Róbert Marshall í launalaust leyfi til að einbeita sér að framboði

Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.

Róbert Marshall
Auglýsing

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er kominn í launalaust leyfi. Frá þessu greinir Róbert á Facebook síðu sinni. Ástæða leyfisins er sú að Róbert er frambjóðandi í forvali Vinstrihreyfingarinnar – grænu framboði í Suðurkjördæmi.

Róbert var ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar í mars í fyrra en áður hefur hann gegnt þingmennsku fyrir Samfylkinguna og Bjarta Framtíð. Róbert hafði áður verið aðstoðarmaður samgönguráðherra og starfaði við fjölmiðla um árabil og var um tíma formaður Blaðamannafélags Íslands.

Auglýsing

Róbert hefur einnig starfað við fjallaleiðsögn, þjálfun og útivist á undanförnum árum. Í tilkynningu sinni segist Róbert meðal annars ætla að beita sér fyrir umhverfismálum og náttúruvernd.

„Verkefnið framundan er að tala fyrir náttúruvernd, umhverfismálum, grænni uppbyggingu atvinnulífs og félagslegu réttlæti í krefjandi framtíð og stækka kjósendahóp þessara sjónarmiða á svæði sem ég þekki vel og á djúpar rætur í. Ég hlakka til fararinnar enda erindið mikilvægt,“ segir Róbert meðal annars í tilkynningunni. Hann vísar í kjölfarið í feril sinn sem þingmanns og hendir gaman að, segir endurnýjun alltaf hafa verið mikilvæga í stjórnmálum en að endurnýting sé lykilhugtak grænnar framtíðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent