Seðlabanki Rússlands ákvað í morgun að lækka stýrivexti í 14 prósent, eða um eitt prósentustig. Í janúar voru stýrivextir lækkaðir úr 17 í 15 prósent, öllum að óvörum, en í lok árs 2014 féll gengi rúblunnar um 46 prósent og brást Seðlabanki Rússlands við með því að hækka stýrivexti í 17 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir fjögur prósent verðbólumarkmiði, eða 16,7 prósent. Þrátt fyrir það telur Seðlabanki Rússlands að verðbólguhorfur séu betri nú en áður, og að verðbólgumarkmiði verði náð árið 2017, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.
Staða efnahagsmála í Rússlandi hefur versnað til muna á skömmum tíma, en mikið verðfall á olíu, úr 110 Bandaríkjadölum á fatið í júlí í fyrra, í tæplega 60 Bandaríkjadali nú. Þar sem olíu- og gasiðnaður er langsamlega stærsti og mikilvægasti atvinnuvegur Rússlands, þá hefur þetta verðfall haft neikvæð áhrif á rússneska hagkerfið, ekki síst þar sem viðskiptaþvinganir frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, vegna hernaðaraðgerða í Úkraínu, hafa einnig haft neikvæð á rússneska hagkerfið.