Vanhugsuð og illa undirbúin vegferð

ol.a.jpg
Auglýsing

Vorið 2006 sam­þykkti rík­is­stjórn Íslands, að til­lögu þáver­andi iðn­að­ar­ráð­herra Val­gerðar Sverr­is­dótt­ur, að hefja und­ir­bún­ing fyrir útgáfu leyfa til rann­sókna og vinnslu á olíu og gasi á norð­an­verðu Dreka­svæð­inu við Jan Mayen-hrygg­inn. Síðan þá hafa íslensk stjórn­völd gefið út þrjú sér­leyfi fyrir rann­sóknir og olíu- og gasvinnslu á svæð­inu, nú síð­ast í jan­úar á þessu ári.

Margir sjá gríð­ar­leg tæki­færi fyrir land og þjóð í kjöl­far olíu- og gasvinnslu á Dreka­svæð­inu en aðrir gjalda var­hug við fyr­ir­hug­aðum fram­kvæmdum á svæð­inu. Bæði er það af ótta við stórt umhverf­isslys og svo þykir mörgum olían vera orku­gjafi gær­dags­ins.

Sex nem­endur á félags­vís­inda­sviði Háskól­ans á Bif­röst unnu nýverið miss­er­is­verk­efni undir yfir­skrift­inni: „Ís­lensk olíu­vinnsla: Hver yrðu mögu­leg umhverf­is­á­hrif við Ísland ef olíuslys, á borð við Exxon Vald­ez, yrði innan íslenskrar land­helg­i?“ Í verk­efni sex­menn­ing­anna var rýnt í olíuslysið sem varð við strönd Alaska árið 1989, hvaða beinu og óbeinu umhverf­is­á­hrif urðu þar og þau heim­færð yfir á íslenskar aðstæð­ur. Hér á eftir verður stiklað á stóru um nið­ur­­­stöður sex­menn­ing­anna, sem eru þær helstar að miklum fjár­munum hafi verið varið í mögu­lega olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu án þess að líf­ríki og umhverfi svæð­is­ins hafi verið rann­sakað í þaul­a.''

Auglýsing

almennt_22_05_2014

Áhrifa Exxon Vald­ez-slyss­ins gætir enn



Hinn 24. mars árið 1989 strand­aði olíu­flutn­inga­skipið Exxon Valdez á skeri í Prince Willi­am-sundi úti fyrir ströndum Alaska. Í tönkum skips­ins var tæp­lega 201 milljón lítra af hrá­olíu og lak 41 milljón lítra í haf­ið. Orsök slyss­ins má ekki síst rekja til mann­legra mis­taka en auk þess var eft­ir­liti stjórn­valda ábóta­vant.

Árið 2000 fóru 128 inn­lend og erlend olíu­flutn­inga­skip um sigl­ing­ar­leiðir sunnan Íslands, með um 800 þús­und tonn af olíu inn­an­borðs. Um átta­tíu olíu­flutn­inga­skip flytja olíu til Íslands á ári hverju með um þrjá­tíu þús­und tonn af olíu hvert. Auk þess sigla um þús­und vöru­flutn­inga­skip með um fimmtán hund­ruð tonn af elds­neyt­is­olíu hvert til lands­ins. Hefj­ist olíu­fram­leiðsla á Dreka­svæð­inu er við­búið að þessi fjöldi muni marg­fald­ast.

Exxon-ol­íu­fyr­ir­tækið var dæmt til að greiða fimm millj­arða Banda­ríkja­dala í skaða­bætur í kjöl­far slyss­ins en eftir röð áfrýj­ana var sú upp­hæð lækkuð í 507 millj­ónir dala.

