Félagsmenn SFR: „Staðan er grafalvarleg“ - Aðgerðir hafa víðtæk áhrif

10054212785_55145b6700_z.jpg
Auglýsing

Félags­menn SFR og BSRB kröfð­ust þess á bar­áttufundi í dag að rík­is­stjórn Íslands tæki raun­hæf skref í átt að lausn á kjara­deilu SFR, SLFÍ og LL við rík­ið. „Staðan er grafal­var­leg,“ segir í ályktun fund­ars­ins.

Ef ekk­ert verði að gert stefni í að fleiri þús­und starfs­menn innan almanna­þjón­ust­unnar fari í aðgerðir með til­heyr­andi áhrifum og álagi á sam­fé­lagið allt.

Í álykt­un­inni segir enn fremur að kröfur SFR séu sann­gjarn­ar, en beðið sé eftir því að ríkið komi fram með raun­hæfar lausn­ir. „Fé­lögin hafa lagt fram sann­gjarn­ar, raun­hæfar og skýrar kröf­ur. Þær byggja á þeim kjara­samn­ingum sem ríkið hefur nú þegar gert við starfs­menn sína og nið­ur­stöðum gerð­ar­dóms. Stjórn­völd hafa hins vegar sýnt félags­mönnum BSRB grímu­laust virð­ing­ar­leysi með því að bjóða þeim  miklu lak­ari kjara­bæt­ur. Félags­menn SFR, SLFÍ og LL geta ekki með nokkru móti sætt sig við fram­komu stjórn­valda og harma afstöðu þeirra og það virð­ing­ar­leysi sem birt­ist í til­boði þeirra og ekki síður í umfjöllun stjórn­valda um rík­is­starfs­menn. Fund­ur­inn krefst þess að félags­mönnum SFR, SLFÍ og LL verði ekki mis­munað með þessum hætti. Til­boð samn­inga­nefndar rík­is­ins er til þess gert að ýta undir aukna mis­skipt­ingu og breikka bilið á milli hópa sem leiðir til auk­ins ójafn­að­ar­. Fund­ur­inn lýsir yfir fullum stuðn­ingi við samn­inga­nefndir félag­anna í yfir­stand­andi kjara­við­ræðum við ríkið og lýsir því yfir að samn­ingar um eitt­hvað minna en aðrir hafa fengið verða felld­ir. Það er grund­vall­ar­at­riði að félags­menn SFR, SLFÍ og LL fái sann­gjarnar leið­rétt­ingar á kjörum sínum í sam­ræmi við aðra samn­inga sem rík­is­valdið hefur þegar gert við starfs­menn sína, sem og það sem gerð­ar­dómur hefur ákvarð­að,“ segir í ályktun SFR, sem Þór­ar­inn Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri SFR, sendi frá sér.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None