðrar í jafn miklu mæli og margir virðast búast við hér á Íslandi. „Í siglingum milli heimsálfa eru mjög stór skip sem lesta og losa á fjölda hafna í Asíu og Evrópu. Umræðan um siglingar yfir pólinn hefur byggst á vegalengd frá Yokohama, sem er ein nyrsta höfnin Asíumegin, til Rotterdam eða Hamborgar í Evrópu. Hins vegar lesta og losa nær öll skip á Guangdong-svæðinu í Kína og flest losa og lesta í Le Havre í Frakklandi. Því er nær að nota þessar viðmiðanir frekar en ystu hafnir, þær sem styst er á milli. Það er rétt að sigling frá Yokohama til Hamborgar væri 4.700 sjómílum styttri norðuraustleiðina en suðurleiðina, 10,3 daga styttri sigling á 19 sjómílna hraða miðað við góðar aðstæður. Sé á hinn bóginn miðað við síðustu og fyrstu stórhöfn, Yantian og Le Havre, þá er sparnaðurinn einungis 1.200 sjómílur eða minna en 3 daga sigling,“ segir Páll, og bendir á nauðsynlegt sé að byggja stefnumörkun þegar kemur að málefnum Íslands og Norðurslóðum á réttum upplýsingum.

Frekar þjónusta við Grænland


„Niðurstaða þessarar umfjöllunar um gámasiglingar í Norður-Íshafi og umskipun á Íslandi er sú að orðræða um umskipunarhöfn á Íslandi standist ekki raunsætt mat. Í því felst aftur á móti ekki gagnrýni á önnur áform eða hugmyndir um þátttöku Íslendinga í starfsemi á norðurslóðum. Þvert á móti telur höfundur að með því að afgreiða umskipunarhafnardrauminn fyrir næstu áratugi sé betur hægt að einbeita sér að náttúruvænum tækifærum, svo sem í þjónustu við Grænland,“ segir Páll.

Lesa má ítarlega grein Páls hér, en í henni eru meðal annars skýringarmyndir um flutningakerfi heimsins og skipategundir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None