Ol­ían sem fór í hafið í slys­inu hafði gríð­ar­leg umhverf­is­á­hrif á svæð­inu. Alls urðu um ríf­lega tvö þús­und kíló­metrar af strand­lengj­unni fyrir beinum umhverf­is­á­hrif­um, sem raskaði líf­ríki svæð­is­ins veru­lega. Vega­lengdin sem um ræðir er álíka og frá Húsa­vík austur til Víkur í Mýr­dal. Fiski­stofn­ar, fuglar og spen­dýr urðu illa úti, tals­verð rýrnun varð á ýmsum dýra­stofn­um, til að mynda laxa­stofni svæð­is­ins. Þá er talið að um 250 þús­und lang­víur hafi drep­ist í kjöl­far slyss­ins.

Slysið hafði ekki aðeins bein umhverf­is­á­hrif heldur einnig óbein áhrif á atvinnu­vegi og íbúa svæð­is­ins. Atvinnu­veg­irnir sam­an­stóðu helst af fisk­veiðum og ferða­þjón­ustu. Árið 1989 tók gildi víð­tækt bann við fisk­veiðum á Prince Willi­am-sundi og nær­liggj­andi svæðum vegna olíu­meng­un­ar. Tekju­tap vegna þessa var gríð­ar­legt, en áhrifa slyss­ins á fisk­veiðar gætir enn á svæð­inu. Síld­ar­stofn­inn á svæð­inu hefur ekki náð sér á strik síðan og því eru síld­veiðar þar enn í algjöru lág­marki.

Ferða­þjón­usta á svæð­inu beið tölu­verðan skaða, þar sem straumur ferða­manna dróst veru­lega saman eftir slys­ið. Ímynd svæð­is­ins sem ósnortin nátt­úruperla beið veru­legan hnekki, en talið er að fjár­hags­legt tap vegna þessa hafi numið um 2,8 millj­örðum dala.

Rann­sóknum á líf­ríki Dreka­svæð­is­ins ábóta­vant



Í áliti Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, sem unnið var að beiðni Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins, að rann­sóknum á líf­ríki Dreka­svæð­is­ins sé ábóta­vant. Í álit­inu bendir stofn­unin á mik­il­vægi þess að íslenska ríkið legg­ist í nauð­syn­legar rann­sóknir sem til þurfi til að gera sér grein fyrir þeim skaða sem hlit­ist getur af olíu­leit og olíu­vinnslu.

Ef olíuslys verður innan íslensku lög­sög­unnar skiptir veð­ur­far, haf­straumar, sjáv­ar­falla- og vind­straumar veru­legu máli svo hægt sé að spá fyrir um afdrif og bein umhverf­is­á­hrif af völdum olí­unn­ar. Upp­lýs­ingar um veð­ur­far á Dreka­svæð­inu eru af skornum skammti og að mestu fengnar með óbeinum mæl­ingum frá landi sem gefa ansi óljósa mynd af veðri, sjáv­ar­hita, sjó­lagi og hafís á svæð­inu.

Á Norð­ur­landi eru þrír stórir upp­sjáv­ar­stofn­ar; loðna, síld og kolmunni. Loðnan og síldin fara lík­lega um Dreka­svæðið þar sem olíu­leit og vinnsla er fyr­ir­hug­uð, og þá eru fjöl­breyttir hvala­stofnar á svæð­inu við Jan Mayen ásamt fjöl­breyti­legu líf­ríki á hafs­botni. Þá er þar að finna seli og hvíta­birni.

Gulf-Oil-Spill

Loðnan hélt sig nærri Jan Mayen á níunda ára­tugn­um. Á þeim tíma var hún veidd þar sem nú eru uppi áform um olíu­vinnslu. Margt bendir til að útbreiðsla og göngur loðn­unnar hafi breyst og hún haldi sig nú nær vest­ur­hluta Íslands­hafs og í Græn­lands­sundi, fjarri olíu­leit­ar­svæð­inu. Ómögu­legt er að segja til um hvort þessi ganga og útbreiðsla hennar sé var­an­leg og allt eins lík­legt er að stofn­inn færi sig aftur á Dreka­svæðið og þá hefur norsk-­ís­lenski síld­ar­stofnin um ára­bil haldið sig nálægt olíu­leit­ar­svæð­inu við Jan Mayen.

