Rússneska sendiráðið á Íslandi birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem það mælti sterklega með að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, myndi biðjast afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.
Þar ræddi hann innrás Rússa í Úkraínu og sagði meðal annars: „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands.“
🎙#Comment by the Russian Embassy in Iceland 💬We noted the statement of March 20 made by the Minister of Infrastructure...
Posted by Russian Embassy in Reykjavik on Monday, March 21, 2022