Rússar undirbúa innflutningsbann - Sjötta stærsta viðskiptaland Íslands

putin.jpg
Auglýsing

Um fimm pró­sent útflutn­ings­verð­mæta Íslands á síð­asta ári komu til vegna útflutn­ings­ til Rúss­lands. Landið hefur lengi verið eitt af helstu við­skipta­löndum Íslands. Á árinu 2014 voru aðeins fimm lönd sem keyptu meira af útflutn­ings­af­urðum Íslands, en alls nam verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands um 29 millj­örðum króna á síð­asta ári af sam­tals um 590 millj­arða króna útflutn­ings­verð­mæt­um.

Tölu­verður sam­dráttur hefur orðið á útflutn­ingi til Rúss­lands í ár. Fluttar hafa verið út vörur til lands­ins fyrir um sjö millj­arða króna, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar um vöru­skipti á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015. Á sama tíma í fyrra höfðu verið fluttar út afurðir fyrir 11,4 millj­arða króna til Rúss­lands. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2015 nemur útflutn­ingur til Rúss­lands rúm­lega tveimur pró­sentum af heild­ar­út­flutn­ingi.

Stjórn­völd í Rúss­landi hyggj­ast víkka inn­flutn­ings­bann á mat­vælum gagn­vart Evr­ópu­sam­bands­löndum og láta það einnig ná til sjö ríkja utan ESB. Löndin sjö ­stutt við­skipta­þving­anir sam­bands­ins, Banda­ríkj­anna og Kanada gegn Rúss­landi vegna hern­að­ar­að­gerða Rússa í Úkra­ínu. Ísland er í hópi ríkj­anna ásamt Alban­íu, Svart­fjalla­landi, Nor­egi, Liechten­stein, Úkra­ínu og Georg­íu. Frétta­mið­ill­inn Russia Today fjallar um málið um dag. Það hefur New York Times einnig gert.

Auglýsing

Fjallað var um fyr­ir­hug­aðar aðgerðir Rússa í Morg­un­blað­inu í dag og haft eftir Gunn­ari Braga Sveins­syni að vissu­lega valdi þetta áhyggj­um. Verið sé að reyna að frek­ari upp­lýs­inga um hversu mikil alvara sé í mál­inu hjá Rúss­um. Sam­kvæmt frétt Russian Today í dag þá stendur und­ir­bún­ingur yfir að gerð frum­varps um víkkað við­skipta­bann í land­bún­að­ar­ráðu­neyti Rússa.

Miklir hags­munir eru í húfi fyrir íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki en útflutn­ingur til Rúss­lands er helst á sjáv­ar­fangi, einkum frosnum loðnu­af­urð­um, mak­ríl og síld. Grafið hér að neðan sýnir verð­mæti útflutn­ings til Rúss­lands á árunum 2010 til 2014. Nærri helm­ingur af mak­ríl var seldur til Rúss­lands árið 2013.

Aðeins fimm rík­i keyptu meira af útflutn­ings­af­urðum Íslands en Rúss­land á árinu 2014. Löndin fimm eru Holland, Bret­land, Spánn, Þýska­land og Frakk­land.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None