Telja má að fjöl­skrúð­ugt fugla­líf finn­ist á Dreka­svæð­inu. Þar eru margar sjó­fugla­teg­undir sem yrðu í hættu ef meng­un­ar­slys af völdum olíu yrði á svæð­inu. Miðað við rann­sóknir eru algeng­ustu fugla­teg­und­irnar sem halda sig á fyr­ir­hug­uðu olíu­leit­ar­svæði: rita, fýll, stutt­nefja, lang­vía, álka, lundi og haftyrð­ill. Þetta eru með allra algeng­ustu sjó­fugla­teg­undum í Norð­ur­-Atl­ants­hafi.

Ísland hvergi nærri til­búið undir stórt olíuslys



Nátt­úru­fræði­stofnun hefur lagt ríka áherslu á að stjórn­völd kort­leggi hvaða þætti þurfi að hafa í huga í ljósi fyr­ir­­hug­aðrar olíu­vinnslu, eins og áður seg­ir. Þætti eins og líf­ríki, vind- og haf­strauma og sam­spil mis­mun­andi umhverf­is­þátta, sér­stak­lega með til­liti til meng­un­ar­slysa. Sökum kulda og við­kvæms líf­ríkis á norð­ur­slóðum geta meng­un­ar­slys þar haft mjög alvar­leg áhrif. Kuldi hægir á upp­gufun olí­unnar og hægir á nið­ur­brots­ferli henn­ar.

Á Íslandi eru engar við­bragðs­á­ætl­anir til til að takast á við stórt olíuslys. Til að mynda er ekk­ert íslenskt skip sem getur dregið hund­rað þús­und tonna olíu­flutn­inga­skip, strandi það eða bili við strendur Íslands. Sá bún­aður sem Umhverf­is­stofnun býr yfir er ein­göngu fyrir lítil eða með­al­stór olíuslys sem verða nærri landi. Ísland er þannig hvergi nándar nærri til­búið að takast á við stór slys á hafi úti og myndi þá neyð­ast til að leita sér utan­að­kom­andi aðstoð­ar, til að mynda frá Norð­ur­lönd­unum eða Evr­ópu­sam­band­inu. Það mun valda því að við­braðs­tím­inn verður langur og útbreiðsla og áhrif olíu­leka gætu orðið mik­il.

Áhrifa olíuslyss myndi gæta víða



Eins og áður segir er við­búið að umferð olíu­flutn­inga­skipa muni marg­fald­ast sam­hliða olíu­vinnslu á Dreka­svæð­inu. Ljóst er að olíuslys, sam­bæri­legt við Exxon Vald­ez-slysið, myndi hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir helstu fiski­stofna lands­ins og líf­rík­ið. Við suð­ur- og suð­vest­ur­strönd lands­ins eru til að mynda margar mik­il­vægar hrygn­ing­ar­stöðvar fiski­stofna, og má þar nefna ýsu, þorsk, loðnu, ufsa og síld. Ef olíuslys yrði á þessu svæði gæti það haft mikil áhrif á allt vist­kerfi þess­ara stofna.

Grunn­stoðir hag­kerf­is­ins byggja á far­sælum og nýt­an­­legum fiski­miðum við landið og efna­hags­lög­saga Íslands býr yfir einum auð­ug­ustu fiski­miðum Norð­ur­-Atl­ants­hafs­ins. Öll stór­vægi­leg röskun á þess­ari auð­lind myndi aug­ljós­lega hafa gríð­ar­leg áhrif á íslenskt sam­fé­lag, bæði efna­hags- og félags­lega.

