Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, tilkynnti um það í gær að allir opinberar skólar í New York þyrftu að bjóða upp á forritun og tölvufræði sem fag í skólum. Það yrði skylda. Tíu ára aðlögunartími er gefinn til þess að koma þessu í framkvæmd í öllum skólum, en helsta áskorunin er sú að finna kennara sem geta kennt börnum þetta mikilvæga fag í nútímasamfélagi.
Þessi ákvörðun borgaryfirvalda í New York er athyglisverð, en ætti ekki að koma neinum á óvart sem hefur fylgst með þróun tæknilausna. Hugbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki í mörgum daglegum athöfnum fjölskyldna. Þess vegna er rökrétt að grunnurinn í forritun og tölvufræði sé kenndur frá unga aldri í skólum. Megi þetta góða fordæmi New York borgar verða öðrum hvatning, t.d. á Íslandi!