Tækifæri Íslendinga liggja ekki í Norðursiglingum

skip_vef.jpg
Auglýsing

Páll Her­manns­son, hag­fræð­ingur og sér­fræð­ingur á sviði flutn­inga, segir það mik­inn mis­skiln­ing að tæki­færi Íslend­inga í fram­tíð­inni liggi í sigl­ingum um Norð­ur­-Ís­haf og milli Norð-Austur Asíu og Evr­ópu eða Norð­ur­-Am­er­íku. Hið rétta sé að þessi leið verði ekki sam­keppn­is­hæf­ari en helstu sigl­inga­leið­ir, eins og Súes­skurð­ur­inn og Panama­skurð­ur­inn, í nán­ustu fram­tíð en sá síð­ar­nefndi verður til­bú­inn eftir stækk­un­ar­fram­kvæmdir eftir tvö ár. Þá tvö­fald­ast flutn­ings­getan um skurð­inn. „Á teikni­borð­inu eru fleiri skurðir sem stytta leiðir og auka rekstr­ar­ör­yggi fyrir skip sem eru fimmt­ungi stærri en stærstu skip nú. Slík skipa­stærð er senni­lega nálægt því hámarki sem hag­kvæmt er í rekstr­ar­legu til­liti, því stóru skipin verða að vera nærri full til að hag­kvæmni stærð­ar­innar náist,“ segir Páll í ítar­legri grein sem birt er hér á Kjarn­inn.is.

Ekki næg ástæðaPáll, sem hefur ára­tuga reynslu af flutn­inga­starf­semi á alþjóða­vett­vangi, meðal ann­ars í Mið-Aust­ur­lönd­um, segir enn fremur að stytt­ing flutn­inga­leiða með sigl­ingu um Norð­ur­slóðir sé ekki nægi­leg ástæða fyrir stærstu flutn­inga­fyr­ir­tækin í heim­inum til þess að velja þá leið fram yfir aðrar í jafn miklu mæli og margir virð­ast búast við hér á Íslandi. „Í sigl­ingum milli heims­álfa eru mjög stór skip sem lesta og losa á fjölda hafna í Asíu og Evr­ópu. Umræðan um sigl­ingar yfir pól­inn hefur byggst á vega­lengd frá Yoko­hama, sem er ein nyrsta höfnin Asíu­meg­in, til Rott­er­dam eða Ham­borgar í Evr­ópu. Hins vegar lesta og losa nær öll skip á Guang­dong-­svæð­inu í Kína og flest losa og lesta í Le Havre í Frakk­landi. Því er nær að nota þessar við­mið­anir frekar en ystu hafn­ir, þær sem styst er á milli. Það er rétt að sigl­ing frá Yoko­hama til Ham­borgar væri 4.700 sjó­mílum styttri norð­ur­aust­leið­ina en suð­ur­leið­ina, 10,3 daga styttri sigl­ing á 19 sjó­mílna hraða miðað við góðar aðstæð­ur. Sé á hinn bóg­inn miðað við síð­ustu og fyrstu stór­höfn, Yant­ian og Le Havre, þá er sparn­að­ur­inn ein­ungis 1.200 sjó­mílur eða minna en 3 daga sigl­ing,“ segir Páll, og bendir á nauð­syn­legt sé að byggja stefnu­mörkun þegar kemur að mál­efnum Íslands og Norð­ur­slóðum á réttum upp­lýs­ing­um.

Frekar þjón­usta við Græn­land„Nið­ur­staða þess­arar umfjöll­unar um gáma­sigl­ingar í Norð­ur­-Ís­hafi og umskipun á Íslandi er sú að orð­ræða um umskip­un­ar­höfn á Íslandi stand­ist ekki raun­sætt mat. Í því felst aftur á móti ekki gagn­rýni á önnur áform eða hug­myndir um þátt­töku Íslend­inga í starf­semi á norð­ur­slóð­um. Þvert á móti telur höf­undur að með því að afgreiða umskip­un­ar­hafn­ar­draum­inn fyrir næstu ára­tugi sé betur hægt að ein­beita sér að nátt­úru­vænum tæki­færum, svo sem í þjón­ustu við Græn­land,“ segir Páll.

Lesa má ítar­lega grein Páls hér, en í henni eru meðal ann­ars skýr­ing­ar­myndir um flutn­inga­kerfi heims­ins og skipa­teg­und­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None