RETRO-EXXON-VALDEZ-USA-TUGBOATS

Árið 2012 var heild­ar­út­flutn­ingur Íslend­inga ríf­lega þús­und millj­arðar króna. Þeir fiski­stofnar sem væru í hvað mestri hættu eru tæp­lega sextán pró­sent af þessum út­­flutn­ingi. Ef fiski­stofn­arnir myndu skað­ast er ófyr­ir­séð hvort og hvenær þeir myndu ná sér aftur að fullu. Ljóst er að slíkt myndi hafa geig­væn­leg marg­feld­is­á­hrif á íslenskt sam­fé­lag og efna­hag. Olíuslys gæti líka haft ófyr­ir­séðar afleið­ingar fyrir fisk­eldi við strendur Íslands og hval­veið­ar.

Umhverf­isslys á borð við Exxon Vald­ez-slysið myndi ekki síst hafa gríð­ar­legar afleið­ingar á ferða­þjón­ust­una um ókomin ár. Ferða­þjón­ustan hér á landi er orðin stór atvinnu­grein, eins og í Alaska fyrir olíuslys­ið. Olíuslys myndi sverta orð­spor lands­ins, en óspillt nátt­úra er helsta sölu­vara íslenskrar ferða­þjón­ustu og skað­inn myndi helst bitna á ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem reiða sig á heil­brigt sjáv­ar- og dýra­líf.

Mögu­leg umhverf­is­á­hrif við Ísland í kjöl­far umhverf­isslys á borð við Exxon Valdez yrðu því bæði nei­kvæð og mik­il, ekki síst vegna hætt­unnar á því að fiski­stofn­ar, dýr og annað líf­ríki væri í mik­illi hættu vegna meng­un­ar­innar sem olíuslys geta haft í för með sér. Óbein áhrif slíks olíuslys eru ekki síður alvar­leg, en áhrifin á sjáv­ar­út­veg­inn og ferða­þjón­ust­una yrðu lík­lega þau verstu. Olíuslys í íslenskri land­helgi myndi því alltaf hafa slæm bein og óbein umhverf­is­á­hrif, og tjón af völdum þess yrði seint bætt að fullu.

Slá­andi hvað við erum illa und­ir­búin



Gunnar Jök­ull Karls­son segir sex­menn­ing­anna hafa ráð­ist í verk­efnið vegna þess hve lítið mögu­leik­inn á að hér verði olíuslys hafi verið rædd­ur. „Auk þess hafa orðið veru­lega slæm slys af þessu tagi að und­an­förnu, meðal ann­ars á Mexík­óflóa og eins í Michig­an-vatni í Banda­ríkj­un­um. Okkur fannst slá­andi hversu illa und­ir­búin við erum og hversu fáar rann­sóknir hafa verið gerðar á líf­ríki Dreka­svæð­is­ins, þar sem olíu­leitin fer fram. Okkur fannst það bera vott um skamm­sýni af hálfu stjórn­valda að gefa út leyfi til olíu­leitar án þess að rann­saka þessa hluti bet­ur,“ segir Gunnar Jök­ull.

Hann segir verk­efni sex­menn­ing­anna hafa vakið við­brögð víða. „Að vissu leyti kom það skemmti­lega á óvart að við­brögðin hafa verið jákvæð, en við bjugg­umst jafn­vel frekar við nei­kvæðum við­brögð­um, þar sem um er að ræða eitt­hvað sem hugs­an­lega gæti gefið vel í aðra hönd. Þetta gæti stafað af því að þetta sjón­ar­horn á olíu­leit­ina hefur ekki verið skoðað að neinu ráði, heldur hefur frekar verið reynt að sýna fram á það að mögu­legur olíu­gróði eigi eftir að gera okkur öll mold­rík. Kannski höfum við verið að svara ein­hverri þörf eða eft­ir­spurn með því að skoða þessi mál frá öðru sjón­ar­horni. Að okkar mati er það hið besta mál og von­andi verður þetta til þess að víkka umræð­una um olíu­­æv­in­týrið enn frekar,“ segir Gunnar Jök­ull að lok­um.

Frétta­skýr­ingin birt­ist fyrst, með ítar­efn­um, í síð­ustu útgáfu Kjarn­ans. Hana má nálg­ast hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None